Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 Fréttir DV Hrafn Gunnlaugsson forsýnir nýja kvikmynd Opinberun í Hnskúlabíúi Fjölmenni var í gær viðstatt for- sýningu á kvikmyndinni Opinberun Hannesar eftir Hrafn Gunnlaugsson í Háskólabíói. Myndin góða er byggð á smásögu eftir Davíð Odds- son forsætisráðherra og æskuvin Hrafns, sem síðan mótaði söguna upp á nýtt og vann úr henni kvik- mynd. „Á sama hátt og íslendinga- sögurnar voru kveikjan að Hrafninn flýgur. Án smásögu Davíðs hefði akkúrat þessi mynd ekki orðið til, þangað er inspírasjónin í karakter- ana sótt, en atburðarásin og pólitík- in í myndinni er mitt sköpunar- verk,“ sagði Hrafn Gunnlaugsson í samtali við DV á dögunum um myndina góðu. Leikarar af götunni Ýmsir þekktir leikarar koma við sögu í þessari mynd Hrafns. Hins vegar er kjarninn nú sem oft áður myndum Hrafns fólk sem hann hefur nánast pikkað upp af göt- unni. Sumir þeirra hafa raunar tek- ið þátt í ýmsum fyrri myndum Hrafns. Viðar Víkingsson, leikstjóri hjá Sjónvarpinu, er í hlutverki aðal- persónunnar, Hannesar H. Aðal- steinssonar deildarstjóra. Bo Jonsson, sænskur meðframleið- andi myndarinnar, spáir Viðari stórum leiksigri. Helga Braga Jónsdóttir leikur einkaritara á Leyfisveitingastofnun sem Hannes dreymir um að elska. Jóhanna Vigdís Arnardóttir leik- ur forstjóra Eftirlitsstofnunar- innar. Fastagestir Hrafns Af öðrum leikurum sem eru nánast fastagestir í myndum Hrafns má nefna Theódór Þórðarson, lögregluþjón í Borgar- nesi, og Gussa, Gunnar Jónsson, sem leikur krimma og eiturlyfjasala. Andlit sem einnig má þekkja og eiga eflaust eftir að vekja athygli eru Árni Friðleifsson, mótorhjólalögga í Reykjavík, og Katrín Þorkelsdóttir í hlutverki dómsmálaráðherra sem heitir í myndinni Ingibjörg Sóley á " — A Leikstjorinn og leikkonan Helga Braga Jónsdóttir og Hrafn, en hún fer með stórt hlutverk I Opinberun Hannesar. Forsætisraðherrann Hrafn Gunnlaugsson tekur á móti félaga sínum Davið Oddssyni forsætisráð- herra og Ástriði Thorarensen konu hans, en myndin góða er einmitt byggð á smásögu eftir Davið. Sæt saman Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og eigimaður hennar Friðrik Sophusson, for- stióri Landsvirkjunar. Bæði brosandi Þau Kristín Dýrfjörð og Friðrik Þór Guðmundson btaðamaður voru að sjálfsögðu á forsýningunni. Vinir mætast Meðal gesta varJón Steinar Gunnlaugsson, einn kunnasti og virtasti lög- maður landsins. Pétursson. Sýningin í gær var for- sýning - en síðan mun RÚV frum- sýna myndina á nýársdag. Hún fer svo til almennra sýninga í kjölfarið. sigbogi@dv.is Bankastjórinn og frú Meðal gesta voru Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabakastjóri og Sonja Bachmann eiginkona hans. Gaman Æskufélagar úr Vesturbænum og áður samverkamenn á Sjónvarpinu; Hrafn og Ögmundur Jónasson Freyr Eyjólfsson útvarps- og tón- listarmaður fagnaði þrítugsafmæli sínu á Grand Rokk á laugar- dagskvöldið. Staðurinn var skreyttur með jólakúlum með myndum af Frey og vinir drengs- ins gáfu honurn mynd af honum. Freyr bannaði öli ræðuhöld en vinir hans dóu ekki ráðalausir, Halldór Gyifason og fleiri fluttu til að mynda leikþátt þar sem Hverjir voru hvar Freyr kom nokkuð við sögu. Tónlistin var að sjálfsögðu í aðaJhlutverki og tók Freyr lagið með sínum sveitum, Miðnesi og Geirfuglunum. í millitíð- inni spilaði svo Ceres 4. Freyr og Halldór Gylfa fluttu svo frægt lag sitt sem fjallar um það hversu erflðlega þeim hefur gengið að komast í þenn- an dálk. Verða þeir félagar líldegast að breyta texta lagsins í framtíðinni... í afmælinu var auðvitað nóg af fólki og þarna mátti sjá Helga Bjöms- son söngvara og konu hans, Karl Th. Birgisson Samfylkingarmann, Gtinn- ar Hansson leikara, Bmi Kristjáns- dóttur leikkonu, Ottó Tynes fram- leiðanda, plötusnúðinn Jóa B., út- varpskonuna Lísu Páls og útvarps- manninn Ólaf Pál Gunnarsson sem tók einmitt lagið með Miðnesi, Rock- in in the Free World. Fleiri vinnufé- lagar Freys af Ríkisútvarpinu voru mættir, Sigtryggur Magnason og Bjöm Þór í Dægurmálaútvarpinu, Broddi Broddason fféttamaður og Andrea Jónsdóttir. Þá sást einnig til Dags B. Eggertssonar borgarfulltrúa, Guðmundar Steingrímssonar í Ske. Skjöldur Sigurjónsson á Ölstofunni var herramannslegur eins og alltaf og að síðustu ber að geta Arthurs í Djúpu lauginni, Einars Sonic í Singa- pore Sling, Bent í XXX Rottweiler og Steina í Quarashi. Á Prikinu sáust þeir félagar Biggi í Maus og Haili, trommari Botnleðju. Á meðan var Robbi Chronic á Vega- mótum. Maríanna Q- ara Lúthersdóttir leikkona var á Öl- stofunni um helg- ina. Þar voru líka Jóhanna Vigdís Amardóttir söng- og leikkona, Björgvin Guð- mundsson blaða- maður, Logi Bergmann Eiðsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir, Freyr Eyjólfisson út- varpsmaður og Hólmfríður Anna Baldursdóttir kona hans, Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og Ama kona hans, fréttamennirnir Ari Sigvaldason og Amar Páll Hauksson af RÚV, Lúkas Kostic knattspymuþjálfari með góð- um félaga sínum og Teitur Þorkels- son, fyrrum fréttamaður á Stöð 2. Undergránd rokkhetjurnar söfn- uðust saman á Ellefunni að vanda. Biggi í Maus var þar á föstudags- kvöldið en hljómsveitarfélagi hans Palli vinnur á barnum. Á laugardags- kvöldið mátti hins vegar sjá parið Heiðu og Elvar, sem eru bæði í hljóm- sveitunum Heiðingjarnir og Dys, en þau eru nýbúin að gefa út diskinn 10 Fingur Upp til Guðs með Heiðingjun- um. Á Sirkus mátti svo sjá rokkarana í Singapore Sling á laugardagskvöldið, nýkomna heim úr Ameríkuför. Andr- ea Jónsdóttir þeytti skífum, og samstarfsmaður hennar Óli Pafli var einnig á staðn- um, en bæði höfðu þau æma ástæðu til að fagna þar sem Rás 2 er nýorðinn 20 ára. Lalli Johns var í bænum og var að skemmta sér á KafE Austurstræti, en hann segist annars nýkominn úr sumarbústaðarferð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.