Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Blaðsíða 3
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 3 Gætirðu sent mig til helvítis? Ég er kannski einn af fáum af minni kynslóð sem veit að það er ljótt að sparka í liggjandi mann. En einu sinni er allt fyrst og ég bara get ekki staðist mátið. Omega er frábær stöð, og nú vitið þið að ég er að ljúga. Rennum aðeins yfir dag- skrána. Ég held að það sé bara ein kona sem flytur messur á stöðinni og það gerir hún með svo miklum kanahreim að henni liggur við köfnun. Svo er það feiti gaurinn sem ég hef horft á tímunum saman og það eina sem ég man er að hann er mjög feitur. Næst er það falski hressi náunginn sem mætir með falskan gítar og fölsk börn. Greyj- unum er ekkert nema vorkunn og maður veltir fyrir sér hvar Guð sé á augnablikum sem þessum? Hinir frelsuðu fyrrverandi kyn- villingar, dópistar, spilafíklar, of- beldismenn og alkóhólistar sem virðast hafa gert um það bil allt rangt í lífinu ausa síðan málhöltum en heilögum fordæmingum hins réttsýna og guðsblessaða yflr fólk sem elskar rangt, elskar fólk af eigin kyni. Ósjaldan er sýnt frá samkom- um hinna smurðu í miðfylkjum Bandaríkjanna þar sem nóg er af Eiríkur Sigurbjörnsson Sjónvarpsstjóri Omega boðskapsþyrstu fólki til að fylla upp í gríðarstóra leikvanga og sali. Gaman þegar svipaðar útsendingar eru frá „samkomum" á íslandi. Þá er myndavélin bara á þrífót, graf- kyrrt sjónarhorn með þröngan ramma á Gunnar í Krossinum og pontu hans. Maður fær strax á til- fmninguna að það sé alls enginn í salnum. Líklega er enginn salur Og það er sennilegast vegna þess að það er enginn í salnum. Líklega er heldur enginn salur. En Gunnar kann ræðumennsku- listina og að hljóma þannig að þú gætir á einhverjum tímapunkti haldið að hann væri hugsanlega að tala um eitthvað í alvörunni. Þetta lið hefur ekki bara ræðutækni til að bera heldur einkennir bjartsýni boðunarstarfið. Því djöfull þarftu að vera bjartsýnn til að kynna nunnuklaustur í. Þýskalandi sem spennandi valkost fyrir ungar stúlk- ur. Svo er það uppáhaldið mitt, þeg- ar félagið Vinir ísraels eða hvað það nú heitir leggja undir sig sófann. Litlir ísraelskir fánar hanga á þræði í loftinu eins og í barnaafmæli. En mikið andskoti er þetta súrt afmæli. Það er fátt afmælislegt við það ann- að en að stjórnandi þáttarins er bú- inn að eiga mjög mörg afmæli. Og áróðurinn er stórkostlegur. Allt sem miður fer virðist vera Palestínu- mönnum að kenna, allt. Þegar ísra- elskir hermenn skjóta palestínsk börn til bana fyrir að kasta grjóti (í eitt skipti var mikið talað í sófanum um hvað það gæti nú verið vont að fá svona grjót í sig) þá er að sjálf- sögðu við foreldra barnanna að sakast sem senda þau vísvitandi gegn byssum ísraelska hersins og misnota þau þannig í þágu mál- staðarins. Frábær strategía það, eignast barn, ala það upp í 12 ár og senda það svo í grjótkast í von um að ísra- elsk „viðvörunarskot" nái að plaffa það niður. Já svona vinnur maður stríð!? Endalaust er síðan talað um að maður sé hvergi óhultur í ísrael fyr- ir sjálfsmorðsárásum en svo er boð- ið upp á hópferðir til Jerúsalem með þáttastjórnandann sem leið- sögumann. Já, hljómar frábærlega, best að skella sér!? Að það sé rangt að skjóta börn fyrir að kasta grjóti kemur málinu ekkert við, það sem skiptir máli er að í Biblíunni stend- ur einhvers staðar að það megi ekki hallmæla ísrael. Sá sem það stund- ar fer rakleiðis til Lúsífers. Já, ég verð að segja eins og er að ef himnaríki er á svipuðum nótum og Omega þá veit ég sannarlega ekki hversu spennandi staður það er. Farið þið til himnaríkis? Mig langar að lokum að vitna í Hatuey nokkurn sem var seinasti frumbyggi Kúbu til að leiða mót- spyrnu gegn spænsku landnáms- mönnunum. Hann náðist að lokum og var sem heiðingi dæmdur til að vera brenrídur á báli. Af einstöku kristnu umburðarlyndi var honum boðið að taka blessun klerks til að bjarga sinni trúlausu sál frá logum Vítis og til að fá vist í himnaríki Guðs almáttugs. Þar sem Indíáninn hangir bundinn á bálkestinum spyr hann klerkinn: „Farið þið allir til himnaríkis?" og vísaði þar til þeirra sem höfðu drepið fólkið hans og rænt af þeim landinu. Klerkur svar- aði: „Að sjálfsögðu, við erum menn guðs". Án þess að hugsa sig lengi um segir Hatuey eitthvað á þessa leið: „Já heyrðu, sendu mig þá frek- ar bara til helvítis" - og ég tek und- ir. ErpurÞ. Eyvindarson Spurning dagsins Myndir þú kjósa Árna aftur? Ég getekki svaraðþessu „Ég hefaldrei kosið í Suð- urlandskjördæmi og það stendur ekki til." Stefán Baldursson, þjóð- leikhússtjóri Fyrir þoö fyrsta hefég f' 11: aldrei kosið Árna, en byði m*\ ' hann sig fram fyrir Framsókn kæmi slíkt al- veg til greina. Almennt talað fmnst mér ekk- Wmrk, ert í hans sögu vera þannig að hann ætti ekki að geta hafið stjórnmáiaafskipti að nýju." Sr. Baldur Kristjánsson, sóknarprestur. "Því ekki það. Svo fremi að Árni hafi bætt ráð sitt og lært afmistökum sínum kæmi slíkt fullkom- lega tilgreina mætti ég kjósa I Suðurkjör- dæmi. Vestan afSnæfellsnesi veit ég að menn hafa dáðst að dugnaði og atorku Árna - og fyrir kappsama menn er hvar- vetna þörfhaldi þeir sig innan ramma laga samfélagsins." Jóhannes Sigurjónsson, biaðamaður "Mér finnst varla vera hægt að svara þessu með jái eða nei. Við verðum að horfa til þeirra aðstæðna sem uppi eru hverju sinni, en að sjálfsögðu styð ég minn mann í blíðu jafnt sem stríðu." Sigurður Karlsson, verktaki á Selfossi. "Nei, það eru alveg skýrar línurog ég myndi ekki kjósa hann. Mér hreinlega líkar ekki við þennan mann." Páll Óskar Hjáimtýsson, söngvari. Prýðisgóðar pizzur Lesendur Elínhringdi: Ég var sársvöng á ferð í borginni um daginn og ranglaði þá inn á Pizza Hut við Suður- landsbraut. Fékk þar kviðfylli og vel það. Þurfti ekki að borða neitt fyrr en næsta dag. Það sem uppúr stendur er þó hversu sérlega bragðgóðar pitsurnar voru. Að vísu er þetta dýr veitingastaður, en verðmunurinn er hinsvegar hverrar krónu virði. Strákarnir á spjallvefjunum Kristrún Jónsdóttir skrifar: Fyrir nokkrum vikum komu af því fréttir að stúlku hefði verið nauðgað af pilti sem hún kynntist á spjallsíðum vefsins. Tóninn í frétt- inni var sá að stórlega varasamt væri fyrir stúlkur að leggja lag sitt við pilta sem væru í leit að félags- skap á netslóðum. Sjálf fer ég oft inn á spjallvefina og hef þar kynnst mörgum dáðadrengjum. í manns- ins eðli býr að við þurfum félags- skap annars fólks. Öll erum við kynverur og þurfum að sinna kalli hvata okkar. Og hver er þá eðlis- munurinn á að finna sér förunauta á Netinu eða á skemmtistöðum, þar sem fólk er gjarnan illa drukkið og fólk sér varla handa sinna skil í reykjarkófinu. Kosturinn við Netið er sá að þar getur fólk fyrst spjallað nafnlaust saman til að byrja með og kannað hvort samhljómur finnst.. Því bið ég fólk lengstra orða um að fara varlega við að fella dóma um að fólk stofni til kynna fyrir til- stilli Netsins. Reynsla mín er góð. Gefum föngum tækifæri Halldór Gunnarsson skrifar: Þegar refsifangi hefur lokið af- plánunarvist í fangelsi hefur hann greitt sanifélaginu til fullnustu þá skuld sem hann stofnaði til. Óheið- arlegt er að núa mönnum um nasir eða láta þá gjalda þess að hafa lent á villigötum með þeim afleiðingum að þeir hafi lent undir manna höndum. Samt sem áður eru for- dómarnir gagnvart þessum mönn- um ótrúlega miklir. Engum ofsög- um er um það sagt að þeim mæti samfélag úr grjóti. Til þess að ná fram sjálfsögðum réttindum, fá vinnu, öðlast virðingu fólks og svo framvegis - þurfi þeir með berum höndum að berja á grjótinu. Árni Johnsen er laus frá Kvía- bryggju. Þegar hann fór í bæinn á sunnudag þurfti alls fimm vörubíla til að flytja á brott listaverkin fal- legu sem hann hefur mótað og meitlað úr fjörugrjótinu. Ljóst er af þeim að Árni er ekki aðeins atorku- maður heldur hefur hann einnig listræna taug. Veröldin er sjaldnast eins og við viljum hana. En öll get- um við hinvegar kostað kapps að bæta hana - og lagt hvert og eitt of- urlítinn skerf þar af mörkum. Til dæmis með því að gefa ógæfu- mönnum sem hafa misstigið sig tækifæri til að komast aftur á beinu brautina. Slíkt er beinlínis skylda okkar. Árni Johnsen er laus af Kvíabryggju. Hann stefnir hraðbyri inn í sam- félagið á ný. „Mín sérstöku leyndarmdl voru fdtœkt, móðurleysi og geðveiki. Þrjú bannorð „Dásamlega manneskjuleg." Sigmundur Ernir Rúnarsson MORQUNBLAÐIÐ „Eftirminnilegt listaverk." Sofffa Auöur Birgisdóttir KISTAN.IS „Yndisleg bók." Siguröur G. Tómasson ÚTVARPSAGA „Frábær, mjög fyndin." Gisli Marteinn í þætti sfnum „Fágæt lesning. Þórbergur samtímans. FRÉTTABLAÐIÐ „Frábær, hlýleg, manneskjuleg og skemmtileg." Bubbi Morthens / STÖÐ 2 „Meiriháttar bók sem óhætt er að mæla með." Guöríöur Haraldsdóttir / VIKAN prentun komin METSOLULISTI MOKGUNBLADID XTÍiðgnr i. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.