Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 Fréttir xjv Miklu verri afkoma Tekur þeirra tólf sjávar- útvegsfyrirtækja sem eru á aðallista Kauphallar íslands er umtalsvert lakari í ár, samanborið við hver raun- in var í fyrra. Tekjuminnk- un miðað við sama tímabil árið 2002 er 11,7% og gjöld drógust saman um 5,3%. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 20,5% og hefur lækkað milli ára úr 25,9%. Með guðs hjálp Hálfunnin kirkja í smá- bænum Mejorada del Campo, skammt frá höfuð- borginni Madrid á Spáni, hefur vakið mikla athygli fyrir það að aðeins einn einstaklingur hefur unnið að gerð hennar síðastliðin 40 ár. „Dómkirkjan" eins og Justo Gallardo vill kalla hana er orðin 33 metra há en mun standa 55 metra þegar smíðinni lýkur. Hann lærði arkitektúr og listsköp- un af bókum og eyddi arfi sínum í byggingarefnið. Skötulyktin „Mér finnst skötulyktin alveg ágæt. Mér þykir skata svo góð. I gamla dag borðaði maður skötu jafnvel á hálfs mánaðar fresti. Líka siginn fisk og salt- fisk. Þetta er mjög gott allt saman," segir Lilja Margeirs- dóttir. Hann segir / Hún segir „Þegar maður er ungur finnst manni svona iagað alveg ógeðslegt - eitthvað sem ætt- að er úr iðrum jarðar. Svo verða dularfull efnahvörfí lík- amanum til þess að þeim fæðutegundum fækkar sem fyrr voru viðbjóðsleg. Skyndi- lega er maður farinn að borða hákarl og annað afþví tagi. Smám saman verður skötulykt ekki ógeðslegt heldur þolandi. Ég spái því að upp úr sjötugt telji ég þetta prýðilegt," segir Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður. 1300 bréf berast til Jólasveinsins frá ýmsum löndum. íslandspóstur framsendir þau til póstmeistara jólasveinsins í Mývatnssveit sem hefur setið sveittur við að svara. n Hjálparmenn jólasveinsins í Dimmuborg- um í Mývatnssveit hafa fengið tæplega 1300 bréf stíluð á Jólasveininn frá vongóðum börn- um hvaðanæva að úr heiminum þar sem þau lýsa óskum sínum um jólagjafir og senda hon- um góðar kveðjur. öll börn sem senda heimil- isfangið sitt með fá fallegst svarbréf frá sveinka. „Við höfum getað svarað um eitt þús- und bréfum“, segirÆgir álfur, póstmeistari hjá Jólasveininum í Dimmuborgum. „Það er leið- inlegt að stundum fylgir ekkert heimilisfang, eða þar segir einfaldlega „ég er á sama heimil- isfangi og í fyrra“. Það getur stundum verið erfitt fyrir okkur að svara ef við munum ekki heimilisfangið". Bréfin berast til íslands frá ýmsum löndum, svo sem Ástralíu, Indlandi, Brasilíu, Ítalíu, Frakklandi og Spáni, svo eitt- hvað sé nefnt. Mest kemur þó frá Bretlandseyj- um. Ótrúlegt má virðast að sum bréfanna endi á íslandi, því oft stendur ekkert annað utan á þeim en einfaldlega „Jólasveinninn". Ef landið er tilgreint er það íbréfimumeru Grænland, Lapp- land eða Álfaland Jólasveinsins. Samt enda bréfin ein- hvernveginn á ís- landi, þar sem ís- landspóstur áframsendir þau svo að Dimmborg- um í Mývatnssveit, en þar er einmitt svokallað Jólaland. I svarbréfinu til barnanna, sem er stflað á þau með nafni, talar jólasveinninn um mikilvægi friðar, manngæsku og náungakærleiks. „í bréf- unum eru börnin mikið að minna jólasveininn á hversu góð þau hafa verið allt árið, og svo fylgir óskalisti. Flest eru börnin hógvær í bón- um sínum, en ég er nú með eitt bréf hérna fyr- ir framan mig með óskalista með 52 atriðum, þar á meðal er DVD spilari", segir Ægir álfur, sem greinilega vandar til verka við svörin. „Hér rétt áðan var ég að taka mynd af jólasveininum með snuð. Lítill sænskur drengur sem var hættur að nota þau sendi þau til jólasveinsins. Svona gjafir finnst jólasveininum gaman að fá , og litli drengurinn fær til baka mynd af jóla- sveininum með snuðin". brynja@dv.is börnin mikið að minna jólasvein- inn á hversu góð þau hafa verið allt árið, og svo fylgir óskalisti ■\*V. fj fay,; ys XsrSwtfíCSií a. e. mJ É5KH8MSS Óskalisti mtíð myndum. Hér fylgir bréf frá Amy á tiretlandi. Hún hefur klippt út myndir úr auglýsingabæklinnum og limt inn í bréfið, svo Jólasveinninn viti orugglega hvad hana langar í. Jólasveinninn og bréfin. Sænskur drengur sendi sveinka snuðin sín enda hættur að nota þau. Hann fær til baka mynd af jólasveininum með snuðin". Misvísandi upplýsingar eru um það hvort týndi Kínverjinn sé kominn í leitirnar Lögreglan kannast ekki við týndan Kínverja Misvísandi upplýsingar berast um hvort Kínverjinn sem lýst var eftir fyrir rúmri viku sfðan hafi kom- ið í leitirnar eða ekki. Lögreglan í Kópavogi kannast ekki við manns- hvarfið, sem var auglýst í DV á mánudaginn í síðustu viku af Sess- elju Elsu Línudóttur, öðru nafni Zhang Xibei. f viðtali við DV sagði hún að hann hafi týnst úr vinnunni og hét hún góðum fundarlaunum. Hún sagði ættmenni hans í Kfna hafa spurt frétta af honum, því væri hans leitað. Sesselja segir að hann sé fund- inn. „Hann er fundinn. Þetta var bara misskilningur og hann vill ekki tala um það,“ segir Sesselja. Nánar spurð sagðist Sesselja ekki vilja tjá sig um málið. Spurð hvar Kínverjinn væri vildi hún ekki svara og kvaddi án útskýringa. Lína Jia, móðir Sesselju, er eig- andi Kínverskrar nuddstofu, við Hamraborg í Kópavogi. Hún neitar að Kínverjinn sé fundinn. „Hann er ekki hér og er ekki með neinn síma. Ég hef ekki séð hann í margar vik- ur,“ segir Lína. Lína segir týnda Kínverjann heita Pang, en hann hefur unnið sem nuddari á stofu hennar. Sam- kvæmt heimildum DV flúðu þrír nuddarar af nuddstofunni íyrir rúmum tveimur vikum. Tveir þeirra hafa ekki dvalarleyfi á landinu. Þeir hafa allir búið í kjallaranum á Kín- verskri nuddsofu, við Hamraborg í Kópavogi. jontrausti@dv.is Nuddarinn Pang Auglýsturtýndurafdótt- uryfirmanns sins á Kínverskri nuddstofu I Kópavogi fyrir viku síðan. Ekki hefur fengið staðfest að hann sé kominn í leitirnar. Kínversk nuddstofa Týndi Kínverjinn Pang starfaði á Kinverskri nuddstofu i Kópavogi. Yfirmaður hans segir hann ekki fundinn, en dóttir hans segir að hann málið hafi verið misskitningur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.