Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Blaðsíða 23
DV Síðast en ekki síst
ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 23
Setbergskirkja kl. 14:13
Messuspjall á miðjum degi
„Það er nóg að gera í fiskvinnsl-
unni hér í byggðarlaginu og mikill
afli berst á land. Að minnsta kosti
trúi ég því að allir vinnufúsir geti
fengið eitthvað að gera. Hér áður
fyrr var vinnan kannski alltof mikil,“
segir Páll Cecilsson í Grundarfirði.
Ég hitti hann á sunnudaginn þar
sem við stóðum báðir frammi í and-
dyri í Setbergskirkju kirkju þar sem
ráðherradóttirin og sóknarprestur-
inn, sr. Elínborg Sturludóttir, söng
messu drottni til dýrðar.
Á síðustu árum hefur Grundar-
fjörður gildnað mjög og íbúum fjölg-
að. Sjálfur er Páll einn af elstu inn-
fæddu bæjarbúunum; kauptúnið
fagra undir Kirkjufelli er hans
heimasveit.
„Ég hef kannski ekki komið mér
upp áhugmálum um ævina. Það
sem er mín dægradvöl í dag er
kannski helst að ganga hér út að
Búðum undir Kirkjufelli, þar sem ég
er fæddur og ólst upp. Þær slóðir
standa alltaf hjarta mínu nærri. Þeg-
ar ég flutti síðan hingað inn í þorp
árið 1944 voru aðeins fáein hús
komin hér," segir Páll sem vann í
fiski alla sína tíð en er nú kominn á
eftirlaun.
Okkur Páli ber saman um að séra
Elínborgu hafi mælst vel við mess-
una og ekki síður söng kirkjukórinn
fallega. „Við erum búin að vera á
hálfgerðum hrakhólum síðan séra
Kalli fór frá okkur og á þing. Síðan þá
höfum við aðeins verið hér með
presta sem komið hafa urn skemmri
tíma. Núna er séra Elínborg komin
og verður til næsta sumars, en þá
ætti Kalli að vera búin að gefa end-
anlegt svar um hvort hann kemur
aftur eða fer endanlega frá okkur.“
Páll Cecilsson
„Núna er séra Elínborg komin
og verður til næsta sumars..."
vefsíðunni www.musemidar.tk og
hæsta boð til þessa er 11.000 krón-
ur, rúmlega helmingi hærra en
upphaflega verðið...
• ísfirðingar með Lárus G. Valdi-
marsson í broddi fylkingar skora á
Sturlu Böðvarsson samgönguráð-
herra að velja nýrri ríkisstofnun
stað á ísafirði. Um er að ræða svo-
kallaða Vaktstöð siglinga sem á að
leysa af hólmi núverandi strand-
stöðvakerfi.
Á ísafirði telja menn að til staðar
sé nauðsynleg þekking fyrir verkefn-
ið. Það er talið auka möguleika ís-
firðinga að eftir breytta kjördæma-
skipan eru þeir nú í kjördæmi sam-
gönguráðherrans...
Frúin í Hambon
Keypti mér gítar
Hvað gerðirðu við peningana
sem frúin í Hamborg gaf þér?
Fór til LA þar sem ég keypti mér
gítar, föt, DVD diska. Það var það
eina sem ég keypti
Hvemig var gítarinn á litinn?
Hann er viðarlitaður
Bara svoleiðis?
Hann er reyndar farinn að gulna
svolítið
Hvemig virkar hann?
Virkar vel og flott sánd í honum,
mjög gamaldags
En fötin, hvemig föt keyptir þú?
Aðallega peysur
Hvemig vom þær á litinn?
Flestar frekar ljósar svo líka mjög
dökkleitar
Mjög dökkleitar peysur segirðu?
Og aiveg geðveikt fiottar
Hvemig peysur vom þetta?
Þetta voru meira samt svona bol-
ir og svona léttari peysur
En, hvaða DVD diska keyptir þú
þér?
Matrix, indiana Jones safnið
ásamt fleirum
Matrix, finnst þér hún góð?
Geðveikt góð mynd. Ekta mín
týpa af kvikmyndum
Hvemig var svo í LA?
Það var meiriháttar gaman. Fór-
um á alla helstu staðina, skoðuð-
um nánast allt sem við þurftum
að skoða.
Sástu einhvem frægan?
Ég sá Dustin Hoffman tilsýndar,
Jodie Foster OG....Tim Allen
Kristján Grétarsson gítarleikari.
Þann 24.nóv.
förum við öll í
þjónustu- og
sölugírinn
þú getur valið að koma
kl. 09:00 til 12:30
eða
kl. 19:30 til 23:00
Fyrirlesturinn er haldinn á Grand Hótel og er
opinn öllum þeim sem starfa við þjónustu og
sölu. Fyrirlesturinn er sambærilegur við
námskeiðið Gæðasala 1+1=3 sem auglýst er á
www.sga.is.
Gleðilega gæðasölu um jólin!
Nokkrar góðar ástæður:
1. Þú vilt ná hámarksárangri á þessum sölutíma. Þú vilt fá
ánægða viðskiptavini sem tala jákvætt um fyrirtæki þitt og
þjónustu þína. Þú vilt ná fram hámarksárangri hjá starfsfólki. Þú
vilt sjá aukna sölu sem skilar auknum arði hjá fyrirtæki þínu.
2. Þú þarft að vera vel undirbúin(n) fyrir jólatörnina, þá
þarf sjálfstraust og þjónustumeðvitund að vera í lagi eins og um
úrslitaleik væri að ræða.
3. Þú nýtir þér þekkingu á marga vegu, eins og t.d. með þvf
að greina þarfir viðskiptavinarins, lesa betur í kaupmerkin hjá
viðskiptavininum og bregðast við þeim, Ijúka sölunni á markvissari
hátt, efla liðsheiidina hjá fyrirtækinu, bregðast betur við kvörtunum
og gagnrýni frá viðskiptavinum.
4. Verð er 6.900.- staðgreitt á mann, á þennan (árlega) jóla-
gæðasölufyrirlestur. Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og kaffi.
Fyrirlesturinn mun skila sér margfalt aftur í kassann með aukinni
sölu vel þjálfaðs starfsfólks.
Fyrirlesari er Gunnar Andri Þórisson
Gunnar Andri Þórisson er einn fremsti fyrirlesari
íslands f þjónustu og sölu.
Hann hefur haldið námskeið og fyrirlestra fyrir
stærri sem smærri fyrirtæki
með góðum árangri alltfrá árinu 1997.
www.sga.is
Sími 534 6868 - Ráðgjöf í síma 908 6868 - sga@sga.is
199 kr. rnín
Sé bókað og greitt fyrir 20. nóvember bjóðum við fyrirlesturinn
á 4.900,- á mann.
Skráning og upplýsingar eru í síma 534-6868
og á netinu, skraning@sga.is
Athugið takmarkaður sætafjöldi.
SÖLUSKÓLI
GUNNARS ANDRA