Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003
Fókuf DV
Þorláksmessutónleikar Bubba í beinni
Hannes hefur engin
ítök á Bylnjunni
Það eru tveir fastir liðir í jólaund-
irbúningnum hjá mér. Annars
vegar eru það Þorláksmessutón-
leikarnir og hins vegar tónleikar
á Litla-Hrauni daginn eftir.
Þorláksmessutónleikar Bubba
Mortens verða að þessu sinni
haldnir á skemmtistaðnum NASA
við Austurvöll en tónleikarnir hafa
verið árviss viðburður í jólaundir-
búningi Bubba síðastliðna áratugi.
Mörgum er enn í fersku minni eftir-
málar tónleikanna sem haldnir
voru jólin 2001 þegar Bubbi lét
nokkurð vel valin orð falla um aðila
tengdum Sjálfstæðisflokknum og í
kjölfarið tók Útvarpsráð þá ákvörð-
un að útvarpa tónleikum Bubba
ekki að ári liðnu, líkt og hefð hafði
skapast fyrir.
Aðdáendur í Ástralíu
„Það eru tveir fastir liðir í jóla-
undirbúningnum hjá mér. Annars
vegar eru það Þorláksmessutón-
leikarnir og hins vegar tónleikar á
Litla-Hrauni daginn eftir. Ef ég man
rétt þá eru þetta tuttugustu tónleik-
arnir sem ég held á Þorláki og að
þessu sinni mun ég hlaupa á
hundavaði yfir talsvert magn af efni
svo ég vona að sem flestir finni eitt-
hvað við sitt hæfi,“ segir Bubbi og
bætir því við að hann hlakki alltaf
mikið til þessara tónleika.
„Ég er búinn að fá tölvupóst frá
íslendingum búsettum t.d. í Ástral-
íu og Afríku þar sem fólk segist bíða
eftir tónleikunum með eftirvænt-
ingu. Ég hef líka frétt að fólk muni
hópast saman á Nýja-Sjálandi til að
hlusta á þetta í beinni útsendingu,
tengja tölvuna sína við græjurnar
úti í garði og hlusta á Þorláks-
messutónleikana að morgni til úti í
blíðunni. Hálf öfugsnúið en mjög
skemmtilegt," segir Bubbi og hlær
en tónleikunum verður útvarpað í
beinni útsendingu á Bylgjunni og
getur fólk einnig hlustað í gegnum
netið.
Hannes hefur engin ítök í
Bylgjunni
Líkt og fólki ætti að vera kunn-
ugt um hefur Bubbi í gegnum tíðina
ekki verið feiminn við að tjá sínar
skoðanir á málefnum líðandi
stundar og hafa tónleikar hans á
Þorláksmessu yfirleitt verið vett-
vangur fyrir slíkt. Áður hefur stutt-
lega verið minnst á tónleikana fyrir
tveimur árum þar sem Hannes
Hólmsteinn var meðal þeirra sem
gagnrýndir voru af trúbadornum og
Bubbi segist hvergi nærri hættur að
láta menn heyra það ef hann sér
ástæðu til.
„Ritskoðun er ekki viðhöfð á
Bylgjunni og Hannes hefur engin
ítök þar,“ segir Bubbi.
„Éf mönnum fannst ég fara yfir
strikið þarna um árið þá hef ég far-
ið yfir strikið allan minn feril. Það
er bara þannig að þegar maður
móðgar einhvern með stóran
vinalióp þá geta afleiðingarnar
orðið á þennan veg. Ég var líka
búinn að atast eitthvað í ævi-
sagnaritaranum tvö ár þarna á
undan og þetta fór því fyrir brjóst-
ið á einhverjum mönnum. En ég
mun ekkert láta það á mig fá,“
segir Bubbi sem annars segist
hlakka til að lesa nýju bókina
hans Hannesar um
nóbelskáldið.
Vinstri slagsíða
Athygli vakti þegar 20 ára afmæl-
istónleikar Rásar 2 voru haldnir há-
U'ðlegir fyrir skemmstu að þar kom
Bubbi fram og flutti lag um kvóta-
kerfið. Áður en hann hóf sönginn
sagði hann ákveðna „vinstri slag-
síðu“ vera á laginu en þá hafði mál
tengt bréfasendingum Markúsar
Arnar útvarpsstjóra verið mikið til
umræðu.
„Ég sagði nú bara að það væri
smá vinstri slagsíða á
þessu lagi af því að ég
sá að Markús sat
þarna beint fyrir
framan mig og
mig langaði
til að stríða
honum
aðeins.
Ég mun
samt
eflaust ræða það mál aðeins nánar á
tónleikunum enda er það í alla staði
fáránlegt. Mér finnst í raun ótrúlegt
hvernig RÚV getur haldið meirihluta
þjóðarinnar í hlekkjum með þessu
móti og svo eru einhverir kallar þarna
úti sem eru bara að auka þyngdina á
hlekkjunum," segir Bubbi og vandar
RÚV ekki kveðjurnar.
Nýjasta plata Bubba, Þúsund kossa
nótt, hefur mælst vel fyrir hjá landan-
um og salan hefur verið eftir því.
Bubbi segist sjálfur vera mjög
ánægður með útkomuna.
„Platan hefur farið vel af stað og
viðbrögð hafa verið mjög jákvæð.
Það er alltaf jafn ánægjulegt að geta
ár eftir ár, eða áratug eftir áratug, ver-
ið að harka við þetta en samt náð að
höfða til landans og ná góðri sölu.
Eftir áratugahark kemur þetta mér
samt alltaf á óvart,“ segir Bubbi.
Tónleikar hans verða eins og
áður sagði haldnir í kvöld á
NASA við Austurvöll og
verður þeim að auki út-
varpað beint á Bylgj-