Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Page 19
DV Fókus MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 19 0 Leikkonunni Nicole Kid- man fannst það mikill heið- ur að fá að leika þernu í nýjustu mynd sinni, The Human Stain, þar sem hún leikur á móti Anthony Hop- kins. I myndinni þrífur hún m.a. klósett sem hún segir frábært og minni hana á þann tíma þeg- ar hún sem ung stúlka vann við þá iðju. „Þetta er akkúrat hlutverk sem ég vildi leika," sagði leikkonan í viðtali við ComingSoon.net. „Það var mér mikill heiður að fá að leika þetta hlutverk þar sem ég vann sem herberg- isþerna á árum áður í Sydney." • Söngkonan Brimey Spe- ars hefur oft á tíðum leitað til Madonnu til að fá ráð- leggingar um poppstjörnu- feril sinn. „Ég lít á hana sem litlu systur mína. Hún biður mig oft um ráðlegg- ingar og reyni ég að hjálpa henni eins og ég get,“ sagði Madonna í spjallþætti Jay Leno. „Ég reyni að leiða hana inn á rétta braut og kem henni í skilning um að hún getur ekki tekið mark á öllu sem hún heyr- ir. Ég skil vel allt sem hún er að ganga í gegnum og hjálpa henni af eigin reynslu," sagði söng- og leikkonan að lokum. En til gamans má geta þess að þær „systur“ fóru í sleik á MTV-tónlistarverðlauna- hátíðinni núna nýverið, því reltir maður því fyrir sér hvernig er í fjölskylduboð- um hjá Madonnu..... • Kynlífsmynd með Strandvarðagellunni Genu Lee Nolin gengur nú um á Netinu. Ljósk- an Gena fækk- ar fötum í myndbandinu fyrir Greg Fahlman og fullnægir hon- um kynferðislega. Mynd- bandið var tekið upp af þeim tveimur á tíunda ára- tugnum. Myndbandsfram- leiðandinn Greg og Gena Lee skildu árið 2001. Hann hafði þetta að segja: „Ef ég gerði einhvern tímann myndband myndi ég aldrei selja það". Hin 32 ára Gena hefur ekki enn tjáð sig um málið. Þessar fréttir minna óneitanlega á frægt mynd- band Pamelu Anderson og Tommy Lee og verður for- vitnilegt að sjá hvort þetta myndband nær viðlíka út- breiðslu. • Meira en sex milljónir manna horfðu á sjónvarps- þáttinn Top Of The Pops í Bretlandi á föstudags- kvöldið. Þátt- urinn hafði verið í pásu um nokkurt skeið vegna dalandi áhorfs en var nú hleypt aftur af stokkunum með þessum líka hvelli. Það voru Kylie Minogue og Will Young sem voru aðal- númerin í þættinum þetta kvöld en einnig mátti sjá Elton John, Robbie Willi- ams, Victoriu Beckham og The Darkness. Myndasöguhöfundurinn Neil Gaiman er einn sá virtasti á sínu sviði. Hann er talinn sá fyrsti sem sameinar heim teiknimyndasagna og fagurbókmennta og sækir að auki innblástur til íslands. Gaiman er ef til vill fyrsti höfundurinn til að sameina heim teiknimyndasagna og fagurbók- mennta á sannfærandi hátt, og teiknuðu bæk- urnar um Sandman, sem komu fyrst út árið 1989 hafa höfðað jafnt til bókmenntafræðinga og fag- urkera sem og unglinga. Jarðvegurinn hafði þó verið undirbúinn, því árið 1986 hafði maður að nafni Frank Miller skrifað sögurnar The Dark Knight Returns, sem fjalla um tiivistarkreppu Batmans á efri árum. Spurningum um siðferði manns sem starfar utan laganna er velt upp, og sögurnar þóttu myrkari og fullorðinslegri en áður þekktist í myndasöguheimum. Sama ár komu út sögurnar Watchmen eftir Alan Moore, sem einnig gáfu aðra sýn á hina hefðbundnu hetjuímynd, og þegar fyrsta Sandman-sagan birtist voru teiknimyndasögur því í þann mund að verða viðurkenndar sem lesefni íyrir full- orðna. Reynt að handsama dauðann Sögumar segja frá hóp galdramanna sem reyna að handsama Dauðann sjálfan, en í stað þess klófesta þeir bróður hans, Draum. Draumur er fangi þeirra mestalla 20. öldina, en sleppur svo og þarf að takast á við þær breytingar sem hafa orðið í ijarveru hans. Sögurnar urðu geysi- vinsælar og seldust í milljón eintökum á ári, ásamt því að verða fyrsta myndasagan sem vann til bókmenntaverðlauna. Eftir sjö ára sigurgöngu urðu lesendur blaðana fyrir miklu áfalli þegar tilkynnt var í 75. tölublaði að serían væri hætt að koma út, þrátt fyrir stöðugar vinsældir. Neil Gaiman var þó hvergi nærri horfinn. Hann hélt áfram að gefa út margvíslegar mynda- sögur og gaf líka út sína fyrstu barnabók, The Day I Swapped my Dad for Two Goldflsh. Eitt stærsta verkefni hans Var BBC þáttaröðin Neverwhere, sem kom út árið 1996, og varð að bók ári síðar. Eftir að hafa átt stóran þátt í að gera myndasögur að virtu listformi var Gaiman nú farinn að undir- búa jarðveginn fyrir að brjóta sér leið inn í skáld- sagnaheiminn. Arið 1997 kviknaði hugmynd að annarri bók, en þó gekk erfiðiega fyrir hann að koma henni niður á blað. Lausnin finnst á íslandi Það var ekki fyrr en að hann kom til Islands ári síðar sem hann loks náði áttum. Á heimasíðu sinni segir hann svo frá: „í júlí 1998 hafði ég farið til Islands, á leiðinni til Noregs og Finnlands. Kannski var það vegalengdin frá Bandaríkjunum, eða kannski var það svefnleysið sem tilheyrði ferðalagi til lands miðnætursólarinnar, en skyndi- lega, einhvers staðar í Reykjavík komst bókin í fókus...ég skrifaði útgefanda mínum og stakk upp Kannski var það vegalengdin frá Bandaríkjunum, eða kannski varþað svefnleysið sem tilheyrði ferðalagi til lands miðnætursólarinnar, en skyndilega, einhvers stað- ar í Reykjavík komst bókin í fókus..." á að American Gods yrði vinnuheitið." Bókin American Gods kom svo út árið 2001. Hún fór á toppinn á New York Times metsölulist- anum, og vann til fjölda verðlauna. Teiknimynda- söguhöfundinum hafði tekist að vinna virðingu bókmenntaheimsins. Norræn goðafræði kemur við sögu, en bókin fjallar um Shadow sem nýkom- inn er úr fangelsi aðeins til að komast að því að kona hans og besti vinur fórust saman í bflslysi, hún með lim hans í munninum á dánarstundu. Shadow hefur nú ekkert til að lifa fyrir lengur, en dularfullur maður að nafni Wednesday býður honum vinnu. Miðvikudagur er kenndur við Óð- inn á öflum germönskum málum nema íslensku, og það kemur á daginn að þetta er enginn annar en æðsta goðið sjálft sem þarna er á ferð. Guðirnir drekka Jack Daniels Óðinn er reyndar ekki eina goðsagnapersónan sem er mætt til leiks, því að í fyrstu köflum bókar- innar nrætir Skuggi einnig írskum búálfi, sem er ölvaður og ofbeidisfullur eins og þeirra er siður, og rússneska vetrarguðinum Czernobog, sem hann þarf að tefla við upp á líf og dauða. Bókin er byggð á vangaveltum um hvað verður um þjóð- sögur þegar þær flytjast á milli landa, og að hvaða leyti þær verða fyrir áhrifum frá nýja landinu. Goð Gaimans eru orðin heldur ameríkaníseruð, til dæmis drekkur Óðinn Jack Daníels frekar en mjöð 2. Sandman, drottinn drauma í samnefndum sögum. 3. Kápan af bókinni Coraline, sem nú er verið að þýða á íslensku. og búálfurinn drekkur Southern Comfort og kók frekar en Guinness. Ein ástæðan þess að þetta sögusvið höfðaði til Gaimans'er ef til vill sú að hann er Breti búsettur í Bandaríkjunum, og hefur vafalaust orðið fyrir talsverðum áhrifum af búsetu sinni þar. Gaiman er væntanlegur aftur til íslands og ætl- unin er að hann haldi fyrirlestur fyrir landsmenn, en Mál og menning er nú að þýða barnabók hans Coraline yfir á íslensku og mun hún koma út á næsta ári. Gaiman aðdáendur þurfa þó ekki að sitja auðum höndum þangað til, því í ár hafa þrjú ný verk litið dagsins ljós. Ásamt hinni áðurnefndu Endless Nights hefur komið út ný barnabók, The Wolves in the Walls og einnig ný Gaiman teikni- myndaserfa sem nefnist 1602, og gerist á tímum Elísabetar Englandsdrottningar. Verður hún gefin út í átta hlutum, og eru fyrstu fjórir þegar komnir út. Reynt var að ná tali við Gaiman, en okkur var tjáð að hann væri upptekinn við skriftir, og myndi ekki veita nein viðtöl það sem eftir væri árs. Verð- ur því spennandi að sjá hvað lifnar við á lykla- borði meistarans næst. vaiur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.