Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 Fréttir DV Vísaðfrá Kærunefnd jafnréttis- mála segist ekki geta úr- skurðað hvort auglýsingar Icelandair brjóti í bága við jafnréttislög. Jafnréttisstofa kærði auglýsingarnar, þar sem þær gæfu í skyn að ís- lenskar konur væru lauslát- ar og auðfengnar í kynlíf. Yf- irskrift nokkurra auglýsinga var „Fancy a dirty week- end“, „One night stand in Reykjavík" og „Tvær í tak- inu“. Kærunefnd jafnréttis- mála segir það ekki hlutverk sitt að taka afstöðu til þess hvort auglýsingar sem birt- ast erlendis séu í samræmi við íslensk jafnréttislög, og vísaði kærunni frá. Réðust á pilt Þrír karlmenn réðust inn á heimili í Grafarvogi að- faranótt sunnudags og veittust að rúmlega tvítug- um pilti. Hann kallaði til lögreglu en mennirnir áttu einhverjar óuppgerðar sak- ir. Pilturinn ætlar ekki að leggja fram kæru. Bíl stolið úr bílskúr Brotist var inn í íbúðar- hús við Baugliolt í Keflavík og stolið þaðan tveimur sjónvörpum, myndbands- tæki, skartgripum og áfengi, svo eitthvað sé nefnt. Húsráðendur eru er- lendis, en sonur þeirra til- kynnti lögreglu um atburð- inn. Innbrotsþjófurinn stal einnig bifreið úr bílskúrn- um sem hann kann að hafa notað til að flytja ránsfeng- inn á brott. Bíllinn er brúnn og af gerðinni Chrysler Town & Country. Númerið á bílnum er EP-711. Einn maður er í haldi vegna málsins. Stephen King með lungnabólgu Hryllingssöguhöfundur- inn Stephen King hefur verið lagður inn á spítala til með- ferðar við lungnabólgu. Rit- höfundurinn var greindur með lungnabólgu í hægra lunga áður en hann fór til New York að veita verðlaun- um viðtöku. Ástand hans versnaði á heimleiðinni til Maine og var hann að lokum lagður inn á sjúkrahús þar sem hann fór í aðgerð. Læknar hans segja hann vera á batavegi. King er 56 ára gamall og hefur skrifað bækur á borð við „Carrie" og „The Shining." Hann hefur verið veill heilsu undanfarin ár en hann varð fyrir bíl árið 1999 og slasaðist illa. Þrátt fyrir öll veikindi er hann enn að skrifa og heitir næsta verkefni hans merki- legt nokk „Stephen King’s Hospital" Jólasöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar er að hefjast og verður fénu varið í Úganda. Alnæmisvandinn er mikill og hefur gert fjölda barna munaðarlaus Peningum sem safnast í hinni árlegu jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar verður að þessu sinni varið til þess að styrkja munaðar- laus börn í Úganda. Alnæmis- vandinn er óvíða meiri en þar í landi og í Rakai-héraði, þar sem kirkjan er að störfum, er áætlað að séu 500 heimili þar sem báðir for- eldrar hafi dáið úr þessum sjúk- dómi - og 2.000 börn búi ein. Neyðin í landinu mikil Hið íslenska hjálparstarf er unnið í samvinnu og í gegnum Lútherska heimssambandið. Anna M.Þ. Ólafsdóttir fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar er nýlega komin úr kynnisferð frá Úganda. Hún segir neyð barnanna í landinu mikla. Hinsvegar skili það hjálpar- starf sem Lútherska heimssam- bandið sér, í samvinnu við heima- fólk í landinu. Aðstoðin getur bæði falist í því að útvega börnunum, sem búa ein og foreldralaus, fæði, klæði, húsnæði og ekki síst ráðgjöf fullorðins sjálf- boðaliða. En einnig felst aðstoðin í félagslegum stuðningi af ýmsurn toga. Skiljum börnin ekki ein eftir, er raunar yfirskift söfnunarinnar að þesu sinni. Anna M.Þ. Ólafsdóttir kveðst vænta þess að hjálparstarfið í ár fái góðar undirtektir og ef vel takist til megi auka umsvif hjálparstarfsins í Úganga til muna. Allar aðstæður séu enda til þess; svo sem viljugt og fært starfsfólk sem og öflugir sjálfboðaliðar. „Sífellt eru að finnast fleiri börn sem búa ein og eru hjálpar þurfi. Því er hægt að auka þetta starf til mikilla muna, takist söfnunin vel. Mér finnst raunar alveg ótrúlegt hvað hægt er að gera rnikið fyrir litla peninga. Fyrir 2.500 kr. framlag má veita aðstoð sem skiptir börnin miklu máli, og getur í raun valdið straumhvörfum í þeirra lífi.“ Hluti af jólahaldinu Söfnunarsími jólasöfnunar Hjálparstarfs kirkj- unnar er 907 2002 - og einnig má leggja framlög jnguríúganda •ngurinn sem er til hægri á þessari mynd er tólfára. nn býr með þremur bræðrum og áttræðri ömmu sinm, hún hefur misst alla syni sína þrjá úr alnæmi. Með v/u 2.500 kr. framlagi er hægt að veita einu heimili bæði aldlegan stuðning og reglulegri félagslegri aðstoð. inn á reikningsnúmerið 1150 - 26 - 50886. Und- irtektir hafa verið mjög góðar, að sögn Önnu, en söfnunarbaukar og gíróseðlar hafa þegar verið sendir inn á hvert heimili í landinu. Er baukur- inn góði og það að leggja nokkra upphæð til hjálparstarfsins raunar orðinn hluti af jólaund- irbúningi margra Islendinga. sigbogi@dv.is börnin lái Brynjólfur Bjarnason fór frá Granda til Símans Fékk jeppa í starfslok Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, fékk geflns jeppa frá Granda þegar hann fór frá fyrirtæk- inu í fyrra. Jeppin var að gerðinni Nissan Pajero, metinn á þrjár millj- önir króna. Brynjólfur ákvað að selja jeppann því hann fékk annan forstjórabíl til umráða hjá Síman- um. „Hjá mér var enginn starfsloka- samningur og það var enginn upp- sagnartími, því ég fór úr vinnu í Granda í Símann. Ég fékk að halda jeppanum sem var metinn á um þrjár milljónir á bflasölu. Hann var færður sem launatekjur og ég borg- aði af honum skatta sem vora ná- lægt einni og hálfri milljón," segir Brynjólfur. Ragnar Marteinsson, þáverandi starfsmaður Opinna kerfa group, segir fyrirtækið hafa keypt jepp- ann, sem er svartur af árgerð 2000, af bflasölu Heklu í fyrra. Bflakaupin voru að hans sögn fjármögnuð af Glitni. Ragnar er nágranni Brynjólfs í Garðabæ og leist vel á jeppann. „Ég hringdi í hann og spurði hvort honum þætti óþægilegt að sjá gamla bflinn sinn í götunni. Litla landið okkar er nú þannig. Þetta er afar vel meðfarinn bfll,“ segir Ragnar. Brynjólfur ekur nú um á gullituð- um Nissan Pajero árgerð 2002 sem Síminn útvegaði honum fyrir for- stjóravinnuna. Mitsubishi Pajero Brynjólfur Bjarna- son fékk þriggja milljóna króna jeppa í kveðjugjöf frá Granda þegar hann tók við forstjórastólnum hjá Simanum. Enginn starfslokasamningur var gerður, en jeppinn var færður sem laun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.