Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Qupperneq 14
74 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 Fréttir DV Vilja evrópska landamæra- stofnun Framkvæmdastjóm Evr- ópusambandsins hefur gert tillögu um að setja á fót evr- ópska landamæra- stofnun. Þar sem til- lagan byggir að mestu á Schengen gerðum verða Is- land og Noregur að- ilar að stofnuninni. Bretar og írar, sem eru utan Schengen eins og er, hafa ósk- að eftir þáttöku í stofnuninni og mun samsett nefnd um málefni Schengen leita leiða tti að verða við þeim óskum. Stefnt er að því að stofnunin taki tti starfa árið 2005. Bjartsýni hjá baráttu- manni Sigurður Bessason, for- maður stéttarfélagsiiis Eílingarjer bjcirtsýnn á að takast muni að auka kaup- mátt með komandi kjara- samningum. Hann telur að atvinnulífið muni bera hækkandi kaupmátt launa- fólks og vill að launafólk fái hlutdeild í fyrirsjáanlegum arði fyrirtækjanna. „Við sjá- um að afkomutölur sem mörg fyrirtæki eru að birta um þessar mundir sýna góðan hagnað og almennt virðist bjartsýni ríkjandi hjá forsvarsmönnum fyrirtækj- anna,“ segir Sigurður ívið- tali við Fréttablað Eflingar, og er ekki síður bjartsýnn en atvinnurekendur. Þrír milljarðar í leigu fyrir kvóta Leiguliðar í kvótakerfinu greiddu þrjá milljarða fyrir kvótaleigu á síðasta ári, samkvæmt samantekt Hag- stofunnar. Útgerðir báta undir 10 tonnum að stærð borguðu mest í leigu, eða 1,2 mtiljarða. Þetta eru 14 prósent af tekjum allra báta af þessari stærð. Heildar- kostnaður útgerða vegna leigunnar er svipaður á milli ára, en leiga smábáta- flotans jókst um 260 millj- ónir króna á milli 2001 og 2002. Spánverjar æfir út í Ástrala Spænski íþróttamála- ráðherrann er ævareiður vegna þess að Ástralir léku vitlausan þjóðsöng við upphaf úrslitaleiksins í Davis-bikarnum í tennis. „Þetta er móðgun við spænsku þjóðina," sagði hann en Ástralir höfðu leik- ið þjóðsönginn sem notað- ur var snemma á öldinni, fyrir borgarastríðið. Ráð- herrann var ekki sáttur við afsökunarbeiðni tennis- sambands Ástralíu og ætlar ekki að láta þar við sitja. Hann vill formlega afsök- unarbeiðni frá áströlskum stjórnvöldum. Nýleg skýrsla mannréttindasamtakanna Amnesty um íran Margir þeirra hurfu eftir að hafa tjáð sig við al- þjóðlegar eftirlitsnefndir á borð við Amnesty. Alþjóða kjarnorkumálastofnunin hefur einnig vaxandi áhyggjur af tillitsleysi Irana. Hafa þeir ít- rekað neitað að verða við beiðnum um að opna dyr sínar fyrir eftirlitsmönnum og gruna margir, þar á meðal Bandaríkjamenn, þá um að fram- leiða kjarnavopn á laun. albert@dv.is Halldór og Khatami: Mannréttindi eru fótum troðin i Iran en tilgangur ferðar Halldórs er viðskiptalegs eðlis. orðum um ógnarstjórn landsins. Þann dag voru fjórir karlmenn grýttir til dauða samkvæmt dómsúrskurði. Bættust þeir í hóp rúmlega hund- rað annarra sem hlotið hafa þessi grimmilegu örlög í íran þetta árið. Aðrir hundrað til við- bótar hafa horfið sporlaust á þessu ári. „Mannréttindi eru ekki, og hafa ekki verið, of- arlega á lista frana," segir lóhanna Eyjólfsdóttir, hjá íslandsdeiid mannréttindasamtakanna Am- nesty International. Forsvars- menn ýmissa íslenskra fyrirtækja fara á morgun til íran ásamt Hall- dóri Ásgrímssyni, utanríkisráð- herra. „Stóra spurningin er sú hvort þessi íslensku fyrirtæki sem um ræðir hafa sett sér einhverjar regl- ur um starfsemi sína ef til þess kemur að þau starfi þar. Hafa for- svarsmenn þeirra kynnt sér Jóhanna Eyjólfsdóttir málefni landsins og siði? Þarna er mik- ið atvinnuleysi og auðvelt að verða sér úti um ódýrt vinnuafl. Fyrir- tækin verða að setja sér ein- hverjar línur áður en haldið verður af stað.“ I skýrslu al- þjóðasamtaka Amnesty síðan 19. nóv- eniber er ekki farið fögr- um Helmingur heita vatnsins kemur úr Mosfellsbæ Olíukynding myndi kosta 9 milljarða Meira en helmingur af því heita vatni sem notað er til húshitunar á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur á höfuðborgarsvæðinu, kemur frá Reykjaveitu í Mosfellsbæ. I gær var þess minnst að 60 ár eru liðin frá því að Reykjaveita tók til starfa. Afhjúp- uð voru fræðsluskilti um Reykja- veitu. f grein sem Helgi Pétursson, verkefnisstjóri hjá Orkuveitunni, skrifaði af þessu tilefni kemur fram að ef Orkuveitan þyrfti að nota olíu til orkuvinnslu, þyrfti til þess um 360 þúsund tonn af olíu á ári. Það myndi kosta um níu milljarða króna. Ef Orkuveitan notaði hins vegar kol til orkuöflunar, þyrfti til þess um 560 þúsund tonn árlega. Það er haugur sem er á stærð við Öskjuhlíðina. „Að beinum fjármunum slepptum, geta menn rétt gert sér í hugarlund þá mengun og spillingu andrúmslofts, sem þessir orkugjafar myndu hafa í för með sér,“ segir Helgi í greinihni. Nú eru 22 borholur á Reykja- svæðinu og er hægt að dæla upp úr því svæði um 3000 rúmmetrum. Tólf borholur eru á Reykjahlíðar- svæðinu og er hægt að dæla úr því svæði um 2900 rúmmetrum. Heild- Fræðsluskilti afhjúpuð Meira en helmingur heita vatnsins kemur úr Mosfellsbæ. armagn úr þessum 34 borholum er því um sex þúsund tonn. Á köldum vetrardegi er dælt um tólf þúsund tonnum af heitu vatni til borgarbúa á hverri klukkustund, frá Reykjum og Reykjahlíð, Nesjavöllum og lág- hitasvæðunum innan borgar- markanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.