Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Blaðsíða 13
DV Fréttir MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 13 Formenn aðildarfélaga Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur gefa út yfirlýsingu vegna starfsloka Ásgerðar Jónu Flosadóttur. Segja hana hafa varið fé til bókarskrifa sem hefði frekar átt að verja til skjólstæðinga. Gagnrýna margt í formannsstarfi hennar. Færeyinqar sektaðir Færeyskar útgerðir hafa verið dæmdar til að greiða 6,5 milljónir danskra króna í sektir fyrir ólöglegar fiskveiðar. Dómstóll Fær- eyja úrskurðaði í máli þriggja útgerða, og skip- stjóra þriggja skipa fyrir helgi, en skipin þrjú veiddu meira en þeim var heimilað af makríl í ftskveiðilögsögu Evrópusambandsins árið 2000. Þorskhausar slá í gegn Þurrkaðir íslenskir þorskhausar njóta vaxandi vinsælda í Nígeríu og flytja íslendingar 15 þúsund tonn af hausunum til landsins. Miklar kröfur eru gerðar til þorskhaus- anna í Nígeríu og sækjast lands- menn eftir haus- um sem merktir eru traustvekj- andi framleiðendum, enda er varan dýr, að því er kem- ur fram í Fiskifréttum. Hér á landi seljast hausarnir á 100 til 250 krónur kílóið en Nígeríumenn, sem eru þekktir fyrir annað en óþarfy eyðslu, borga þre- faldaþá upphæð. Ekki selja símakerfið Lárus G. Valdimarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar á ísafirði, segist fremur hafa áhyggjur af skorti á upp- byggingu dreifikerfis Land- símans í dreifbýli heldur en því hvort samgönguráð- herra eða fjármálaráðherra fari með hlutabréf ríkisins í fyrirtækinu. Lárus lét bóka á bæjarráðsfundi að í fyrir- liggjandi tillögu að orkulög- um sé sérstök áhersla á að- skilnað dreifikerfis raforku frá öðrum þáttum rekstrar orkufyrirtækja. Einar Oddur Kristjánsson vill hvers manns vanda leysa Einar Oddur er alþýðumaður úr Öndunarfirði - og hefur bæði í stjórnmálavafstri sínu og öðru alltafbyggt á upp- runa sínum. Vill hvers manns vanda leysa, ekki síst umbjóð- enda sinna fyrir vestan. Bráð- skemmtilegur ígóðra vina hópi og oft hnyttinn í sam- ræðum manna á milli. Kostir & Gallar Einari Oddi erstundum fundið til lasts að hann sé laus í rásinni og vanti helst til meiri staðfestu, ekki síst í sitt per- sónulega líf. Hann þykir einnig á stundum setja minni hags- muni í forgang fyrir meiri, þó flestir fyrirgefi þingmanninum siíkt sakir hjartagæsku hans IjÉF GJaftds Saha farmann um ein- ræðislilbnrði on bruöl Það var nauðsynlegt að skipta um formann í Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur þegar í stað þeg- ar formenn aðildarfélaga nefndarinnar höfðu farið yfir ýmis mál sem tengdust störfum nefnd- arinnar. Formenn átta aðildarfélaga Mæðra- styrksnefndar skrifuðu grein í Morgunblaðið í gær þar sem þær útlista ástæður þess að nauð- synlegt hafi verið að losa sig við Asgerði úr for- mannsstólnum. Konurnar átta telja að það sem Ásgerður haft sagt í fjölmiðlum um starfslokin sé ekki alls kostar satt. Ástæðurnar sem konurnar gefa eru meðal annars skortur á lýðræði og einræðistilburðir og að lögum haft verið breytt með óeðlilegum hætti til að formaður gæti haft alræðisvald um skipan nefndarinnar. Þá haft Ásgerður greitt sér laun og látið Mæðrastyrksnefnd útvega sér GSM síma sem símreikningar hafi verið greiddir af. Þær telja ákvörðun Ásgerðar um að verja fjórum milljónum króna til skrifa á sögu Mæðrastyrks- nefndar ámælisverða og að féð hefði frekar átt að renna til skjólstæðinga nefndarinnar. Formenn aðildarfélaganna segja enn fremur að það sé alrangt sem Ásgerður haldi fram að Mæðrastyrksnefnd haft ætlað að hætta að taka við fötum heldur hafi átt að breyta fyrirkomulag- inu. Eins að það sé ekki alveg rétt sem Ásgerður hafi sagt um að Mæðrastyrksnefnd eigi nógan pening eða að hún hafi ekki haft prókúru á reikn- ing samtakanna. Alvarlegast telja formenn aðild- Þá hafi Ásgerður greittsér laun og látið Mæðrastyrks- nefnd útvega sér GSM sima sem símreikningar hafi verið greiddir af arfélaganna að Ásgerður skyldi hafa skuldbund- ið nefndina í fjársöfnun vegna disksins Breyttra tíma þar sem hún hafi einnig tryggt að hennar óstofnaða félag, Fjölskylduhjálp Islands myndi fá hluta ágóða af sölu disksins. Hlýnandi veðurfar fækkar bílslysum Betra veður lækkar tryggingar Hlýnandi veðurfar leiddi til þess að Orkuveitan hækkaði verð á heitu vatni eins og frægt er orðið. Þessu er þveröfugt farið hjá tryggingafélög- unum. Þau hafa öll tilkynnt lækkun á bílatryggingum frá næstu áramót- um. Sjóvá Almennar lækka um 10%, Tryggingamiðstöðin um 5-9% og VÍS um 8-10%. Öll segja þau þetta gert vegna þess að tjónúm hefur fækkað. „Dregið hefur úr tjónum annars vegar vegna öflugs for- vamarstarfs og svo hins vegar vegna betra veðurfars undanfarin misseri, fyrst og fremst á veturna", segir Ein- ar Sveinsson, forstjóri Sjóvár Al- mennra. „Þó fyrr hefði verið", segir Run- ólfur Ólafsson, formaður Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda. Hann segir rétt að tjónum hafi fækkað, en neyt- endur hafi samt sem áður átt þessa lækkun inni nokkuð lengi. „Það er greinilega að skila sér inn á markað- inn að íslandstrygging, sem við höf- um verið í samstarfi við, býður mun lægri tryggingar og hefur verið að bæta við sig viðskiptavinum. Svo það er ekki síður samkeppnin en veðurfarið sem hefur áhrif. Þessum fyrirtækjum veitir ekki af smá að- haldi". Einar Sveinsson vísar því á bug að neikvæð umræða um trygginga- Árekstur í Reykjavík. Betra veður fækkar árekstrum en formaður FlB segir að það sé ekki siður samkeppnin en veðurfarið sem hefuráhrif. félögin hafi haft áhrif. „Við erum einfaldlega að standa við það sem við höfum sagt, að þegar afkoman batnar lækkum við iðgjöldin‘‘.Lækk- unin er mismikil eftir flokkum og tryggingafélögum, en sem dæmi lækkar iðgjald fyrir meðalstóran fjöl- skyldubíl um tæplega 6500 krónur á ári. Hvert veðurmetið á fætur öðru hefur verið slegið undanfarin miss- eri. Páll Bergþórsson, fyrrum veður- stofustjóri, segir að þó síðustu ár hafi verið óvenju hlý sé ekki þar með sagt að svo verði áfram. Það gæti far- ið að kólna eitthvað næstu ár þar sem hitinn í norðurhöfum sé farinn að lækka aftur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.