Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003
Fréttir DV
íslensk mjólk
er öðruvísi
Bændur greina frá því á
vefsvæði sínu bondi.is að
íslenska kúamjólin hafi
meiri sérstöðu en áður var
talið. Rannsóknir rann-
sóknarstofu í næringar-
fræði við Háskóla íslands
og Landspítala-háskóla-
sjúkrahúss leiða í ljós að
fitu- og próteinsamsetning
íslensku kúamjólkarinnar
er önnur en í nágranna-
löndunum og er hún að
mörgu leyti heilsusamlegri.
Inga Þórsdóttir, Ingibjörg
Gunnarsdóttir og Bryndís
Eva Birgisdóttir fram-
kvæmdu rannsóknirnar og
fengu til þess fjármögnun á
fjárlögum síðustu þrjú ár.
Þær hafa gefið út bókina
„Sérstaða íslensku kúa-
mjólkarinnar - tengsl við
heilsu og framtíðarmögu-
leikar."
Stalín minnst
Rúmlega hundrað ein-
lægir aðdáendur sovéska
einræðisherrans Jósefs
Stalín komu
saman um helg-
ina til að minn-
ast karlsins í
fæðingarborg
hans Gori,
skammt frá
Tbilisi í Georgíu.
Tilefnið var að
Stalín hefði orð-
ið 124 ára ef
hann hefði lifað.
Stalín stjórn-
aði Sovétríkjunum með
harðri hendi um árabil en
sagan hefur ekki farið
mjúkum höndum um
hann. Hann er talinn
ábyrgur íyrir þúsundum
dauðsfalla í embættistíð
sinni.
Súðvíkingar hafa eytt tuttugustu hverri skattkrónu hreppsins til minka- og refa-
veiða. Hlutfall ríkisins í kostnaðinum minnkar verulega samfara aukinni veiði.
Súðvíkingar og fleiri sveitarfélög mótmæla og hætta greiðslu skotlauna. Minkurinn
er sagður útrýma fuglum.
Ríkiö stuðlar að
íjölgun í minkastofni
Súðavíkurhreppur segir að þar sem umhverf-
isráðuneytið hafi minnkað kostnaðarþátttöku
sína í veiðunum úr 50% í 30% sjái nefndin sig
knúna til að hætta greiðslu skotlauna fyrir mink
og ref - þar til ráðuneytið finni viðeigandi lausn.
Súðavík er meðal fjölmargra sveitarfélaga
sem mótmæla ákvörðun umhverfisráðuneytis-
ins um að lækka greiðslur fyrir veiði á mink og
ref. Dæmi um önnur sveitarfélög sem einnig
hafa hætt greiðslum til grenjaskytta eru ísafjörð-
ur og Grímsnes- og Grafningshreppur.
Minkur að útrýma fuglum
„Það er öllum ljóst sem til þekkja hve gríðar-
legur skaðvaldur minkurinn er í náttúrunni og á
án efa stærstan þátt í hnignun margra fuglateg-
unda svo sem rjúpu sem sést varla í sveitarfélag-
inu lengur," segja hreppsnefndar-
menn í greinargerð.
HörðurÆvarsson refaveiðimaður segir að skerð-
ing umhverfisráðuneytisins megi rekja til sívax-
andi veiði undanfarin ár, sérstaklega í ref.
Heildarframlag ríkisins sé óbreytt milli ára, 12
milljónir króna, og því sé lægri upphæð til fyrir
hvert dýr. Reyndar hafi framlag ríkisins aldrei
staðið undir 50% kostnaðarins við veiðarnar því
fæstir veiðimenn vinni á þeim lágmarkstöxtum
sem umhverfisráðuneytið miði við. Þannig hafi
heildarkostnaður við veiðarnar í fyrra verið 56
milljónir. Þær 44 milljónir sem séu umfram 12
milljóna króna framlag ráðuneytisins hafi sveit-
arfélögin greitt.
Tvær nefndir skoða málin
„Það er næstum fyndið að á sama tíma og Siv
Friðleifsdóttir lýsir yfir stríði gegn ref og mink
skerðir hún framlagið til veiðimanna. Það eina
sem hefur gerst er að skipað-
ar hafa verið tvær nefndir
sem skoða eiga rnálin,"
Að sögn hrepps-
nefndarmanna hafa
Súðvíkingar lagt metn-
að í að halda niðri stofn-
stærð refa og minka á hinu
750 ferkílómetra landsvæði
sem tilheyri þeim: „Til marks
um það var á árinu 2002 ráð-
stafað 2,6 milljónum króna í
minka- og refaeyðingu en það er
um 5,4% af skatttekjum sveitarfé-
lagsins."
„Ætli ráðherrann sé ekki bara
einhvers staðar að drekka
malt?"
Viðmunartaxti umhverfisráðuneytisins fyrir
skotlaun er 7 þúsund krónur fyrir ref og 3 þús-
und krónur fyrir mink. Hreppsnefndin segir að
fyrir Súðavík nemi skerðing ráðuneytisins 500
þúsund krónum fyrir árið 2002. Ákvörðun brjóti
í bága við þá stefnu ráðuneytisins sjálfs að út-
rýma mink úr íslenskri náttúru.
Ekki bólar á loforði landbúnaðarráð-
herra
Hörður segir veiðimenn undrast að umhverf-
isráðherra hafi ekki gert átak í að eyða mink og
ref á sama tíma og hún friði rjúpnastofninn
vegna meintrar lítillar stofnstærðar. „Ef það er
rétt að rjúpan sé í hættu á líka að skerða önnur
kvikindi en manninn sem eru að slátra rjúp-
unni,“ segir hann.
Að sögn Harðar eru sauðfjárbændur spólvit-
lausir yfir þróuninni.
„Tófan drepur fleiri hundruð lömb á hverju
ári og þeim mun fjölga, verði dregið úr veiðun-
um. Mér er sagt að GuðniÁgústsson landbúnað-
arráðherra hafi lofað bændum að kippa þessu
máli í liðinn. Það hefur þó enn ekkert gerst. Ætli
ráðherrann sé ekki bara einhvers staðar að
drekka malt?“
gar@dv.is
Hörður Ævarsson „Það
er næstum fyndið að á
sama tima og Siv Frið-
ieifsdóttir lýsiryfir stríði
gegn refog mink skerðir
hún framlagið til veiði-
manna," segir refaskyttan
Hörður Ævarsson.
Refur á heiði Minkurinn á stærstan þátt i hnignun margra fugiategunda. Rjúpa sést varla isveitarfélaginu lengur, segir
hreppsnefndin íSúðavik sem þóer hætt að greiða minkaveiðimönnum skotiaun.
Uppreisn
Zapatista
tíu ára
Nú í desember eru tíu ár
liðin síðan fátækir bændur
í suðurhluta Mexíkó hófu
vopnaða uppreisn gegn
stjórnvöldum. Uppreisnar-
mennirnir, Zapatistas,
kröfðust þess að yfirvöld
stæðu við orð sín um að
standa vörð um menningu
og siði bændanna. Þegar
það var ekki gert risu
bændurnir upp og heimt-
uðu sjálfstæði frá Mexíkó.
Átökin voru blóðug og urðu
fjölda fólks að fjörtjóni.
Þrátt fyrir að uppreisnin
hafi verið bæld niður ríkir
enn mikil heift gagnvart
stjórnvöldum í héruðunum
sjö sem um ræðir.
„Við erum öll sek,“ er rauði þráðurinn í Réttarhöldum
Franz Kafka. Nú hefur hinn íslenski Kafka hlotið dóm.
Kafka í gæsluvarðhaldi
Aðfaranótt laugardagsins 24. maí
var Björn Kafka Bender handtekinn
á gatnamótum Bankastrætis og
Lækjargötu. Hann var undir áhrifum
áfengis og vínandamagnið mældist
0,85%. í þessari dramatísku bílferð
ók Björn Kafka á fjölda bfla, þar á
meðal tvo lögreglubfla sem veittu
honum eftirför. Eltingarleikurinn
líktist einna helst atriði úr
Hollywood mynd og þykir mesta
mildi að engan sakaði.
Bflferðin hófst með því að Björn
ók svo óvarlega að hann klessti á
járngrindverk og kyrrstæða bifreið á
gatnamótum Snorrabrautar og
Flókagötu í Reykjavík. Björn flúði af
vettfangi og ók skömmu síðar á aðra
bifreið á Smiðjustíg sunnan við
Hverfisgötu. Lögreglan kom á eftir
Birni sem brunaði niður Laugaveg-
inn. Hann virti þó ekki stöðvunar-
merki hennar og á gatnamótum
Laugavegar og Skólavörðustígs ók
Björn Kafka á steyptan stólpa og á
kyrrstæða lögreglubifreið.
Björn ók áfram eftir Laugavegin-
um og olli skemmdum á einum bfl
til viðbótar sem var kyrrstæður við
gatnamót Laugavegar og Ingólfs-
strætis. Hjá Amtmannsstíg klessti
Björn á járngrindverk og síðan á lög-
reglubfl sem veitti honum eftirför.
Gatnamót Þingholtsstrætis og
Bankastrætis voru lokuð vegna
framkvæmda en Björn ók þvert í
gegnum allar hindranir, áfram vest-
ur Bankastræti þar sem lögreglunni
tókst loks að stöðva hann og hand-
taka.
9. desember var dómur kveðinn
upp yfír Birni Kafka sem á að baki
fjölda afbrota, auðgunarbrot og
fíkniefhamisferli. Þó hann játaði bot
sín skýlaust fékk hann 14 mánaða
óskilorðsbundinn dóm. Örlög hans
eru þó öllu skárri en félaga hans
Jósef K. sem réttað var yfir í bók
Franz Kafka. Þar játaði K. að vera
sekur jafnvel þó hann vissi ekki fyrir
hvað hann var ákærður og var
stunginn með hnífi í hjartað.