Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Qupperneq 16
7 6 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 Fréttir jyv Jólabókaflóðið er uppfullt af harmsögum fólks sem hefur mátt þola hina ýmsu hluti. Fátt virðist vekja jafn mikinn áhuga hjá landanum og góð raunasaga. Því er vel við hæfi að jólaleikrit Borgarleikhússins sé eitthvað harmþrungnasta leikrit 20. aldarinnar, Sporvagninn girnd eða „A Streetcar Named Desire.“ Björn Ingi Hilmarsson fer með aðalhlutverkið og segir oft erfitt að losa sig úr hlutverkinu, oft sæki á hann hugsanir sem tilheyra Stanley Koslawski. Stanley Kowalski og Blanche Björn Ingi Hilmarsson fer á kostum Kowalski er drykkfelldur, lemur Dubols í Sporvagninum Girnd. í hlutverki Kowalski. konuna sína og nauðgar systur hennar. Höfundur verksins er Tennessee Williams, sem talinn er meðal helstu leikritaskálda síðustu aldar. Hann hóf ritferil sinn 17 ára gamall þegar vann fimm dollara í verðlaun fyrir ritgerðarsamkeppni í tímariti fyrir greinina „Getur góð eiginkona verið góður féiagi?" Hvað hann sjálfan varðaði virðist hann hafa svarað spurningunni neitandi, þvíhann var samkynhneigður, og fór ekki dult með það þrátt fyrir að hafa verið uppi á tímum þar sem samkyn- hneigð var litin miklu hornauga. Er þetta eflaust ein ástæðan fyrir því að hann hafði mikla samkennd með ut- angarðsfólki, en mörg leikrit hans fjalla um fólk á jaðri samfélagsins. Þunglyndi, geðveiki og drykkjusýki Fordæming samfélagsins virðist þó hafa fengið á hann, því að í Spor- vagninum Girnd kemur í ljós að hin ógæfusama Blanche var gift homma sem fremur sjálfsmorð, sem leiðir svo til þess að hún missir trú á karl- mönnum. Svotil öll leikrit Williams enda illa fyrir sögupersónur, nema verkið Rose Tattoo, en það skrifaði hann rétt eftir lok seinni heimsstyrjaldar þegar hann var nýbúinn að finna ástina með sjóliðanum Frank Merlo. Sambandið endaði þó illa fyrir parið, því Frank lést 14 árum síðar af lungnakrabbameini. Tennessee átti við þunglyndi að stríða, bjó í stöðug- um ótta við geðveiki eins og þá sem hafði hrjáð systur hans, og ánetjað- ist um tíma áfengi og læknalyfjum. Hann átti þó meiri velgengni að fagna en flestir samtímahöfundar, hlaut Pulitzerverðlaunin tvisvar og mörg leikrita hans, eins og Glerdýrin og Köttur á heitu blikkþaki, voru gerð að bíómyndum. Nútímalegur hrotti Sporvagninn var fyrst settur upp á Broadway árið 1947, með ungan leikara að nafni Marlon Brando í hlutverki Stanley Kowalski. Þegar kvikmynd eftir verkinu var svo gerð fjórum árum síðar var Brando enn í aðalkarlhlutverkinu og sló í gegn. Hann átti svo eftir að verða einn stærsti leikari kvikmyndasögunnar, hvort sem er í afrekum eða kílóum talið. Stanley Kowalski í meðförum Brandos kemst varla hjá því að vera glæsimenni þrátt fyrir að vera drykk- felldur, berja konuna sína og nauðga systur hennar meðan hún er að eiga barn, svo miklir eru persónutöfrar leikarans. En færður inn í nútímann og í meðförum Björns Inga Hilmars- sonar fáum við að sjá öllu hrotta- fengnari Kowalski. Þegar Björn inn í hlutverkið eins og það væri ég sem er raunverulega að gera þessa hluti." Er eríitt aö koma sér úr hlutverk- inu að ætingu lokinni? „Samstarfsmenn mínir segja að minnsta kosti að ég sé miklu leiðin- legri en ég var fyrir tveimur mánuð- um síðan," segir hann og hlær. „Það tekur smá tíma að koma sér úr hlut- verkinu aftur, en ég reyni að gera það áður en ég fer heim til að vera góður við konuna og börnin. Konan hefur að minnsta kosti ekki kvartað enn þá, en hver veit, kannski er hún að gera það núna við einhverjar vinkon- ur sínar úti í bæ. En þetta er ákveð- inn geðklofi, og stundum, þegar maður er til dæmis staddur í Kringl- unni að versla , þá sækja á mann hugsanir sem tilheyra Stanley Kos- lawski." Hvernig undirbjóstu þig? „Fyrst og fremst kafar maður ofan gengur á svið er manni skapi næst að hringja strax í Stígamót af ótta um velferð kvennana á sviðinu. Gaman að fá að vera skepna En hvernig er svo að setja sig í sporhvílíks ómennis? „Hann er skepna, og það er gam- an að fá að vera það líka. En þetta er ákveðið átak, því ég reyni að lifa mig Björn i hlutverki Stanley Kosiawski Hann er skepna, og þad er gaman ad fá ad vera þad lika. En þetta er ákved- id átak, þvi ég reyni ad lifa mig inn i hlutverkid eins og þad væri ég sem er raunverulega ad gera þessa hluti." í verkið. En við höfum reynt að færa karakterinn sem næst samtímanum, til dæmis með að tattúvera hann og snoða. Þessi týpa er til, hvort sem það er hér eða annars staðar. Stund- um er maður eins og fluga á vegg, og verður vitni að einhverju sem minn- ir mann á Kowalski. Það eru kannski svoldið margir Kowalskiar í kringum okkur." Fyrir þá sem vilja læra að þekkja Kowalski týpu í sjón, og verða vitni að stórkosdegum leik Björns og meðleikara hans, þá verður Spor- vagninn frumsýndur 28. desember á Litla sviði Borgarleikhússins. Með önnur hlutverk í sýningunni fara Sig- rún Edda Björnsdóttir sem leikur Blanche Dubois, Harpar Arnardóttir sem leikur Stellu Kowalski, Pétur Einarsson sem leikur Mitch, Katla Margrét Þorgeirsdóttir sem leikur Eunice Hubbel og Þór Tulinius sem leikur Steve Hubbel. valur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.