Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003
Fréttir DV
Skipstjóri
dæmdur
Skipstjóri Breka VE-91
hefur verið dæmdur til að
greiða 600 þúsund krónur í
sekt fyrir að hafa verið á
togveiðum með fiskvörpu á
Stokknesgrunni. Togveiðar
með vörpu án smáfiska-
skilju eru bannaðar á svæð-
inu. Sektin greiðist í Land-
helgissjóð en auk þess var
skipstjóranum gert að sæta
upptöku veiðarfæra og afla
að upphæð um 300 þúsund
krónur. Héraðsdómur
Austurlands felldi dóminn.
Múgurinn
réðist á
ráðherra
Ahmed Maher, utanrík-
isráðherra Egyptalands, var
fluttur á sjúkrahús í Jer-
úsalem í gær eftir að hópur
múslima gerði aðsúg að
honum. Lífverðir utanríkis-
ráðherrans náðu að forða
honum undan æstum
múgnum en erindi Mahers
til ísrael var að ræða friðar-
ferlið á milli fsraelsmanna
og Palestínumanna. Ekki
var vitað hversu alvarleg
meiðsl Mahers voru í gær-
kvöld en átti erfitt með
öndun fyrst eftir atvikið.
400 ferða-
menn í
borginni
Um fjögur hundruð er-
lendir ferðamenn dvelja í
Reykjavík yfir jólin. Sex
hótel og tíu gistiheimili eru
opin yfir hátíðarnar og er
það mikil aukning á þjón-
ustu þar sem aðeins þrjú
hótel voru opin í fyrra. Um
áramótin vex fjöldi ferða-
manna því um 1800 ferða-
menn hafa boðað komu
sína til landsins. Þá verða
öll 17 hótel borgarinnar
opin og 13 gistiheimili.
Fleiri veitingastaðir eru
opnir en hingað til hefur
verið og ýmis góð viðbót í
þjónustu, t.d. er Þjóðmenn-
ingarhúsið opið á aðfanga-
dag og gamlársdag og
sundlaugar eru opnar leng-
ur.
Vefurinn einkamal.is notaður til að skipuleggja vændisstarfsemi á íslandi. Undan-
farið hefur orðið vart við umtalsverða verðlækkun á þjónustu vændiskvenna og
bjóða þær sig fyrir helming taxtaverðs nú á aðventunni.
Maðurinn kallaði sig Bóbó
og staðfesti að sérstakur
jólabónus værí í gangi.
Gistihúsið Fell „Mér list ekkert á að
hafa svona starfsemi i húsinu," sagdi
Malfridur Arnórsdottir eigandi Gisti-
hússins er DV hafði samband.
Á aðventunni hefur orðið vart við umtalsverða
verðlækkun á þjónustu vændiskvenna á íslandi.
Samkvæmt heimildum DV hafa tilboðsverð gilt
síðustu daga, allt niður í helming af uppsettu
listaverði. Á meðal þeirra sem nýta sér þjónustu
vændiskvenna mun vera talað um jólabónus í
þessu sambandi. Einn heimildarmaður DV, lið-
lega tvítugur sjómaður, nýtti sér jólabónusinn um
helgina. I stað þess að greiða tuttugu þúsund fyr-
ir klukkustund með dömunni fékk hann helmings
afslátt. Þannig kostaði klukkutíminn tíu þúsund
og hálftíminn fimm þúsund krónur. Salan á
vændinu átti sér stað í Gistihúsinu Felli í Garða-
bæ. Sjómaðurinn frétti hjá skipstjóra sínum af
vændiskonunni og jólatilboði hennar.
Bóbó hafði milligöngu
Sjómaðurinn sagðist hafa hringt í tiltekið
númer og óskað eftir þjónustunni. Maðurinn sem
svaraði var fremur var um sig en róaðist þegar sjó-
maðurinn sagði honum hvar hann hefði fengið
númerið. Maðurinn hefði kallað sig Bóbó og stað-
festi að sérstakur jólabónus væri í gangi. Sjómað-
urinn pantaði tíma síðar um daginn hjá vændis-
konunni sem er frá Rússlandi og kallaði sig Sam-
antha. Hún tjáði honum að sér þætti þægilegra að
vinna hér en á í Rússlandi og kjörin væru einnig
betri.
„Samantha," vildi ekki tjá sig um þjónustu
sína þegar DV setti sig í samband við hana. Sam-
kvæmt heimildum DV hefur konan sagt kúnnum
sínum að hún hafi verið flutt til landsins gagngert
til vændis og að maðurinn sem flutti hana inn
tæki helminginn af laununum. Hún muni einnig
hafa verið sæl með launakjörin, þrátt fyrir jólatil-
boðið og að þau væru mun betri en hún ætti að
venjast.
Talið er að fleiri en ein stúlka starfi á Gistihús-
inu undir handarjaðri þessa manns sem kallar sig
Bóbó. Aðferðin sem notuð er til að skipuleggja
vændið er aðallega í gegnum einkasímtöl og vef-
inn einkamal.is. Þar er nóg að senda eitt til tvö
svör við auglýsingum á vefnum og skömmu síðar
fæst staðfesting á pöntuðum tima og leiðbeining-
ar um verð og reglur.
Ekki í mínum húsum
„Ég veit ekkert um þetta mál,“ sagði Málfríður
Arnórsdóttir, eigandi Gistihússins Fells er DV
hafði samband. Hún sagðist ekki hafa orðið vör
við undarlegar mannaferðir. „Mér líst ekkert á að
hafa svona starfsemi í húsinu," sagði Málfrfður og
bætti við að þetta væri satt þá myndi hún grípa til
aðgerða.
Stuttu seinna vísaði hún vændiskonunni á
dyr: „Hún kom huggulega klædd til dyra og leit
alls ekki út fyrir að vera þessi týpíska vændiskona
sem maður sér í bíómyndum." Stúlkan neitaði
því að þar væri rekið hóruhús en var sótt
skömmu síðar af svörtum leigubíl. Bílstjórinn
gerði upp við Málfríði en hún segist sjálf ekki
hafa neitt á móti vændi en vilji samt ekki hafa
það í sínum húsum.
Kynlíf í Köln
skattlagt
Vændiskonur þurfa að
greiða skemmtanaskatt í
Köln í Þýskalandi frá og
með áramótum. Borgaryfir-
völd hafa lagt nýja skatta á
vændishús borgarinnar,
svo og erótískar bað- og
nuddstofur. Skattheimtan
verður einföld, rukkaðar
verða 150 evrur fyrir hvert
rúm á mánuði.
íslendingar jafn vitlausir og aðrar þjóðir
Svarthöfði uppgötvaði nú á aðvent-
unni að hvorki þjóðinni né heiminum
eins og hann leggur sig er viðbjarg-
andi. Það er eitthvað meira en lítið að
okkur. Við emm svo vitíaus. Á hverju
einasta ári hlustum við á sömu söguna
um fæðingu Jesú og svo dauða hans.
Alltaf sama sagan. Það kemur aldrei
neitt nýtt fram. Þetta er eins og að sýna
sömu bíómyndina dag eftir dag, ár eft-
ir ár.
Og þannig er það eiginlega með
bíóið líka. Nú em þeir að sýna Hringja-
dróttinssögu en það má nú vera meiri
hálfvitinn sem veit ekki hvernig sú
ræma endar. Ætli sá maður sé ekki jafn
klár og unga fólkið sem vissi ekki
hvernig Titanic endaði og heldur ekki
hvernir Rómeó og Júlía endar. Því það
er eiginlega staðan. Það er jafnvel talað
um það í könnunum sem gerðar eru
erlendis að það sé stór hluti þjóðanna í
útíöndum sem viti ekki einu sinni að
Svarthöfði
Jesús fæddist á jólunum. Þetta er fólk-
ið sem lætur það koma sér á óvart. Er
ofsalega hissa þegar það les um' það
greinar í blöðum, heyrir ávörp ráða-
manna og sér myndbrotin í sjónvarp-
inu.
Nei, ekki hlæja að því og telja að svo
sé nú ekki farið með fslendinga. Við
emm ekkert gáfaðari en aðrar þjóðir.
Við erum alveg jafn vitlaus og hér ráfar
um göturnar á Þorláksmessu heil hjörð
af fólki sem hefur ekki hugmynd um að
Jesú fæddist í fjárliúsi. Og það vill ekki
vita það. Því það ætlar að láta koma sér
á óvart. Alveg eins og þegar það fer á
Rómeó og Júlíu eða horfir á Titanic eða
þegar það bíður eftír páskunum til að
vita hvernig fór fyrir þessu blessaða
Jesúbarni.