Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 Fréttir EV Huntley brast í grát „Þú heldur að ég hafi gert þetta," sagði Ian Huntley, sem ákærður er fyrir að hafa myrt litlu stúlkurnar, Jessicu Chapm- an og Holly Wells, í ágúst árið 2002. Þetta hafði Jon- athan Taylor rannsóknar- lögreglumaður eftir Huntley þegar hann bar vitni í málinu í gær. Hann sagði Huntley hafa tjáð sér að liann hefði verið sá síð- asti til að tala við stelpurn- ar áður en þær hurfu. Hann hefði virst taugaveiklaður og brostið í grát. Þriðja vika réttarhald- anna er hafin en mikill fjöldi vitna hefur komið fyr- ir dóminn. Hverjir eiga að eiga fjöl- miðlana? Afrek ríkisins „Ég er maður einkafram- taks og einkarekstrar. En fjölmiðil, útvarp og sjón- varp, þarf ríkið að reka al- veg sldlmálalaust. En ríkið á ekki að keppa á auglýsinga- markaði við einkareksturs- stöðvarnar. RÚV á að setja á fjárlög og það á að afnema þennan nefskatt á almenn- ing, hann er óþolandi. Að öðru leyti á að stórefla ríkis- útvarpið til að standa fyrir og hafa forystu um varð- veislu og eflingu tungunnar og menningarinnar yfirleitt. Það munu einkareknu fjöl- miðlarnir afdrei sjá um, þó þeir standi sig kannski sæmilega." Dverrir Hermannsson fyrrverandi alþingismaður Hann segir / Hún segir Traustir eigendur Það skiptir ekki megin- máli hver á fjölmiðlana en mikilvægast er að það séu aðilar sem njóta trausts, svo fólk geti treyst því að fréttaflutningur sé hludaus. Auðvitað er heppilegast að eignarhald sé þokkalega dreift, það er hvorki gott að fjölmiðlar né aðrar tegundir fyrirtækja séu á einni hendi eða fáum. Það mikilvægasta í öllum fréttaflutningi er að traustið sé fyrir hendi, énda held ég að mönnum verði það fljótt ljóst ef fjölmiðill er orðin sérstök málpípa eigendanna, þá deyr hann drottni sínum. Hrna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Grímuklæddur maöur vopnaður hnífi, rændi útibú Búnaðarbankans síðdegis í gær. Vitni veittu honum eftirför en hann komst undan ásamt vitorðsmanni sinum. bsenum Bankarán var framið í þessu sama útibúi bank- ans f desember árið 1995 með svipuðum hætti. Þrír grímuklæddir menn réðust þá inn í bankann og var einn þeirra vopnaður hagla- byssu. Var það mál þéirra sem að komu að það bankarán hefði verið fagmann- lega unnið. Enn er það mál óupplýst en talsvert hefur verið gert til að auka öryggi starfs- fólks síðan þá. Friðrik segir vaxandi fjölda bankarána mikið áhyggjuefni. „Við höfum gert það sem í okkar valdi stendur til að tryggja öryggi bankastarfs- manna okkar. StarfsfólJcið fór að einu og öllu eftir fyrirmælum í tilfellum sem þessum og mildi að engin slys urðu." Hann vildi ekki segja hversu miklu fé var stolið en heimildir herma að hálf milljón króna sé nærri lagi. Lögregla segir rannsókn málsins í forgangi en enginn hafði verið handtekinn þegar DV fór í prentun. albert@dv.is Lögregla á vettvangi: Þetta erannað bankaránið sem framið er I útibúi Búnaðarbankans við Vesturgötu og sjöunda bankaránið sem framið er hérlendis á þessu ári. „Starfsfólkið fór að einu og öllu eftir fyrirmælum í tilfell- um sem þessum og mildi að engin slys urðu." Sjöunda bankaránið á árinu var framið í Bún- aðarbankanum við Vesturgötu síðdegis í gær. Réðst grímuklæddur maður vopnaður hnífi inn í bankann rétt fyrir lokun og ógnaði starfsfólki. Hafði hann sig fljótt á brott um leið og starfsmað- ur bankans afhenti honum alla peninga úr gjald- keraskúffu sinni. Hljóp hann upp í bifreið sem beið hans skammt frá bankanum og var henni ekið greitt á brott. Annar starfsmaður bankans sem var á leið inn í útibúið á sama tíma hóf eftir- för og hið sama gerðu þrír unglingspiltar, sem leið áttu um Vesturgötu, og sáu grímuklæddan ræn- ingjann hlaupa úr bankanum. Komust ræningj- arnir undan þegar þeir óku yfir á rauðu ljósi á fjöl- förnum gatnamótum við Kolaportið. Vitni gátu þó borið um lit, tegund og hluta bílnúmers ræn- ingjans en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu bar þeim ekki saman, hvorki um bíltegund né út- lit ræningjans. „Hann öskraði mikið og ógnaði starfsfólkinu með hnífi," sagði Friðrik Halldórsson, hjá Við- skiptabankasviði Kaupþings Búnaðarbanka, um bankaræningjann. „Greinilega var honum mikið niðri fyrir því hann lét öllum illum látum." Starfsfólkinu var mjög brugðið enda í fyrsta sinn sem margir lenda í slíkri lífsreynslu. BANKARÁN 2003: 1. apríl Sparisjóður Hafnarfjarðar - óupplýst 16. mal Sparisjóður Kópavogs - upplýst ó.júní 19. sept. Landsbankinn [ Grindavík Landsbankinn í Lóuhólum - upplýst - óupplýst 29. ágúst 14. nóv. 17. nóv íslandsbanki við Eiðistorg Sparisjóður Hafnarfjarðar Búnaðarbankinn við Vesturgötu - upplýst - óupplýst - óupplýst Vopnað bankanán framið í vestur- Ellefu manns í haldi lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli. Fjöldi Kínverja með fölsuð vegabréf Biðröð í Leifsstöð Landamæraverðir hafa stöðvað tiu Kínverja með fölsuð vegabréfá tæp- um tveimur vikum. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflug- velli tekur í dag ákvörðun um hvað skuli gert í máli tíu Kínverja sem hafa á undanförnum tveimur vik- um verið teknir með fölsuð vega- bréf í Leifsstöð. Málið hófst með því að tvær kín- verskar stúlkur voru stöðvaðar af landamæravörðum fyrir tæpum tveimur Vikum en þær voru í fylgd ástralsks manns. För þeirra var heitið vestur um haf og sama gildir um hina átta sem hafa verið teknir síðan. Kínverjarnir, sem allir eru ungir að aldri utan einn, komu hingað frá Svíþjóð og höfðu þann hátt á að koma til landsins tveir og tveir saman. Það þykir renna stoð- um undir grun lögreglu að um skipulagða fólksflutninga sé að ræða. Að sögn Jóhanns R. Benedikts- sonar, sýslumanns á Keflavíkur- flugvelli, dvelur fólkið á nokkrum stöðum í Keflavík. Lögregla hefur notið aðstoðar túlks við að yfir- heyra fólkið og að sögn sýslumanns veit lögregla nú deiii á fólkinu. Sýslumaður vildi ekki segja hverrar jrjóðar fölsuðu vegabréfin eru en nokkur þeirra munu samkvæmt heimildum blaðsins vera japönsk. arndis@dv.is Hvað kostuðu bankarnir? Jón Bjarnason þingmaður Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs hefur spurt viðskiptaráð- herra um uppgjör á sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum. „Við viljum vita hvernig hafi verið unnið úr þáttum sem voru bundnir fyrirvörum í samn- ingum, til dæmis um gengi og af- skriftir," segir hann. Jón spyr hvort gengið hafi verið frá endanlegu söluverði á hlut ríkisins í Lands- bankanum og Búnaðarbankanum? Þá spyr hann hvernig verðmæti bankanna hafi breyst frá því sem upphaflega var gert ráð fyrir f fjár- lögum fyrir árið 2003 og einnig við undirskrift kaupsamninga bæði hvað varðar breytingar á gengi ís- lensku krónunnar og breytingar á mati bankanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.