Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Spyr um flóttamenn Álfheiður Ingadóttir, varaþingmaður vinstri- grænna, hefur lagt fram fyrir- spurnir á Al- þingi um af- drif þeirra sem sækja um pólitískt hæli á ís- landi. Hún spyr hversu margir hafi sótt um póli- tískt hæli á íslandi frá 1998 tO 2003 og hver hafi orðið afdrif þessara umsókna. Þá spyr hún hve mörgum hafi verið veitt hæli hér á landi á sama tímabili. í þriðja lagi spyr Álfheiður hversu mörg börn yngri en 16 ára hafa verið meðal hælisleit- enda og hver hafi orðið af- drif umsókna þeirra. Að lokum spyr hún ráðherr- ann hvort hann hafi mark- að stefnu í afgreiðslu um- sókna hælisleitenda. Ef svo er, hver er hún? Spyr Álf- heiður. Skulda- aukning í Borgarbyggð Minnihluti framsóknar- manna í bæjarstjórn Borg- arbyggðar segir stöðu bæj- arsjóðs vera „alvarlega og síversnandi". í bókun minnihlutans á bæjarstjórnarfundi segir að 16,5 milljónir króna muni vanta til að skatttekjur dugi fyrir útgjöldum næsta árs. Þótt gert sé ráð fyrir að selja 35 milljóna króna eignir til að brúa bilið muni skuldir aukast um 10 milljónir. Ekki sé gert ráð fyrir nýjum kjarasamningum á næsta ári. Skuldir muni aukast enn eitt árið, jafnvel þótt framkvæmdir verði í lág- marki. Meirihluti Sjálfstæðis- flokks og Borgarbyggðar- lista vísar þessu á bug. Tek- ist hafi að ná rekstri bæjar- sjóðs mikið niður. Guðni Ágústsson Guðni á stærra hjarta enflestir aðrir og hefur einiægan vilja til að láta gott afsér leiða. Er víðlesinn fjölfræðingur, sem hefur orðið honum drjúgt veganesti í stjórnmálunum. Vinur vina sinna - og elur önn fyrirþeim viðfangsefnum sem hann tekur sér fyrir hendur. Kostir & Gallar Guðni lifír í draumóraheimi Sturlungaaldar og gerir ekki fullkominn greinarmun á henni og nútímanum. Trúir þvi stundum að hann sjálfur sé einn afhöfðingjum þess tíma- bils.sem brýststundum útí undirlegum hofmóðsanda og stórbokkahætti - sem fyrst og fremst er falin minnimáttar- kennd. Lögmenn olíufélaganna telja að tvöföld rannsókn lögreglu og Samkeppnisstofnunar leiði til þess að mannréttindi verði brotin á starfsmönnum félaganna. Ekki sé held- ur jafnræði fólgið í því að lögregla rannsaki brot olíuforstjóra á meðan einungis Samkeppnisstofnun hafi rannsakað brot grænmetisfyrirtækjanna. Lögfræðingar olfufélaganna telja ómögulegt að tryggja þeim einstak- lingum sem störfuðu hjá olíufélög- unum réttláta málsmeðferð með því að meint brot þeirrra séu rannsökuð af lögreglu og samkeppnisyfirvöld- um á sama tíma. Þeir hafa ritað Boga Nilssyni ríkissaksóknara bréf þar sem þeir draga fram ýmis atriði sem varða mannréttindi þeirra ein- staklinga sem grunur leikur á að hafi framið brot gegn samkeppnislögum. Þeir vilja tryggja að gætt verði að grundvallarsjónarmiðum í lögum, stjómarskrá og mannréttindasamn- ingum. Forsvarsmenn olíufélaganna tóku á sín- um tíma ákvörðun um að vinna með Sam- keppnisstofnun við rannsókn málsins. Samkvæmt heimildum DV benda lögmenn félaganna á að starfsmennirnir hafi að- stoðað við að upplýsa málið án þess að at- hygli þeirra hafi nokkru sinni verið vakin á því að frásagnir þeirra eða upplýsingar sem frá þeim kæmu yrðu grundvöllur op- inberrar rannsóknar á þeim sjálfum. Með þessu telja lögmennirnir að svo miklir annmarkar séu á málsmeðferð að með henni sé brotið gegn mannréttindum einstaklinga. Sem rök fýrir þessu munu lögmennirnir halda því fram að þar sem það varði við refsingu að veita Samkeppnisstofnun rangar upplýsing- ar, gangi það gegn þeim rétti, sem sakborningar hafa við lögreglurannsókn, að svara ekki spurn- ingum um sakarefni. Þannig sé það andstætt grundvallarreglunni um réttláta málsmeðferð að lögregla byggi á skýrslum sem teknar hafi SAMKEPPNISSTOFNU Kristinn Björnsson Geir Magnússon Einar Benediktsson verið af starfsmönnum félaganna og ályktunum starfsmanna Samkeppnisstofnunar. Lögmennirnir gera enn fremur athugasemdir við að Samkeppnisstofnun hafi aldrei nefnt það við forsvarsmenn eða lögmenn olíufélaganna að einstaklingum yrði sérstakra refsað. Telja brotið gegn jafnræðisreglu Önnur regla sem lögmennirnir telja brotna er jafnræðisregla stjómarskrárinnar þar sem Sam- keppnisstofnun hafi áður rannsakað mál þar sem niðurstaðan var að einstaklingar hafi gerst brodegir við samkeppnislög og því sé um mismunun að ræða að þetta mál sé rannsakað af lögreglu en ekki grænmetismálið. Jafnræðisregl- an segir að sambærileg mál eigi að rannsaka með sambærilegum hætti. Enn ffemur vara lögmennirnir við því að hætta sé á að reglan um bann við tvöfaldri refsingu og tvöfaldri sak- sókn verði brotin. Þá velta lögmenn- imir fyrir sér fymingarfresti vegna meintra brota. Þeir telja það varða við lög að heija opinbera rannsókn á at- vikum þegar fyrirffam sé vitað að hugsanlegar sakir verði fymdar og geti ekki orðið grundvöllur ákæru. Slíkt sé líka sóun á almannafé og tíma rann- sakenda og þeirra sem sæta rannsókn. Samkeppnisstofnun heldur áfram Samkeppnisstofnun ritaði ríkissaksókn- ara bréf fyrir helgina þar sem fram kom að stofnunin hygðist halda rannsókn sinni á meintum brotum Olíufélaganna áfram. Stofnunin hefur lokið rannsókninni og ein- ungis er efúr lokaáfangi úrvinnslunnar. Gert er ráð fyrir því að niðurstaða verði send máls- aðilum til andmæla um næstu mánaðamót. Sam- keppnisstofnun segir í bréfinu að hún muni leitast við að taka tillit til rannsóknarhagsmuna. Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnun- ar, bendir í bréfi sínu á að það sé hlutverk sam- keppnisyfirvalda að ff amfylgja boðum og bönnum samkeppnislaga og ákveða aðgerðir gegn sam- keppnishömlum. Þá er látið að því liggja að stofn- unin geti ekki beitt heimildum sínum til að gefa fyrirmæli eða til sekta nema fyrst hafi verið ákvarð- að hvort brot hafi verið framin. kgb@dv.is Rumsfeld og Young-kil funda: Fækkun í herliði leiðir ekki til minni varna Donald Rumsfeld, varnamála- ráðherra Bandaríkjanna, fullvissaði Cho Young-kil, starfsbróður sinn í S-Kóreu, um að fækkun í herafla Bandaríkjanna í landinu yrði ekki til þess að varnir landsins veiktust. Varnarmálaráðherrarnir hittust á fundi í gær þar sem varnarmál og þátttaka S-Kóreu í aðgerðum í frak voru rædd. Rumsfeld sagði að þrátt fyrir að fækkað yrði í herliði Banda- ríkjamanna á Kóreuskaganum myndu Bandaríkin geta tryggt ör- yggi S-Kóreu. Eitt af helstu verkefnum Rums- felds sem varnarmálaráðherra hef- ur verið að endurskoða her- stöðvakerfi Bandaríkjanna og auka samþættingu og skilvirkni land-, sjó- og flughers. Fækkun herliðsins í S-Kóreu er liður f þessari endur- skoðun. Bandaríkin hafa verið með her- lið í S-Kóreu síðustu fimmtíu ár en landamæri Suður- og Norður- Kóreu eru talin til mestu hættu- svæða í heiminum. Margir telja að fækkun í liði Bandaríkjamanna á svæðinu gæti aukið á óstöðugleik- ann. Talsmenn Pentagon staðhæfa Óeinskeytt skilaboð Rumsfetd hlýðir á viðbrögð starfsbróður síns. að þær breytingar sem standa til á hans verði rýrari í roðinu og að sá skipulagi Bandaríkjahers geri það Rstöðugleiki sem hefur verið á ekki að verkum að fælingarmáttur landamærunum muni haldast. rsémiéíSB(sE,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.