Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003
Fréttir DV
Bannað að
hlæja að
tónlist barna
Foreldrar sem gagnrýna
eða hlæja að söng og hljóð-
færaslátt barna sinna eiga
það á hættu að gera börnin
fráhverf tónlist að eilffu,
samkvæmt niðurstöðum
breskrar rannsóknar.
ískrandi fiðluæfingum og
fölskum ópum ætti frekar
að mæta með vingjarnlegu
hrósi. Rannsóknin leiddi í
ljós að fullorðið fólk sem
ekki nýtur tónlistar á oft
mjög slæmar minningar
um skammir og gagnrýni
fyrir tónlistartilraunir sínar.
Blessar
mötuneyti
Biskup
íslands,
herra Karl
Sigur-
björnsson,
blessaði
mötuneyti
Landsvirkjunar á Kára-
hnjúkasvæðinu um helg-
ina, um leið og hann kynnti
sér framkvæmdirnar ásamt
fríðu föruneyti. Prestur
kaþólska safnaðarins á Ak-
ureyri blessaði hinsvegar
mötuneyti ImpregOo.
Ástæðan fyrir því að mötu-
neytin voru valin er að þau
eru miðsvæðis samkomu-
staður, og henta því vel til
húsblessunar, samkvæmt
upplýsingum frá Biskups-
stofu.
Sektfyrirað
fóðra fugla
Frá og
með degin-
um í dag
varðar það
sektum að
gefa dúfun-
um á Trafalg-
ar torgií
Lundúnum.
Brotið getur kallað á lög-
sókn og allt að 50 punda
sekt. Óþrifnaður vegna
dúfnamergðarinnar á torg-
inu hefur kostað borgaryflr-
völd tugmilljónir punda og
var því gripið til þess ráðs
að banna alla fóðrun.
Dúfnavinir mótmæltu
banninu harðlega og leita
leiða til að sniðganga það.
Tveggja milljóna króna rekstrarstyrkur frá Alþingi fór upp í fjögurra milljóna
króna kostnað við handrit að sögu Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Fyrrverandi
formaður segir söguna merka. Lögmaður nefndarinnar gagnrýnir meðferð fjárins.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, fyrrverandi formað-
ur Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, varði tæp-
um fjórum milljónum króna í handrit að sögu
nefndarinnar. Tveggja milljóna króna rekstrar-
styrkur frá Alþingi var meðal fjár sem notað var í
handritið.
Átta félög kvenna standa að Mæðrastyrks-
nefnd Reykjavíkur. Þorbjörg Inga Jónsdóttir er
formaður Kvenréttindafélags íslands sem er eitt
félaganna átta. Hún er jafnframt lögmaður nýrrar
stjórnar Mæðrastyrksnefndar sem hyggst greiða
úr meintri óreiðu í bókhaldi nefndarinnar.
Vissu ekki um bók
Að sögn Þorbjargar samdi Ásgerður við sagn-
fræðing um ritun sögu Mæðrastyrksnefndar
Reykjavíkur. Þetta hafi hún gert vorið 2002 og það
ekki uppgötvast af formönnum aðildarfélaganna
fyrr en samningurinn var kominn á.
Þorbjörg segir Ásgerði hafa skipt sagnfræð-
ingnum út úr verkefninu og ráðið tvo aðra til að
ljúka því. Að því er hún best viti sé handritið nú
tilbúið til prentunar. Mæðrastyrksnefnd hafi þeg-
ar greitt nærri fjórar milljónir króna fyrir verkið.
Borgarstyrkur líka í bók
Að því er Þorbjörg segir lét Ásgerður í veðri
vaka þegar ljóst varð að söguritunin var komin í
gang að hún hefði aflað styrktaraðila sem myndu
greiða kostnaðinn. I ljós hafi komið að ekki nema
einn tíundi hluti hafi í raun fengist í styrki. Það
hafi verið 400 þúsund króna styrkur frá Sjóvá-Al-
mennum. Sjálf hafi Ásgerður ákveðið að láta allan
Þorgrímur Gestsson
Blaðamaðurinn Þorgrimur
Gestsson er annar höfunda
ritsins um sögu Mæðra-
styrksnefndar Reykjavíkur.
Hann segir höfunda hafa
ætlað fjóra mánuði í verkið
en það reynst tímafrekara.
Þórarinn Hjartarson
Sagnfræðingurinn á Tjörn i
Svarfaðardai skrifar milli
kafiann i sögu Mæðrastyrks-
nefndar.
tveggja milljóna króna styrk sem Alþingi veitti
nefndinni renna í bókasjóðinn. Að áuki hafi 250
þúsund krónur af 750 þúsund króna styrk Reykja-
víkurborgar verið notaðar til að greiða handrits-
gerðina.
Stjórnin sögð samþykk
Að mati Þorbjargar var það afar vafasamt að
nota takmarkað fé Mæðrastyrksnefndar í bókar-
skrifin. Sérstaklega aðfinnsluvert hafi verið að
nota allan styrkinn frá Alþingi í slíkt gæluverkefni.
Ásgerður Jóna segir hins vegar að ritun bókar-
innar hafi verið samþykkt á sínum tíma í stjórn
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur enda væri um
stórmerkilega sögu að ræða. „Formenn aðildarfé-
laganna hafa hins vegar allaf verið á móti að sag-
an verði skrifuð," segir hún.
Bókin skili hagnaði
Ásgerður þvertekur fyrir að óeðlilegt hafi verið
að nota styrkinn frá Alþingi í bókina. „Alþingi vissi
að þetta fé átti að fara í rekstur en ekki renna beint
tfi skjólstæðinga nefndarinnar. Það var ég sem
sótti um þetta fé og mér var frjálst að ráðstafa
því,“ segir hún.
Að sögn Ásgerðar má búast við því þegar upp
verður staðið að bókin um sögu Mæðrastyrks-
nefndar Reykjavíkur skili nefndinni góðum tekj-
um með sölu til styrkaraðila.
Bókin sprengdi tímaramma
Þorgrímur Gestsson blaðamaður og Þórarinn
Hjartarson sagnfræðingur eru höfundar bókar-
innar um Mæðrastyrksnefnd. Þorgrímur segir
enn nokkuð í land með að ljúka handritinu. Áætl-
að sé að það klárist í janúar.
„Við byrjuðum í vor og héldum að þetta tæki
ekki nema á að giska fjóra mánuði. Það reyndist
ekki nægur tími. Svo er ég sjálfur að gefa út aðra
bók sem tekið hefur sinn tíma,“ segir Þorgrímur.
Að sögn Þorgríms liggja miklar rannsóknir að
baki bókinni um Mæðrastyrksnefnd: „Þetta er 75
ára stórmerkileg saga, sérstaklega fyrstu tveir ára-
tugirnir."
gar@dv.is
Jólasveinninn
kominn
Ibúar í austurbænum
fengu óvæntan glaðning
um helgina þegar hringt
var í þá og tilkynnt að þeir
ættu pakka á útitröppun-
um. A tröppunum fannst
lokaður kassi og í þeim
tveir kettir. Kort fylgdi gjöf-
inni og á henni stóð „Til
hamingju með daginn, frá
jólasveininum." Frá þessu
er greint í dagbók lögregl-
unnar. Kettirn-
ir eru komn-
ir til hús-
bænda
sinna enda
voru þeir
báðir
merkt-
ir.
Dæmdur fyrir að veðsetja eigur ættingja fyrir 76 milljónir
oabræðra
Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi í gær hálffimmtugan karl-
mann í 15 mánaða fangelsi fyrir
skjaiafals. Maðurinn falsaði nöfn
bræðra sinna og föður ítrekað á
skjöl sem hann notaði til að blekkja
starfsmenn Sparisjóðabanka ís-
lands hf., Lánasýslu ríkisins og
Búnaðarbanka íslands. Á grund-
velli fölsuðu skjalanna setti maður-
inn verðbréf í eigu föður síns og
bræðra, auk fasteigna bræðra
sinna, samtals að andvirði rúmlega
76 milljónir króna, til tryggingar
verðbréfaviðskiptum auk annarra
skuldbindinga sem hann gerði við
fyrrgreindar bankastofnanir.
Brotin framdi maðurinn á tíma-
bilinu frá aprfl 2001 til ársloka 2002.
I dómi héraðsdóms segir að maður-
inn hafi verið samvinnufús og játað
brot sín hreinskilnislega. Maðurinn
gerði samkvæmt dómnum fjölda
svokallaðra skiptasamninga, eink-
um við Búnaðarbankann, vegna
verðbréfakaupa. Skilmálum bank-
ans um handveðstryggingar og lág-
marksverðmæti þeirra var hins veg-
ar ekki framfylgt. Þannig voru gerð-
ir fjöldi samninga við manninn án
þess að tryggingaleg staða hans
leyfði slíkt. Þannig sýnir yfirlit Bún-
aðarbankans að í aprfl 2001 hefði
maðurinn þurft að vera með trygg-
ingar að upphæð rúmlega 117
milljónir króna vegna viðskipta
sinna en á þeim tíma námu trygg-
ingar hans rúmum 14 milljónum.
Þessi staða átti ekki að geta komið
upp og hóf bankinn þá að krefja
manninn
um frekari tryggingar.
Hann greip þá til þess ráðs að
falsa nöfn bræðra sinna og föður á
ýmis skjöl til þess að blekkja
bankastarfsmenn.
Maðurinn hlaut sem fyrr segir 15
mánaða fangelsi en þarf aðeins að
sitja inni í þrjá mánuði. Tólf mán-
uðir refsingarinnar eru skilorðs-
bundnir til þriggja ára, brjóti mað-
urinn kki aftur af sér.
Ekki var tekið á því
hversu mikið tjón bankarnir
þrír verða fyrir vegna falsana
mannsins en upphæðir skiptum
tugum milljónum eins og fyrr
greinir.
arndis@dv.is