Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Blaðsíða 3
DV Fréttir MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 3 Trúverðugleiki og vinsældir Spurning dagsins Ætlar þú að lesa bók Hannesar um Halldór Laxness? Kjallari Lygilega oft er þessi staðhæfing hér endurtekin: Sá fjölmiðill gengur best og nær mestri útbreiðslu, áhorfl eða áheyrn, sem trúverð- ugastur er. Flytur áreiðanlegustu fféttirnar. Ef notendur treysta hon- um ekki þá munu þeir snúa sér ann- að. Þetta hljómar vel, en þetta er því miður bull. Selst gott blað vel? Ef menn skoða slíka staðhæfingu ögn betur þá merkir hún það til dæmis, að mest sé keypt það blað sem best vandar sinn fréttaflutning og mál- flutn- ing all- an. Engum dettur í hug að halda slíku fram nema sjálfumglöðum fjölmiðlamönnum á Islandi og stjórnmálamönnum sem vilja halda friðinn við þá og smjaðra fyrir elsku andskotans kjósendunum um leið. Því sá sem efast um að velgengni á fjölmiðlamarkaði og gæði fari sam- an, hann fær strax orð í eyra fyrir að gera sig svo breiðan að halda að „hinn almenni maður“ sé asni. Það skiptir reyndar litlu hvort menn telja almenning heimskan eða ljóngáfaðan - hitt er víst að þjóð- arsálirnar bless- aðar hafa á mörgu fyrr áhuga en vandaðri frétta- mennsku og fréttaskýring- um á háu plani. Allir sem nenna vita það að á svo til hverju byggðu bóli njóta mestrar lesenda slúðurblöð sem flytja einkum hæp- in tíðindi eða login um ástamál og eyðslufyll- erí frægra einstakl- inga eða um fundna skrifar um fjölmiðla Árni Bergmann Ríkisstjórnin Skortir kristilegt hugarþel á aðventunni, Hvað með ellefta boðorðið Þórir Bjamason skrifar: Þegar Móses kom niður af fjallinu forðum hafði hann mannkyninu boðskap að færa. Þau voru kjarnyrt og skýr og tíu talsins. Gætu komist fyrir á hálfu A4 blaði. En engu að síð- ur hafa boðorðin tíu um aldirnar verið leið- Lesendur slóða. Kannski er sumt í þessum boðorð- um þess eðlis að það samræmist illa samfélaginu eins og það er í dag. En kjarni þessara orða stendur fyrir sínu. í eftirminnilegri bók sem kom út fyrir rúmum tuttugu árum rakti Jón Helgason ritstjóri æviferil Páls Jóns- sonar vegagerðarmanns sem fædd- ur var í Mosfellsdalnum, en bar loks beinin norður í Blöndudal á fyrstu áratuguin síðustu aldar. Páll lifði fá- breyttu lífi og alla tíð hafði hann öðru fremur að leiðarljósi að standa við sitt. Fyrir honum var ellefta boð- orðið, að orð skyldu standa, síst létt- vægari en hin tíu sem Móses gerði okkur að fylgja. En nú ber ríkisstjórnin því við að hún geti ekki staðið við samkomulag sitt við öryrkja. I huga ráðherra skiptir ekki nokkru máli þó þeirra eigin orð standist ekki. Ríkisstjórn- ina skortir kristilegan kærleik í störfum sín og gaman væri ef kærleikur einkenndi stjórnmálin nú á aðventunni. En það er nú víst öðru nær. Heilbrigðisráðherran Villstanda við gerða samninga Fangi vondra manna Bjöm Guðmundsson skrifar: Ríkisstjórnin ætlar að heykjast á því að standa við það samkomulag sem hún gerði við okkur öryrkja um hækkun bótagreiðslna. Ber við að ekki séu til nægir peningar - og að standa eigi við samkomulagið í áföngum. Slíkur málflutningur er nú ekki stórmannlegur og ber öll merki þess að hann sé runnin undan rifj- um Sjálfstæðisflokksins. Þannig virðast íhaldsmenn kosta kapps í hverju málinu á fætur öðru að veikja stöðu Framsóknar og eru þar óvand- ir að meðölum. Sjálfur hef ég enga trú á öðru en því að Jón Kristjánsson vilji standa við samninga. En hánn er fangi manna, sem hafa hrifsað af honum völdin og telja að slfkt komi ekki að sök þar sem hann eigi að fara úr ráð- herrastól næsta haust. Ef það reynist rétt er slíkt miður, því betri heil- brigðisráðherra og velviljaðri en Jón höfum við ekki átt. og ófundna morðingja. Vandaðri blöð haltra langt á eftir þeim í út- breiðslu og arðsemi. Og munur á þeim, þ.e.a.s. alvörublöðunum, er oft giska fróðlegur. Fréttamagasín danska stórblaðsins Berlingske Tidende valdi nýfega Information sem trúverðugasta blað Danmerk- ur. Information er um leið minnsta blaðið - það kemur út í 20 þúsund eintökum eða í sextíu sinnum minna upplagi en Politiken, Berl- ingur og Jótlandspósturinn. Undarleg sérstaða. Auk þess skulu menn muna að þegar slúðurmiðlum sleppir eru svo til allar fréttir í fjölmiðlum „sannar" í þeim skilningi að atburðirnir gerð- ust, orðin voru sögð (þótt eitthvað sé kvartað um að ekki sé rétt haft eftir. Áreiðanleikinn góði er tengdur öðru: hvort lesendur og áheyrendur telja sig geta treyst því að verið sé að segja frá því sem máli skiptir og setja það í sæmilega vitlegt samhengi. Og van- traust á fjölmiðil er þá oftar en ekki tengt því hvað mönnum fínnst að vanti í hann, hverju hann þegir yfir - eða því þá hvað það er sem hann blæs upp úr öllu valdi. Allt eru þetta sjálfsagðir hlutir, vissulega. En samt verður að minna á þá öðru hvoru. Bæði vegna for- múlunnar fegruðu sem fyrst var nefnd og svo vegna þess að íslensk- ur fjölmiðlaheimur er svo undarleg- ur. Útbreiðsla dagblaða fer þar alls ekki eftir áhuga lesanda: við búum við mesta stórblað í heimi, Frétta- blaðið, og það er líka eina stórblað heimsins sem er gjörsamlega óháð lesendum sfnum. Útbreiðsla ann- arra blaða hefur heldur ekki farið eftir vandaðri eða óvandaðri blaða- mennsku - því íslensk blöð eru og voru (líka þegar dagblöð voru póli- tísk) öll undarlegur hræringur af hvoru tveggja. Þessa mánuði er okk- ar fjölmiðlaheimur í uppstokkun eins og allir vita og best að játa eins og er: við höfum ekki hugmynd um það hvort við eigum á góðu eða illu von. DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Auðvitað “Heldur betur. Ég býst við góðri bók og læsilegri, með áherslu á óvæntar mannlegar hliðar. Ég las bókina um Jón Þorláksson og þótti hún lafa í að vera ágæt - en sagan um Benjamín var stór- góð. Svo karlinum Hannesi er heldurað fara fram með aldrin- um." Össur Skarphéðinson, formaður Samfylkingar. “Já, það ætla ég að gera. Fyr- ir fram hefég vissa fordóma gagnvart bók- inni, en ætla að laumast til að lesa bókina og segja eng- um frá þvi." Hildur Hermóðsdóttir, bókaútgefandi. "Fyrr en seinna ætla ég að gera það. Mér hefur fundist þessi deila um bréfin á Lands- bókasafninu. frekar leiðin- leg. Hinsvegar verður að meta bókina út frá þvi að Hannes hefur áður skrifað ævisögur sem mér þykja vandaðar. Ég treysti þvi að þessi ævi- saga hljóti því einnig að vera vönduð." Gunnar Stefánsson, útvarpsmaður. "Já, svo sann- arlega - og ég myndi kaupa bókina strax í dag efég væri á landinu. Ég vona að þetta sé góð úttekt á lífi skáldsins; Hannes er pró- fessor við Há- skóla Islands og vísindamaður og hlýt- ur því að nálgast viðfangsefni sitt af hlutlægni." "Ha, er hann að gefa út bók? Það hefur alveg farið fram hjá mér." Birna Þórðardóttir. Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa. NÝ SKALDSAGA EFTIR VÍGDISI GRÍMSDÓTTUR Sannkölluð spennusaga Með þessum upphafsorðum bókarinnar er spennandi atburðarás hrint af stað, þar sem enginn veit hver kann að leynast í dulargervi og tefla lifi förunauta sinna í tvísýnu. „Sannkölluð spennusaga." Soffía Auöur Birgisdóttir / MORGUNBLAÐIÐ „Lesandi er ofurseldur valdi mikillarsagnakonu... náttúrulega fremst sagnaskálda afsinni kynslóð og þó víðar væri farið í skálda- hópi á íslandi." Páll Baldvin Baldvinsson STÖÐ2 „Ungum manni skolaði á land um nótt í nóvember. Það bar enginn kennsl á beinin svona fyrst í stað og það sváfu allir fuglar." Vigdís Grímsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.