Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 Fréttir DV Engin viðbrögð Ungir Framsóknarmenn ályktuðu um helgina á móti ummælum Davíðs um að drepa Saddami Hussein. í ályktuninni hvetja þeir rík- isstjórn íslands til að sýna fordæmi og beita sér íýrir því að dauðarefsingu verði ekki beitt. Halldór Ásgríms- son formaður Framsóknar- flokksins vildi ekki svara spurningum blaðamanns en aðstoðarmaður hans, Björn Ingi Hrafnsson sagði að það yrðu engin viðbrögð af hálfu flokksins. Ungir Sjálfstæðismenn hafa löngum verið þekktir fyrir róttækar skoðanir. DV hafði samband við Hafstein Þór Hauksson formann þeirra. „Mér fannst ekkert athugavert við ummæli Davíðs," sagði Hafsteinn. Ólíkt ungum framsóknar- mönnum hafa ummæli Davíðs ekki verið tekin fyrir fundi Sjálfstæðismanna. „Við höfum ályktað um málefni fraks en ekki Sadd- ams," sagði Hafsteinn, „sjálfur er ég á móti dauða- refsingu." Indjánar heimta skaðabætur Bandaríski olíurisinn ChevronTexaco hefur verið stefnt fyrir dómstóla af hópum ættbálka indjána sem búa í frumskógum Ekvador. Ástæðan er að slæmur frágangur eftir ol- íuboranir fyrirtækisins í landinu áður fyrr hefur mengað ár og læki á stór- um svæðum í landinu. Indjánarnir, sem margir hverjir búa enn frumstætt, nota árnar til þvotta og baða en slíkt er illmögulegt nú vegna mengunar í ánum. Hefur málsóknin sett fyrirætlanir stjórnvalda í uppnám þar sem vonast var eftir að fleiri olíufélög sýndu áhuga á að bora eftir gullinu svarta í landinu. Faðir og bróðir ferðabóndans á Hofi játa að hafa hent dýrahræjum á sameiginlegu landi bóndans og þeirra. Faðirinn segir þá nú hafa mokað yfir allt saman en heil- brigðisfulltrúi vill tryggja að ekki stafi sjúkdómahætta af dauðum kindum og kú í flæðarmáli Hofsjarðarinnar. Faðir ferDabónda játar hræmennun Það voru Narfi Kristjánsson og Kristján Narfa- son, faðir og bróðir Sigurðar Narfasonar, ferða- þjónustubónda á Hoftúni, sem sturtuðu mörgum hlössum af dýrahræjum og öðrum úrgangi á sam- eiginlega landareign þeirra feðga. Hof og Hoftún í Snæfellsbæ er tvíbýli. Lengi hafa þar verið hatrammar deilur með Sigurði annars vegar og bróður hans og föður hins vegar. Sjálfir segja þeir við DV að upphaf deilnanna megi rekja til ágreinings um eignarhald á hlutum jarð- arinnar. „Þetta er hreint sakamál. Dómari mun ákveða refsinguna" segir Helgi Helgason, heilbrigðisfull- trúi Vesturlands, um losun úrgangsins. Sílamávur dreifir salmónellu „Heilbrigðiseftirlitið bíður nú eftir skýrslu frá lögreglunni. Það er mögulegt að við göngumst fyrir að sá hluti úrgangsins sem felur í sér sjúk- dóma- og smithættu verði fjarlægöur og urðaður á viðurkenndum stað. Sflamávur er hér um allt land og getur víða borið salmonellusýkingu og kamfýlósmit," segir Helgi. Eins og fram kom í DV í gær telur Sigurður Narfason á Hofi að það séu að minnsta kosti fimm vörubflshlöss af viðbjóði sem komið var fýrir á jörð hans. Narfi fað- ir hans segir á hinn bóginn að jörðin öll sé óskipt í sameigin- legri eigu þeirra feðga. og! slitin kind Úrganginunt var komið fyrir í aðeins um 300 metra fjar- lægð frá bæjarhús- unum þar sem Sig- urður rekur ferða- þjónustu ásamt eig- inkonu sinni. Til að komast á staðinn þurftu feðgarnir Narfi og Kristján að aka fram hjá bæ Sig- Sigurður Narfason Ferðaþjón- ustubóndinn á Hofi fær líklega lið- sinni heilbrigðisfulltrúa til að losna við það sem hrafnar, mávar og refir hafa skilið eftir afkú og kindum sem sturtað vardauðum I fjöruborðið á landi hans. Faðirinn segist hins vegar þegar hafa mok- að yfir allt saman. urðar sem var í út- löndum þegar dýrahræjunum og hinu ruslinu var komið fyrir við fjöruborðið. „Þetta var ein veik kýr sem þurfti að lóga og kviðslitin kind sem við fundum afvelta og settum þetta í sandbarð. Við höfðum ekki vagn tiltækan til að geta mokað yfir þetta og Sigurður virðist ekki hafa getað beðið í nokkra daga. En nú höfum mokað yfir þetta og málið er búið," telur Narfi. málið tekur. Það fari sinn feril hjá embættinu en fyrst og fremst væri um fjölskylduvandamál að stríða. „Það er með ólfldndum hvað menn fá sig til að gera. En það er að minnsta kosti gott að þeir hafi játað þetta. Vonandi verður þetta fjarlægt af land- inu sem fyrst," segir Sig- urður Narfason. Jrúb. ektó fyi'k-gt'tjð Ekki inn á fjárhagsá- ætlun Meðal þess sem skilið var eft- ir er ein dauð kýr, talsvert af kindahræjum og sláturúr- gangur. Heil- brigðiseftirlit- ið mun ekki láta við það SSE sitja að aðeins »»•» verði mokað ““ yfir hræin þar sem þau liggi. „Þessi verkn- 'flð aður er brot á ýmsum lögum, meðal annars lög- um um smitsjúk- dómavarnir. Menn hafa hlotið dóma fyr- ir svipuð brot. Við þyrftum að fá sérstak- an stuðning frá sveit- arfélaginu til að hreinsunarstarfsins því slík verk eru ekki , inn á fjárhagsætlun embættisins. Brota- mennirnir verða þá síðan látnir borga kostnaðinn," segir Helgi. I samtali lögreglu- mann í Ólafsvík kom fram að ekki væri ákveðið hvaða stefnu gar@dv.is Hræiumstortaöa jjnfl Mnhnnna af kot'St ööw _ Shtutðttr Nsuis*,a- ijSHÍJ! ÍVÍ, i1 ■ ',"ií '■"f' zjz&ssz&r Grun.r uW á <m hrMum- H okkur «0 «s.iw» v*ri ^ ^ ^*. ÞA l>v( ttákú.<}*harW«“**» SSSgntfSSís-- söjjsgss^ aassssdEs:w-Ksr Ugr«glu*»*«•£*^ af hwftti ckkt*von« fcrtwl>)60u*í- swirsstfsfew i'ftt' Fleiri konur búa í Reykjavík en karlar eru fleiri úti á landi „Ég veit ekki enn hvort ég kemst heim tilítalíu," segir Gianni Porta, yfir- verkefnis- stjóri impregiio á lslandi.„Ég er ekki einu sinni viss um að ég vilji það. Ég hef verið svo lengi í burtu að ég þekki ekkert annað en vera úti Landsíminn um um áramót. Heimafyrir er venja að fólk skjóti upp flugeldum og hendi öllu lauslegu út um gluggann. Þá skiptir engu hvað er undir glugganum. Það er ekki gleðilegt efþað er bíll- inn þinn. „Ég held að við Kárahnjúka verði ekki skotið upp neinum flugeldum. Það býður hætunni heim og við viljum hafa öll ör- yggismál á hreinu." islendingar eru 290 þúsund Islendingar voru 290.490 talsins 1. desember síðastliðinn, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Þeir em þúsund sinnum færri en Banda- ríkjamenn. í fyrra vom íslendingar 288.201 og hefur þeim fjölgað um 0,79 prósent á milli ára. Þetta er meiri fjölgun en í fyrra, en talsvert minni en áratuginn á undan, þegar fjölgunin var rúmt eitt prósent á ári. Fjölgun ís- lendinga er í meira lagi í Norður-Evr- ópu, aðeins Imm fjölgar örar. Banda- rfkjamönnum fjölgar nú um 0,89 pró- sent á ári og Áströlum og Kanada- mönnum um 0,96 prósent. Svíum fjölgar aðeins um 0,02 prósent á ári, Spánverjar og Italir berjast í bökkum og Ungverjum, Tékkum og Pólverjum fækkar. Mest fjölgar á ýmsum hita- beltiseyjum, sem og á Gaza-svæðinu þar sem fjölgunin nemur 3,89 pró- sentum á milli ára. Reykvfldngar eru nú 113 þúsund, en Kópavogur er sem fýrr næst stærsta byggðarlagið með 25 þús- und íbúa. Þvínæst kemur Hafiiar- fjörður með 21 þúsund íbúa og Ak- ureyri með ríflega 16 þúsund íbúa. Karlar á landinu eru fleiri en kon- ur, eða 145.333 á móti 145.157, en í Reykjavík eru konur meira en tveim- ur þúsundum fleiri en karlar. í Reykjavík fæðast að jafnaði fleiri karlar en konur en þegar kemur fram yfir tvítugsaldur og lengra eru konur talsvert fjölmennari í flestum ár- göngum. Svo dæmi sé nefnt eni 1.030 24 ára gamlar konur í Reykjavík en aðeins 942 karlar. Þá eru um tvö- falt fleiri konur 85 ára en karlar, bæði í borg og á landsbyggðinni, og skýrist það fyrst og fremst af því að karlar deyja að jafnaði yngri en konur. jontrausti&dv.is Reykvíkingar tReykjavik eru tvö þúsund konur framyfir karta, en þar fæðast fleiri karlar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.