Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Síða 4
4 MÁNUDAGUR I. DESEMBER2003 Fréttir DV Barlómur bænda Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfé- lagsins, segir bændur fyrir austan sýna á sér barlóm í kxöfum sínum um að álfta- veiðar verði leyfðar. „Það er út í hött að spá í að veiða álftir. Menn geta bara sett upp fuglahræður. í mjög mörgum tilfellum þar sem menn barma sér undan náttúrulegum óvini eru menn ekki að sjá um túnin sín. Þetta grær allt upp og sprettur jafnvel betur.,“ segir hann. Hann segir fá- ránlegt af Siv Friðleifsdótt- ur umhverfisráðherra að „hlaupa á eftir" hinum hefðbundna íslenska bar- lómi. „Enginn er búmaður nema hann barmi sér, eins og sagt er,“ segir hann. 22 framseldir Stjórnvöld í Sýrlandi af- hentu tyrkneskum stjórn- völdum í gærkvöldi 22 aðila sem eru grunaðir um að vera viðriðnir sprengiárás- irnar í Istan- bul þann 20. nóvember. Að sögn Anatolia- fréttaskrifstof- unnar höfðu mennirnir flú- ið Tyrkland skömmu eftir sprenging- arnar íjórar en í þeim létust meira en 60 manns og var árásunum beint að tveimur bænahúsum gyðinga í borginni, breskum banka og breska sendiráðinu en meðal þeirra sem létust var Roger Short, sendiherra Bretlands í Tyrklandi. Á laugardag lögðu tyrk- nesk stjórnvöld fram fyrstu kæruna vegna málsins. Þvag geimfara Eitt klósett er í geimsku- tlum sem notar blástur til að leiða úrganginn í gegn- um kerfið, segir á Vfsinda- vef Háskólans. Úrgangs- vatni er dælt út í geiminn en annað er innsiglað í plastpoka og fjarlægt eftir heimkomu. Þvag geimfar- anna verður að gasi þegar út í geiminn er komið, því þar er lofttæmi eða hverfandi þrýstingur. Hreinlæti er mikilvægt því komið hefur í ljós að vissar bakteríutegundir fjölga sér óvenju hratt í þyngdarleysi. Því er allur úrgangur, óhrein föt og áhöld innsigl- uð í plastpoka og skutlan þrifin hátt og lágt reglulega. Lækna köngu- lóarfælni Breskir vísindamenn hafa fundið lyf sem læknar menn af köngulóarfælni sem talið er að allt að fjórð- ungur manna þjáist af. Það var fyrir tilviljun sem þetta fælnilyf fannst en þessi lækning felst í hliðaráhrif- um af lyfi sem lengi hefur veirð á markaðnum við berklum. Það tekur aðeins viku að losa hræðsluna við köngulærnar. Þrítugur hnefaleikari frá Reykjavík fékk blæðingu inn á heila eftir að hann var rotaður á fyrsta hnefaleikamótinu í Vestmannaeyjum. Forsvarsmenn hnefaleika- íþróttarinnar segja slysið afar óheppilegt, en að slys verði í öllum íþróttum. Talið er að öllum reglum hafi verið fylgt. HILL* Bardagi í Vestmannaeyjum Gunnar Halldórsson úr Hnefaleikafélagi Reykjavikur nefbrotnaði i Eyjum. Félagi hans fékk blæðingu inn á heila. „Þetta er falskt öryggi. Höfuð og heilaáverkar eru einkenn- andi fyrir þessa íþrótt Ari Ársælsson, þrítugur boxari úr Hnefa- leikafélagi Reykjavíkur, var sendur alvarlega slasaður af boxmóti í Vestmannaeyjum á laug- ardagskvöldið. Ari fékk blæðingu inn á heila eft- ir að Heiðar Örn Sverrisson frá Grindavík hitti hann rothöggi í fjórðu lotu. Hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og var ástand hans metið ágætt eftir atvikum meðan hann lá undir eftirliti lækna á Landsspítalanum í gær. Ari er reyndur hnefaleikakappi með yfir 50 bar- daga að baki, en þetta var annar bardagi Heið- ars. Um var að ræða fyrsta hnefaleikamótið í Vestmannaeyjum, og það fyrsta utan höfuð- borgarsvæðisins og Reykjanesbæjar. Á annað hundrað manns voru á staðnum og var stemn- ingin að sögn mótshaldara góð. Samkvæmt rannsókn hnefaleikadeildar íþróttasambands Islands var allur búnaður samkvæmt reglum. Ari hafði höfuðhlíf, sem dugði ekki til. „Það er mjög leiðinlegt að þetta skuli koma fyrir. En það verða alltaf slys í íþrótt- um. Þetta er ekki algengt í áhugamannahnefa- leikum, en öll umgjörð var í topplagi. Við leggj- um áherslu á að þetta sé í lagi, þannig að þetta er afar óheppilegt á fyrstu metrum íþróttarinn- ar á íslandi," segir Engilbert Olgeirsson, for- maður hnefaleikanefndarinnar. Katrín Fjeldsted, fæknir og fyrrverandi Al- þingismaður, gagnrýndi frumvarp sem leyfði ólympíska hnefaleika á sínum tíma. Hún segir rannsóknir benda til þess að höfuðhlífar verndi aðeins ytra byrði höfuðsins, en ekki það sem er inni í höfuðkúpunni. „Þetta er falskt öryggi. Höfuð- og heilaáverkar eru einkennandi fyrir þessa íþrótt." Hnefaleikamenn hafa bent á að slysatíðni í ólympískum hnefaleikum sé lægri en í mörgum öðrum íþróttum. Katrín segir það vera vegna þess að í tölfræðinni séu borin saman tilkynnt slys, og hnefaleikamenn veigri sér við að til- kynna áverka. „Það kom í ljós að það var mun hættulegra að vera kfappstýra í liði heldur en að stunda box, en það er fráleitt. Menn tilkynna ekki meiðsl því annars mega þeir ekki keppa í langan tíma á eftir. Það eru líka vísbendingar um að ítrekuð vægari högg á sama haus komi á uppsöfnuðum vanda hjá hnefaleikamönnum. En maður beygir sig undir meirihlutavaldið, þó það hafi rangt fyrir sér,“ segir Katrín. Samkvæmt upplýsingum læknis á Lands- spítalanum var Ari ekki hæfur til viðræðu vegna líðan sinnar í gær. Fyrirhugað er að halda hnefaleikamót á ísa- firði um þar næstu helgi sem verður það fyrsta sinnar tegundar í bænum. Hnefaleikamenn eru nú að kynna íþróttina um landið. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Isafirði, segir hnefaleikamennina velkomna í bæinn. „Ég myndi ekki keppa í þessu, mér dytti það ekki í hug. Það er mjög leitt að heyra af þessu slysi. En þeir sem vilja keppa í þessu eru vel- komnir hingað. Þetta er lögleg íþrótt og þeir sem vilja stunda þetta hljóta að átta sig á áhætt- unni,“ segir Halldór. jontrausti@idv.is Kveikið á perunni og slökkvið Ijósin Svarthöfði rakst á frétt vikunnar í DV á laugardaginn en þar var sagt frá því þegar Jónína Óskarsdóttir, um- hverfis- og sparnaðarpostuli Félags- þjónustunnar í Hafnarfirði, kveikíi á pemnni og slökkti ljósin. Á skrifstof- unni sinni meira að segja. Já, og hún sparaði 200 þúsund kall af rafmagns- reikningi stofnunarinnar. Merkilegast við fréttína er hins veg- ar, fyrir utan sparnaðinn auðvitað, að opinber starfsmaður skuli sýna svo mikið fordæmi og kveikja jafn rækilega á pemnni. Oft er sagt að aðeins séu til tvær tegundir opinberra starfsmanna: Þeir sem em svo latir að það er hættu- legt og þeir sem em svo duglegir að það er enn hættulegra. Jónína Óskars- dóttir sannar að til er þriðja tegundin. Fljótlega mun hún ömgglega leggja niður eigið embætti til að spara enn meira. Jónína er því besta tegundin. Hún ættí að vera öllum opinbemm starfsmönnum gott fordæmi. Best væri ef þeir kveiktu allir á pemnni og slöldctu ljósin. Þannig bæm þeir hag okkar allra fyrir brjósti. Nóg er ljósið, og rafmagnseyðslan, af tölvum opin- berra starfsmanna, og því geta þeir all- ir skrúfað pemmar lausar líkt og Jón- ína. Svarthöfði sér alla vega ekki hvaða not skattmann hefur af ljósi yfir höfuð og það væri hvort eð er miklu huggu- legra að koma að heimsækja þá í skammdeginu væru þeir bara með kerti í tilefni aðventunnar. Jónína Óskarsdóttir er starfsmaður mánaðarins hjá hinu opinbera. Hún endurnýjar trú Svarthöfða á mannkyn- inu. Og nú er Svarthöfði svartsýnn nöldurseggur en þetta er það allra besta sem hann hefur heyrt. En mikill vill meira og því ætlast Svarthöfði ekki bara til þess að Skatturinn fari að for- dæmi Jónínu heldur ætti Alþingi auð- vitað að fara fremst í flokki og slökkva ljósin hjá sér. Það veit enginn hvaða fólk þetta er sem þar blaðrar og það vill enginn vita það. Því minna sem við vit- um af aíþingismönnum, því betra. Kveikið á pemnni og slökkvið ljósin. Svarthöföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.