Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Qupperneq 26
26 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 Sport DV Rúnarog Marel á skotskónum Rúnar Kristinsson og Marel Baldvinsson voru á skotskónum þegar Lokeren vann góðan útisigur á Antwerpen, 3-0, í belgísku 1. deildinni á laugardaginn. Rúnar og Marel skoruðu sitt markið hvor í leiknum en auk þeirra var Arnar Þór Viðarsson í liði Lokeren. Arnar Grétarsson var ekki í leikmannahópi Lokeren í leiknum en hann hefur átt við meiðsli að stríða í nára að undanförnu. Indriði Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Genk sem tapaði fyrir Beveren, 3-1. Jalen Rosetil Toronto Bakvörðurinn jalen Rose, sem leikið hefur með Chicago Bulls í NBA- deildinni undanfarin ár, hefur verið skipt til Toronto Raptors. Rose fer ásamt framherjunum Donyell Marshall og Lonny Baxter til Toronto en Chicago Bulls fær í staðinn fram- herjana Antonio Davis, Jerome Williams og Chris Jefferies. Jalen Rose hefur verið lykilmaður í Chicago- liðinu undanfarin ár og hefur skorað 13,3 stig að meðaltali á þessu tímabili. Frakkar sigur- stranglegastir Frakkar eru taldir líklegastir til að vinna EM á •samkvæmt enskum veð- bönkum. Á eftir þeim koma síðan ítalir, Hollendingar, Portúgalar og Spánverja. Englendingar eru í sjötta sæti en Lettar þykja ólíklegastir með hlutfallið 500:1. Chelsea komst á topp ensku úrvalsdeildarinnar í gær þegar liðið bar sigurorð af Manchester United, 1-0, á Stamford Bridge. Það var miðjumaðurinn Frank Lampard sem skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu eftir hálftímaleik en vítaspyrnan var dæmd eftir að Roy Keane og Joe Cole rákust saman með þeim afleiðingum að Cole féll. Sigur Chelsea var sanngjarn og þó hann sé ekki ávísun á titil næsta vor þá gefur hann fyrirheit um ffamhaldið og er ákveðin yfírlýsing frá hungruðum leikmönnum Chelsea um að þeir séu orðnir að mönnum. Skýr skilaboð „Ég held að við höfum sent öðrum liðum í deildinni skýr skilaboð með þessum sigri en það er samt mildð eftir. Þessi sigur styrkir okkur andlega sérstaklega í ljósi frábærrar frammistöðu liðsins. Það var mikið talað um þennan leik áður en hann hófst og hann var stærsta prófraun okkar til þessa á tímabilinu," sagði John Terry, fyrirliði Chelsea, eftir leikinn en hann og félagar hans í vörn Chelsea náðu að halda Ruud Van Nistelrooy og Diego Forlan í skefjum. „Það er frábært að ná að halda markinu hreinu gegn liði eins og Manchester United. Það er aldrei hægt að slaka á gegn þeim en það gerir það enn skemmtilegra að hafa haldið hreinu," sagði Terry. Bíðum þangað til í vor Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, var ekld sáttur við vítaspyrnuna sem var dæmd á hans menn en sagði jafnframt að úrslit leiksins hefðu ekki mikla þýðingu þar sem enn væri nóvember. „Mér fannst vítaspyrnan vera ódýr því að leikmaður þeirra var ekki með vald á boltanum og var auk þess á leið frá markinu. Það tók okkur tíu mínútur að komast aftur inn í leikinn en eftir það fannst mér við hafa stjórn á honum. Okkur tókst hins vegar ekki að skapa okkur nógu mikið af færum og það gengur ekki í leik sem þessum," sagði Ferguson. Aðspurður um möguleika Chelsea á meistaratitlinum sagði Ferguson að það væri of snemmt að segja. „Það er of snemmt að segja á þessu stigi tímabilsins. Við skulum bíða til vorsins og þá get ég svarað því. Þessi leikur hefði haft miklu meiri þýðingu ef hann hefði verið spilaður í mars eða apríl og ég myndi hafa verulegar áhyggjur ef það væri apríl og við værum fjórum stigum á eftir Chelsea. Nú er hins vegar nóg eftir af mótinu og íjögur stig eru lítið sem ekki neitt. Eg þekki mína menn og veit að reynsla þeirra og karakter mun koma í ljós þegar mestu máli skiptir," sagði Alex Ferguson. „Ég held að við höfum sent öðrum liðum í deildinni skýr skilaboð með þessum sigri." Allir mínir menn meistarar Claudio Ranieri, knattspyrnu- stjóri Chelsea, var í sjöunda himni eftir leikinn. „Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik og settum pressu á Manchester United. Þeir sóttu meira í síðari hálfleik þegar við urðum varkárari. Ég get samt ekki verið annað en ánægður. Þetta var frábær leikur hjá mínum mönnum og þeir eru allir meistarar í mínum huga. Við erum á toppi deildarinnar í dag og ég vona að við verðum þar í maí. Það skal þó hafa í huga að Manchester United og Arsenal geta auðveldlega velt okkur úr sessi ef við pössum okkur ekki,“ sagði Ranieri. oskar@dv.is Chelsea bar sigurorð af Manchester United í stórleik helgarinnar á Stamford Bridge í gær og komst á topp ensku úrvalsdeildarinnar Orðnir að mönnum Gömul hetja Portúgalska goðsögnin Eusebio aðstoðaðiþegardregið varlriðla i Evrópukeppninni I Portúgal i gær. Eriksson ekki sáttur við dráttinn á EM Vararvið Frökkum í gær var dregið í riðla í úrslitakeppni Evrópukeppninnar í Portúgal á næsta ári. Eins og venjulega reyna menn að finna „Dauðariðilinn" svokallaða en það er að öllum líkindum D-riðilinn þar sem Tékkar, Þjóðverjar og Hollendingar eru ásamt vesalings Lettum sem hefðu getað hugsað sér auðveldari riðil í fyrsta sinn sem þeir eru á stórmóti. Englendingar og Evrópu- meistarar Frakka eru saman í riðli og sagði Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, eftir dráttinn að Frakkar væru það lið sem hann hefði helst kosið að sleppa við. „Ég veit ekki hvað menn halda um franska liðið en þeir sem ætla að dæma liðið út frá frammistöðu þess í heimsmeistarakeppninni á síðasta ári skulu hugsa sig tvisVar um. Þeir eru með heimsklassaleikmenn í hverri einustu stöðu. Þeir eru með leikmenn eins og Zinedine Zidane, Thierry Henry og Patrick Vieira og þessir þrír ættu að nægja til að sýna fram á styrk Frakkanna. Þeir gjörsigruðu Þjóðverja um daginn og sýndu þá hvers þeir eru megnugir," sagði Eriksson. oskar@dv,is A-riðilI Portúgal, Spánn, Rússland og Grikkland. B-riðUl FrakJdand, England, Króatía og Sviss. C-riðiU Svíþjóð, Italía, Danmörk og Búlgaría. D-riðUl Tékkland, Þýskaland, Holland og Lettland.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.