Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER2003 Fókus TfV Magadans- arasamfélag á íslandi „Það þurfti að skapa maga- dansarasamfélag á íslandi," seg- ir Elísabet Grétarsdóttir, en hún og um það bil 30 aðrar konur æfa magadans tvisvar í viku í Kramhúsinu. Á laugardaginn héldu þær konukvöld á veit- ingastaðnum Chefs við Grensás, þar sem boðið var upp á arab- ískan mat, arabískir skartgripir sýndir og konur gátu látið skreyta sig með Hennaflúri. Ilá- Birgitta Aðeins 13 óro gömul en hefur strax náð tolsverðri færni í magodonsin- um. María Tamini Hálf-palestinsk og ólst upp í Polestínu, en hún hefur stundað magadans frá unga aldri. punktur kvöldsins voru þó magadansar, þar sem sjö maga- dansarar sýndu listir sfnar, og var sérstakur gestur hin danska Anne Barner, sem er tvöfaldur Danmerkurmeistari í greininni. „Þetta er mjög fjölþjóðlegur hópur," segir Elísabet, en með- limir eru frá Tyrklandi, Palest- fnu og Marokkó, jafnt sem ís- landi. Félagsskapurinn heitir Raks Sharky, sem þýðir maga- dans á arabísku. Þær halda kvennakvöld á 3-4 mánaða fresti, en einstaka sinnum er karlmönnum boðið með. Þær hafa einnig tekið að sér að skemmta í veislum, en þeim sem langar til að leggja stund á magadans er bent á að hafa samband við Kramhúsið. Ómar Ragnarsson með nýja geisladiska: honum vel upp í því hlutverki - og var góður róm- ur að gerður. sigbogi@dv.is Hlutirnir gengu ekki sem skyldi þegar frum- sýna átti í Austurbæ sl. fimmtudagskvöld efni af nýjum mynd- og hljómdiskum sem hafa að geyma úrval mynda, laga og ljóða eftir Ómar Þ. Ragnarsson fréttamann. Salurinn var orðinn þétt- skipaður og eftirvænting í lofti þegar útgefandinn Óttar Felix Hauksson sagði að vegna tækniörðug- leika væri ekki hægt að bregða myndunum góðu á skjáinn. Gestum var boðið að hlýða á tónlistina og dagskrá án mynda, og að nota aðgöngumiða sína aftur á myndasýningu kvöldið eftir. Einnig var þeim boðið að fá mynddisk fyrir miðann ef ekki væri heimangengt á aukasýninguna. Hlutlæg saga og eigin upplifun Gestir gerðu engar athugasemdir við það og næstu klukkustundir var í Austurbæ flutt bráð- skemmtileg dagskrá þar sem leikin voru af nýút- komnum geisladisk lög með textum Ómars sem hann helgar landi og þjóð. Á milli laga fór hann með gamanmál og fróðleik; sagði frá landinu sem hann hefur með myndum sínum og fféttum gefið okkur svo sterka hlutdeild í. Lög þessi voru langflest flutt í sjónvarpsþáttum Ómars á árunum 1996 til 2000; fljótlega eftir að hann snéri aftur til Sjónvarpsins eftir nokkurra ára vist á Stöð 2. í þessum þáttum sagði hann meðal ann- ars frá sínum uppáhaldsstöðum á landinu; sagði hlutlæga sögu þeirra og blandaði sam- an eigin upplifun. Rétt eins og hann gerði í Austurbæ á fimmtudag. Næsta kvöld var svo fólki aftur hóað saman í samkomuhúsinu góða við Snorrabraut og þá gekk sýningin snurðulaust fyrir sig. Meö tilþrifum Á sviðimi í Auslurbæ stíng Ónwr fyrir fullnn sal af fóllii og sýndi mikil tilþrif eins ocj lionum einuin et lacjid. Meö geisla- diskinn Á diskunum góðu eru alls lög iim land og þjóO oij eru tíll Ijóðin iKdll tvoeftir Ömcn. Ljóðin eftir Ómar Ómar lands og þjóðar er yfirskrift þessara diska sem eru þrír og gefnir út í samvinnu Rík- isútvarpsins og Sonet-útgáfunnar. Lögin eru alls 44 og eru ljóðin öll nema tvö eftir Ómar. Flytjendur þeirra eru flestir af þekktustu söngvurum landsins. _ Þeirra á meðal er Ómar sjáifur - sem með eftirminnilegum hætti söng fýrir gesti í Austur- bæ lagið Svona er á síld, sem hann söng upphaf- fega inn á plötu árið 1964. í Austurbæ tók hann 11p lagið með Helgu Möller sem söng bakraddir en taktfast lófaklapp - sem eins konar trommuleik - annaðist Geir H. Haade fjármálaráðherra. Tókst Stjörnurnar flykktust til Höfðaborgar á laugardagskvöldið til að koma fram á alnæmis-styrktartónleikum sem Nelson Mandela var í forsvari fyrir. Meira en 30 þúsund gestir fylltu leikvanginn sem tónleikarnir voru haldnir á. Mandela-hjónin Nelson Mandela og eiginkona hans, Graca Machel, veifa til mannfjöldans á 46664 alnæmis-styrktartónleikunum í Höfðaborg á laugar- dagskvöldið. 46664 er fanganúmerið sem Mandela bar á langri fangelsisvist sinni á Robben-eyju. Gamall og góður Brian May, gítar- leikari hinnar sálugu sveitar Queen, er enn að þrátt fyrir að hann teljist nú ekkert unglamb lengur. Árnegju- legt að hann skuli enn halda siðu og villtu hárinu. U2-liðar Bono og The Edge, liðsmenn U2, voru að sjálfsögðu mættir og tóku lagið. Bono hefur sem kunnugt er verið ötull bar- áttumaður fyrir mörgum mannúðarmálum, sérstaklega er varða þriðja heiminn. Beyonce Hin unga söngkona Beyonce Knowles fór mikinn á sviðinu og vakti óneitanlega athygli viðstaddra. DV-myndir: sigbogi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.