Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 Fréttir DV Ráðist gegn netsvindlur- um Stjómvöld í Nígeríu ætla að hefja rannsókn á hinum alræmdu tölvupóstssvindl- um sem hafa verið mikið í deiglunni undanfarin ár. Kom þetta fram í ræðu Olu- segun Obasanjo, forseta Ní- geríu, á dögunum en hann hefur nú skipað nefnd til að uppræta starfsemina. Svindlin ganga núorðið þannig fyrir sig að fólk fær sent tölvubréf með tilboði um að millifæra íjármuni frá Nígeríu í gegnum banka- reikning sinn gegn háu þjónustugjaldi. Beðið er um nákvæmar upplýsingar um bankareikning viðtakand- ans en þær eru svo notaðar til að tæma reikninginn. Samkvæmt fféttastofu Reuters hafa svindlin sein- ustu 20 ár verið svo árang- ursrík að þau afla Nígeríu umtalsverðs hluta gjaldeyr- isviðskipta landsins ár hvert. Fólk um allan heim hefur orðið fyrir barðinu á svindlurunum, það á meðal nokkrir íslendingar. Söngkona myrt af eigin- manninum Söngkonan Zikra frá Túnis var skotin til bana með háifsjálfvirkum riffli á heimili sínu í Egyptalandi síðastliðinn föstudag. Hlaut hún 15 skotsár í höfuðið. Það var eiginmaður hennar, kaupsýslumaðurinn Ayman Suwaydi, sem tók í gikkinn og myrti hann einnig um- boðsmann Zikru og aðstoð- armann hans, sem voru við- staddir árásina, áður en hann svipti sjálfan sig lífi. Nágrannar segja að hjónin hafl rifist heiftarlega drykk- langa stund áður en skot- hríðin hófst. Zikra var mjög fræg í arabíska tónlistar- heiminum en að sama skapi umdeild. Fyrr á árinu vakti hún mikla reiði múslimskra klerka í Sádi-Arabíu er hún líkti lífsbaráttu sinni við þjáningar Múhameðs spá- manns. DV aflaði upplýsinga hjá Alþjóðablaðamannafélaginu og Evrópuráðinu um hvernig lögr Niðurstaðan sýnir að þvílík samþjöppun og er á fjölmiðlamarkaði hér á landi yrði tæpa synlegt að setja lög um eignarhald Qölmiðla - samkeppnislög dugi ekki ein og sér. Vioast takmar ■ Jón Ásgeir Jóhannesson og fyrirtæki tengd honum hafa ásamt Kaupþingi Búnaðarbanka keypt rúmlega 62% hlut Jóns Ólafssonar í Norðurljósum. Unnið hefur verið að því að koma saman nýjum hluthafahópi. í því sambandi hafa verið nefnd nöfn Kára Stefánssonar, Finns Ingólfsssonar og VÍS, Landsbankinn og eigendur Bakkavarar. Fljótlega mun koma í ljós endanleg samsetning eigendahópsins, og um leið hver hlutur Jóns Ásgeirs og tengdra félaga verður. Baugur, þar sem Jón Ás- geir er forstjóri, á ennfremur 46,2% hlut í Frétt ehf., sem gefur út DV og Fréttablaðið. Hér á landi eru engin lög sem takmarka fjölda fjölmiðla í eigu sömu aðila. Davíð Oddsson forsæt- isráðherra segir koma til greina að setja slík lög og Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra er að afla upplýsinga um hvernig þessu er háttað í nágranna- löndum okkar. Jón Ásgeir hefur sagt að hann hafi engar áhyggjur af því að sett verði sérstök lög um eignarhald á fjölmiðlum - samkeppnisyfirvöld ættu að geta séð til þess að allt sé í lagi. DV aflaði upplýsinga hjá Alþjóðablaðamanna- samtökunum og Evrópuráðinu um hvernig lög um eignarhald á fjölmiðlum eru víða um heim. Þau eru mjög mismunandi í Evrópu samkvæmt skýrslu nefndar á vegum Evrópuráðsins frá því í desember 2002. Síðustu misseri má merkja almenna tilhneig- ingu í átt að tilslökunum. í skýrslunni er fjallað um sjö Evrópulönd og eru þau talin gefa góða mynd af ástandinu í Evrópu í heild. Almennt er gert ráð fyrir að enginn megi ráða meiru en 1/3 hluta sjónvarpsmarkaðar, og byggist það á þeirri hugsun að koma í veg fyrir samþjöppun og að einn aðili nái of miklum skoðanamyndandi áhrifum. Á öllum stöðum er einnig gert ráð fyrir að samkeppnis- lög hafi mikilvægu hlutverki að gegna í að koma í veg fyrir samþjöppun og misnotkun á ráðandi markaðs- stöðu. Skýrsluhöfundar telja samkeppnislög hinsveg- ar ekki nægjanleg til að tryggja fjölbreytileika, heldur séu lög um eignarhald nauðsynleg. Þó telja þeir ekki ráðlegt að sams konar lög um eignarhald verði sett á öllum stöðum vegna mismunandi stærðar og menn- ingar á hverjum stað fyrir sig. brynja@dv.is ■■nnKBnBBnffi " Bretland Nýlega hefur verið slakað á flóknum regl- um um eignarhald, en sterk samkeppnislög veita heimild til að grípa inn í og fylgjast grannt með. Almennt má segja að enginn sem á meira en 20% í dagblaði sem kernur út á landsvísu má eiga meira en 20% í sjón- varpsstöð. Á sama hátt má enginn sem á svæðisbundna sjónvarpsstöð eiga meira en 20% í dagblaði á sama svæði. meií Frakkland Einstaklingur eða fyrirtæki hans má ekki eiga meira en 49% hlutafjár í sjónvarpsstöð sem sendir út á landsvísu, og ekki meira en 49% í dagblaði sem hefur 30% af heildarupp- lagi sams konar dagblaða á markaðnum. Hann má ekki hafa meira en eitt sjónvarps- leyfi á landsvísu. Sami aðilinn má aðeins eiga hlut í tvennu af eftirfarandi: Sjónvarps ™ rás, kapalrás, útvarpi, dagblaði. Spánn Nýbúið er að afnema lög um að einn aðili og fyrirtæki hans megi ekki eiga meira en 49% hlut í sjónvarpsstöð. Varðandi staðbundnar stöðvar er bannað að eiga fleiri en tvær, nema með sérstöku leyfi. Ef samkeppnisreglur eru virtar, mega menn eiga hlut í óendanlega mörgum sjónvarpsstöðv- um, dagblöðum og útvarpsstöðvum. Þýskaland Engin mörk eru á fjölda sjónvarpsstöðva, en stjórnvöld hafa heimild til inngripa nái allar stöðvar í sömu eigu samanlagt 30% áhorfi. Þetta er hinsvegar metið í hverju til- felli fyrir sig, og gæti verið leyft. Til dæmis er tekið til greina hvort viðkomandi á hlut í öðrum fjölmiðlum eða ekki. Eigendur stórra dagblaða mega ekki eiga stóran hlut í sjón- varpsstöð á sama markaðssvæði. Ítalía Enginn má eiga stóran hlut í fleiri en helmingi af þeim dagblöðum sem gefin eru út á sama svæði, og ekki meira en 20% af öllu upplagi á markaðnum. Einstaklingur eða fyrirtæki hans má eiga að hámarki 20% af öllum sjónvarps- og útvarpsleyfum á markaðnum. (Skv. skýrslu Evrópuráösins frá desember 2002, og upplýsing- um frá Alþjóðablaðamannasamtökunum) Vilja hærri framlög Háskólaráð beinir þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda að fjárframlag til Háskóla íslands verði hækkað í samræmi við þá fjölgun sem ljóst er að verði á árinu 2004. Ályktun þessa efnis var samþykkt einróma á fundi ráðsins í fyrradag. Háskólaráð vill jafnframt beina þeim tilmælum til stjórnvalda að ekki verði dregið úr framlögum til rannsókna við Háskólann eins og gert er í fjárlaga- frumvarpinu með niðurfell- ingu viðbótarframlags. Ennfremur fer Háskólaráð fram á að nemendaframlög verði leiðrétt vegna launa- hækkana undanfarinna ára sem ekki hafa verið bættar. Fullyrt að atvinnuleysi á Suðurnesjum muni tvöfaldast Ekki fleiri uppsagnír hjá varnarliðinu „Við höfum enga ástæðu til að ætla að frekari uppsagnir vofi yfir hjá varnarliðinu", sagði utanríkis- ráðherra á þingi fyrir helgi „Stjórn- völdum hefur ekki verið tilkynnt um hugmyndir um slíkt". í dag eru 341á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum. Menn óttast áframhaldandi upp- sagnir í tengslum við samdráttinn hjá varnarliðinu, þá sérstaklega hjá verktökum og þjónustufyrirtækjum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna sagði að búist væri við að 6-700 manns væru komnir á skrána í febrúar eða mars. Stefán Friðfinnsson, forstjóri íslenskra að- alverktaka, hefur sagt að breytingar á starfsemi varnarliðsins muni að sjálfsögðu hafa áhrif á íslenska aðal- verktaka, en fyrirtækið er ekki farið að finna fyrir samdrættinum. „f augnablikinu er nóg af verkefnum fyrir okkar mannskap, en auðvitað vitum við ekki hvað gerist í framtíð- inni", sagði Stefán í samtali við DV. Samtals hefur verið tilkynnt um uppsagnir 150 starfsmanna á Suð- umesjum nú um mánaðamótin. Fyrir utan uppsagnir 102 starfs- manna varnarliðsins hefur Esso sagt upp 17 starfsmönnum á Keflavíkur- flugvelli vegna nýrra þjónustu- samninga við varnarliðið, en ráð- gert er að ráða þá í önnur störf inn- an fyrirtækisins. Ótengt samdrætti hjá varnarliðinu ætla íslenskir aðal- Halidór Ásgrímsson „Stjórnvöldum hefur ekki verið tilkynnt um hugmyndir um frekari uppsagnir". verktakar að segja upp sjö starfs- mönnum í Helguvík, og verktaka- fyrirtækið Nesprýði stefnir að því að segja upp allt að 30 ntanns. Félags- málaráðuneytið hefði ákveðið að hefja sérstaka athugun á atvinnu- málum ungs fólks, og að sú vinna muni hefjast á Suðurnesjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.