Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Rösklega 600 fréttamenn héðan og þaðan úr heiminum flykktust til Sacramento til að fylgjast með Arnold Schwarzenegger taka við embætti ríkisstjóra í gær. Athöfnin fór fram að viðstöddum 7500 boðsgestum og komust því mun færri að en vildu. Krattajötunn stýrir Kalifnrníu í gær klukkan 11 fyrir hádegi að staðartíma sór Arnold Schwarzenegger eið og var þar með orðinn 38. ríkistjóri Kalíforníu, sem er fjöl- mennasta ríki Bandaríkjanna og eitt stærsta hagkerfi heims. Austurríkismaðurinn knái hef- ur náð mun lengra en margan grunaði, en allt frá því að hann var kjörinn „Herra Alheimur" fyrir 36 árum hefur hann stöðugt stefnt upp á við og er hinn vel heppnaði endasprettur tal- inn vera að miklu leyti eiginkonu hans Mariu Shriver að þakka, en hún er systurdóttir John F. Kennedy fyrrum Bandaríkjaforseta og hefur mikil tengsl og verksvit í stjórnmálum. Einnig átti leikarinn kröftuga endurkomu á hvíta tjaldið með þriðja hluta „Tortfmandans" sem kom út og naut gífurlegra vinsælda fyrr í ár. Mildur repúblíkani Schwarzenegger er nokkuð hófsamari repúblíkani en margir flokksbræður hans en hann er til dæmis hlynntur fóstureyðingum og sér ekkert athugavert við samkynhneigð. Auk þess virðist stefna hans í umhverfismálum stangast á við stefnu Bush Bandaríkjaforseta en Schwarzenegger styður meðal annars skóg- verndaráætlun sem Clinton-stjórnin setti á laggirnar og hyggst skipa Terry Tamminen formann Umhverfisstofnunar Kaliforníuríkis en hann er óflokksbundinn og ötull umhverf- isverndunarsinni. Ákvörðunin þykir djörf, jafnvel á meðal margra frjálslyndra Demókrata. Erfið fjárhagsstaða Þótt allt hafi gengið upp hjá Schwarze- negger hingað til er þó erfiðasti hjallinn eftir: Skuldastaða Kaliforníuríkis er hrikaleg og hvfla núverandi fjárlög á ýmiss konar skuldabréf- um, víxlum og bókhaldsbrellum. Fjárlagahall- inn er talinn nema allt að 10,7 milljörðum dala Skuldastaða Kaliforníuríkis erhrikaleg og hvíla núver- andi fjárlög á ýmiss konar skuldabréfum, víxlum og bókhaldsbrellum. og spáð er að halli næsta árs geti orðið allt að 8 milljarðar auk þess sem ríkið skuldar lífeyris- sjóðum 2 milljarða dala í skuldabréfum. Schwarzenegger hefur þegar útilokað að hækka skatta eða skera niður hjá opinberum stofnunum og er því talið mjög lfldegt að tekið verði allt að 20 milljarða lán til að brúa bilið. Það ku vera nokkuð skynsamleg lausn en þá og því aðeins að vextir hækki ekki mikið á af- borgunartímabilinu. Fallandi vinsældir Bush Schwarzenegger gæti brugðið á það ráð að biðja ríkisstjórn George W. Bush um lánveit- ingu og er ólfldegt að Bush myndi neita að verða við slíku láni, enda þarf hann á stór- auknum vinsældum að halda fyrir forseta- kosningarnar á næsta ári. Íraksstríðið er farið að kosta Bush of mörg atkvæði og gætu gífur- legar vinsældir Arnolds hjálpað Bush að rétta sig við f skoðanakönnunum. Einnig er stríðs- haukunum í Washington sú staðreynd í hag að skuldirnar söfnuðust saman í tíð ríkisstjóra sem var fyrsti demókratinn til að gegna emb- ættinu í 20 ár. Einnig þarf Schwarzenegger að beita sér töluvert í orkumálum ríkisins en þau eru ásamt fleiru í miklum ólestri. Þó mun einungis tíminn leiða í ljós hvaða stefnu Arnold tekur enda er hann ekki búinn að vera rfldsstjóri lengur en í tæpan sólarhring þegar þetta er ritað... ari@dv.is Litríkur æviferill Arnold Schwarzenegger 1947 - Arnold Alois Schwarzenegger fæðist 30. júlí í smáþorpinu Thal bei Graz, í Aust- urríki 1966 - Vinnur titilinn Herra Evrópa í vaxtarrækt 1967 - Vinnur titilinn Herra alheimur (alls fimm sinnum) 1968 - Flyst til Bandaríkj- 1970 - Vinnur titilinn „Herra Al- heimur" og einnig „Herra Ólympia" og ver titilinn til 1975. Leikur sitt fyrsta hlutverk í myndinni „Hercules in New York" 19/7 - Kemur fram í heimildarmyndinni „Pumping Iron" og kynnist sjónvarpskonunni Mariu Shriver, sem er komin af Kennedy-fólkinu 1979 - Útskrifast með B.A. gráðu í viðskipta- fræði frá Háskólanum í Wisconsin 1982 - Leikur sitt fyrsta stóra hlutverk í ævin- týramyndinni „Conan the Barbarian" 1984 - Gerist bandarískur ríkisborgari þann 16. september, leikur í spennumyndinni „TheTerm- inator" og kemst við það í hóp ofurstjarna í Hollywood 1986 - Giftist Mariu Schriver 26. ágúst. Þau eignast fjögur börn. 1990 - George Bush eldri útnefnir Arnold formann í nefnd sem fjallar um málefni tengd líkamlegri heilsu. Siðar meir gerist Schwarzenegger ötull tals- maður Ólympíuleika fatlaðra og áberandi í starfi Repúblíkanaflokksins. Leikur („Terminator II: Judgement Day" við fádæma góðar undirtektir 1991 - Opnar Planet-Hollywood veitingastaða- keðjuna með félögum sínum Bruce Willis og Sylv- ester Stallone 1994 - Leikur í „True Lies" eftir James Cameron sem slær í gegn í miðasölunni 1997 Gengst undir aðgerð á hjartaloku. Sá orð- rómur kviknar að steranotkun sé um að kenna 1998 - Lögsækir tvo æsifréttaljósmyndara fyrir að stofna óléttri eiginkonu sinni í hættu, og sigrar 2003 - Þann 6. ágúst tilkynnir Schwarzenegger öllum að óvörum að hann muni bjóða sig fram til ríkisstjóra komi Gray Davis til með að hrökklast úr embætti 2003 - Þann 7. október flytur Schwarzenegger sigurræðu sína 2003 -17. nóvember. Schwarzenegger tekur við embætti ríkisstjóra Kalíforníu Leiðiráþví að vera álitnir lúðar Þjóðverjar eru leiðir á því að Bretar líti á þá sem nákvæma lúða og hafa því ákeðið að hefja markaðs- átak á Bretlandseyjum þar sem nýrri ímynd af Þjóð- verjum verður komið á framfæri. Að sögn forstöðu- manns Goethe-stofnunar- innar í London leggja breskir íjölmiðlar áherslu á seinni heimsstyrjöldina og þýska bfla í umfjöllun sinni um Þýskaland og það geri að verkum að Bretar átti sig ekki á hversu líflegir og hressir Þjóðverjar eru. Hluti af markaðsátakinu verður dreifing á veggspjaldi með mynd af Claudiu Schiffer undir fyrirsögninni: þú lítur vel út ef þú lærir þýsku. Ráðherrar með opna buddu: Ekkert þak á eyðslu ráðherra í risnu og ferðakostnað SEX EFSTU Ekkert þak er á því hversu miklu ráðherrar mega eyða í ferðakostnað, fæði og risnu. Strangar reglur gilda um útreikning dagpeninga, en ráð- herrar geta valið hvort þeir fá dag- peninga eða framvísa einfaldlega reikningum. Ráðherrar kjósa hins- vegar yflrleitt ffekar að framvísa reikningum og fá endurgreitt sam- kvæmt þeim, og er það fullkomlega heimilt, segir Sveinn Arason, skrif- stofustjóri hjá Ríkisendurskoðun. Hann segir þó að gerðar séu þær kröfur að menn gæti hófs, og séu ekki að velja dýrar hótelsvítur og fágætan mat á borðið. Eftir stendur að ráð- herrar ákveða í raun sjálfir hve miklu þeir eyða í ferðalög, fæði og risnu. Haft var samband við nokkur hótel og veitingahús á landsbyggð- inni. Eitt þeirra hafði nýlega fengið í heimsókn tvo ráðherra og fylgdar- lið í hádegismat. Pöntuð var þrí- réttuð máltíð, þar sem aðalréttur- inn var hreindýrasteik. Á meðan lágu birgðir af rétti dagsins f ofnin- um, lax sem kostaði þriðjung af andvirði hreindýrasteikurinnar. Þjóni á staðnum, sem ekki vildi láta nafns si'ns getið, sagðist svíða mjög að afgreiða slíkan veislumat fyrir upphæð sem nam meiru en mán- aðarlaunum hans á einu bretti - vit- andi að greiðslan fyrir matinn kæmi í raun úr hans eigin vasa sem skattgreiðanda. Risnu-, aksturs- og ferðakostnaöur rikisins - í milljónum Heilbrigðis- og tryggingamálaráðun. 803 Menntamálaráðuneyti 611 Samgönguráðuneyti 590 Utanríkisráðuneyti 400 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti 278 Æðsta stjórn ríkisins 219 Samtals allir 3.960.000.000 Bifreiða-, ferða- og risnukostnað- ur ríkisins var samtals rúmir fjórir milljarðar króna í fýrra. A sama tíma voru fóru 80 stofn- Ekki bara ráðherrar sem eyða pening- um: Ferða- og risnukostnaður Ólafs Ragn- ars Grímssonar var 25 milljónir í fyrra, á sama tima og embættið fór2l milljón fram úr fjárlögum. anir og aðalskrifstofur ráðuneyta fram úr fjárheimildum sínum, sam- kvæmt úttekt Ríkisendurskoðunar. Það eru þó fleiri en ráðherrarnir sem fara fram úr heimildum. Um- framútgjöld æðstu stjórnar ríkisins voru nánast öll vegna reksturs for- setaembættisins sem fór um 20 milljónir fram úr heimildum. Ferða-, risnu- og aksturskostnaður embættisins var þó enn hærri eða 25 milljónir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.