Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 Fréttir DV Líffæri á svörtum markaði Vestur-Evrópubúar leita í auknum mæli að líffærum til ígræðslu á svörtum markaði í Rúmeníu, sam- kvæmt Sænska blaðinu Dagens Nyheder. Þetta eru viðskipti upp á milljarða króna en Rúmenía er helsta landið sem sótt er til í þessu ólöglega braski með líffæri. Sjúkt og örvænting- arfullt fólk á Vesturlöndum leita ennig eftir því að kaupa líffæri frá öðrum Austur-Evrópuríkjum. Við- skiptin eru skipulögð á Internetinu. Það eru aðal- lega nýru sem fólk selur úr sér til ígræðslu á Vestur- löndum. Vilja stækkun á Sogni Samtök sunnlenskra sveitarfélaga vilja að áfram verði haldið uppbyggingu á rekstri réttargeðdeildar á Sogni í Ölfusi. Þetta kemur fram í ályktun sem sam- þykkt var á aðalfundi SASS nýlega. Þar segir að fyrir liggi áætlun um uppbygg- ingu og áframhaldandi rekstur deildarinnar. Áætl- un geri ráð fyrir sjö nýjum plássum - helmings stækk- un - og er kostnaður áætl- aður 30 m.kr.. Deildin á Sogni hefur verið starfrækt í áratug og hefur verið samstarf með henni og fangelsinu á Litla hrauni. Börkuryfir milljón tonn Aflaskipið Börkur NK- 122 hefur aflað yfir eina milljón tonna frá því skipið kom til landsins árið 1973. Skipið hefur aflað yfir 80 þúsund tonna á þessu ári og stefnir í metafla á þessu ári. Börkur hefur veitt allar tegundir uppsjávarfiska svo sem sfld, loðnu, kolmunna, makríl og hrossamakríl. Það hefur stundað veið- ar við ísland, út um allt N. Atlantshaf, í Barentshafi, Norðursjó og suður með Afríkuströndum allt til Máritaníu. Lögreglan er illa mönnuð þessa dagana og því ekki úr vegi að skoða hvað er að gerast á götunum. Því bílar eru illa búnir undir skyndilegan vetur, eftir gott veður undanfarin ár. En glæpamenn hafa verið að færa sig upp á skaftið og innbrot virð- ast vera æ tíðari. DV lék því forvitni á að vita hvað væri að gerast dag hvern og tók ósköp venjulegan dag sem dæmi og fékk upplýsingar frá lögreglu um árekstra og innbrot í Reykjavík. Árekstrar og innbrot í Reykjavík í Reykjavík verða um 13 árekstrar að meðaitali á degi hverjum en undanfarna daga hafa þeir ver- ið um 20 á dag. Alls hafa 83 umferðarárekstar ver- ið tiikynntir lögreglu síðan sjö árdegis á mánu- daginn fyrir viku. Gera má ráð fyrir að talan sé mun hærri þar sem ekki eru öll tjón eða árekstrar tikynntir. Margir bílar eru enn á sumarhjólbörðum sem gefa lítið grip ef bifreiðin byrjar að renna. Enn aðrir láta hjá líða að skafa rúður á bifreiðum sín- um áður en lagt er af stað. Hvort tveggja getur ver- ið ástæða þess að af þessum 83 árekstrum var í 12 tilvikum ekið á umferðarskilti eða umferðarljós. Aðrir tíu til viðbótar voru árekstar á bílastæðum víðs vegar um borgina. Vafasamar götur Enn og aftur eru Kringlumýrarbraut og Mikla- braut vafasömustu göturnar í Reykjavík. Fimmtán árekstar áttu sér stað á Kringlumýrarbraut en sjö á Miklubraut. „Fólk er mjög óöruggt um leið og snjór og krap myndast á götum,“ segir Viðar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Gúmmívinnustofunnar. „Þá mynd- ast raðir á öll dekkjaverkstæði og flestir kaupa nagladekk. Ef það er svo auð jörð daginn eftir þá er ekkert að gera hjá okkur. Margir eru beinlínis hræddir við að keyra í hálku og snjó og nagladekk og vetrardekk veita bæði ákveðið öryggi og öryggistilfinningu" Viðari sýnist þessi vetur sverja sig í ætt við þrjá Árekstrar þá síðustu að því leyti að ofankoma hefur verið lít- il hingað til. „Við höfum fengið milda vetur síð- ustu árin. Veturinn 1999 var einn sá versti en það hefur verið eini harði veturinn um langa hríð. Ver- ið getur að margir kunni einfaldlega ekki lengur að keyra við slíkar aðstæður." Innbrotum fækkar ekki Um 14 innbrot voru framin um sfðustu helgi og hafa engar handtökur fraið fram vegna þeirra. Fyrst og fremst er um innbrot f bíla að ræða. Oft- ast nær eru þjófar á höttum eftir hljómflutnings- tækjum, hátölurum og öðrum verðmætum sem fólk skilur eftir í bílum sínum. Fimm innbrotanna voru í heimahús og bílskúra og eitt í nýbyggingu. Misjafnt er hvað þjófarnir hafa á brott en yfir- leitt er eingöngu um að ræða hluti sem auðvelt er að fela, bera og selja. Vegna mannfæðar gengur lögreglu misvel að hafa hendur í hári þjófanna og ástandið er verra nú en endranær þar sem aðkeypt aukavinna hef- ur minnkað um fjórðung milli ára. Það þýðir að sá mannskapur sem rannsakar eldri glæpamál hefur ekki undan og mál leysast seint og illa fyr- ir vikið. albert@dv.is Little Caesars Engin bid Little Caesars • Fákafeni 11, 108 Reykjavik • sfmi 580 0000 ll 4-1 1, Drápin á spænsku leyniþjónustumönnunum í írak Spánverjar standa fastir fyrir Forsætisráðherra Spánar, Jose Maria Aznar, lýsti því yftr í gær að landið myndi ekki draga herflokka landsins frá Irak þrátt fyrir morðin á sjö leyniþjónustumönnum frá Spáni í fyrradag. Setið var fyrir leyniþjón- ustumönnunum nærri bænum Hilla en þeir voru á heimleið úr rann- sóknarleiðangri. „Frelsinu er ógnað af hryðjuverkamönnum", sagði Azn- ar og bætti við að ekkert yrði gefið eftir í baráttunni gegn andstöðu- öflum í Irak þrátt fyrir þessa blóðugu árás. Stjórnarandstæðingar á Spáni hafa krafist þess að hermenn lands- ins verði kallaðir heim. Spánnhefur verið eitt af forysturíkjum þeirra Evrópuþjóða sent sent hafa herlið til Iraks til stuðnings hersveitum Bandaríkjamanna í landinu. 1300 spænskir hermenn eru í suðurhluta íraks í íjölþjóðlegri sveit sem Pól- verjar stýra. Drápin á Spánverjunum koma í kjölfar árása og morða á þegnum annarra ríkja sem sent hafa herlið til íraks. Tveir japanskir stjórnarerindrekar voru drepnir f fyrirsát nærri borginni Tikrit og fregnir herma að Suður-Kóreskir starfsmenn verktaka með starfsemi í landinu séu á sjúkrahúsi eftir að bandarískir hermenn komu að þeim særðum. Spánverjar eru harmi siegnir vegna tíðindanna af falli lands- manna sinna. Fréttirnar koma þó ekki á óvart en mikil andstaða er gegn aðild landsins að hernaðar- bröltinu í írak. Samkvæmt könnun- um eru 90% Spánverja andvígir íraksstríðinu. Myndir af írökum sem fagna morðunum á Spánverjunum hafa einnig verið olía á eld andstæð- inga stríðsins. Jose Maria Aznar Spánverjar eru harmi slegnir vegna tíðindanna affalli lands- manna sinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.