Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003
Fókus DV
Einu sinni voru strákur og stelpa
sem fóru með pabba sínum og
mömmu að skoða Þingvelli. Þetta var
snemma á jóladagsmorgni og fjöl-
skyldan ók sem leið lá úr Reykjavík
austur Mosfellsheiði. Bílnum var lagt
við Hótel Valhöll og svo gengu þau
upp í Almannagjá.
Pabbi og mamma hrópuðu upp
yfir sig af gleði yfir því að vera loksins
komin á þennan sögufræga stað en
börnunum varð ekki um sel yfir þeim
drungalegu myndum sem þeim
fannst þau hvarvetna sjá í kletta-
veggjunum.
Var nánast eins og þar hefði hvert
tröllið upp af öðru orðið að steini á
hinn sársaukafyllsta hátt. Inn á milli
brá fyrir furðulegum forynjum sem
börnin gátu ekki einu sinni látið sér
detta í hug hvað ætti að nefna. Voru
pabbi og mamma enda óþreytandi
við að benda börnunum á nýjar og
nýjar hryllingsmyndir í klettunum.
Konum drekkt og hausar
höggnir
En þá fór skyndilega að rigna eins
og hellt væri úr fötu, enda var þetta
eftir að veðráttan í heiminum breytt-
ist. Dimmt hafði verið yfir um morg-
uninn þegar fjölskyldan lagði af stað
úr Reykjavík en eigi að sfður höfðu
foreldrarnir ekki athugað að taka
með regnfatnað handa börnunum.
Urðu því strákurinn og stelpan fljót-
lega holdvot og báru sig illa.
Pabbi og mamma voru hins vegar
bæði klædd vönduðum vatnsheldum
skjólfíkum frá hvirfli til ilja og beit
rigningin því ekkert á þau. Þau vildu
þess vegna halda áfram að skoða Al-
mannagjá og kvörtuðu sáran þegar
börnin kröfðust þess að þegar í stað
yrði haldið aftur niður að Hótel Val-
höll. Kváðust pabbi og mamma ekki
mundu geta á heilum sér tekið ef þau
fengju ekki að skoða Drekkingarhyl
þar sem konum var drekkt í gamla
daga eða þann stað þar sem hausihn
hafði verið höggvinn af karlmönn-
um.
Börnin létu sig aftur á móti ekki og
varð loks úr að þau skyldu sjálf koma
sér niður að hótelinu en pabbi og
mamma fengju áfram að rápa um
gjána og skoða sögustaði.
Á leið barnanna niður að Hótel
Valhöll herti enn rigninguna og svo
mikill suddi var í lofti að brátt sáu
þau varla handa sinna skil.
Gerðust klettar og hraundrangar
nú enn hrikalegri en áður og var ekki
laust við að börnunum væri orðið
órótt.
(Þingvallakirkju
Þá vissu þau ekki fyrr til en þau
voru komin að Þingvallakirkju og sáu
að kirkjudyrnar stóðu opnar. Án þess
að hafa um það nokkur orð sín á milli
ákváðu þau að leita sér skjóls undan
rigningunni inni í kirkjunni og flýttu
sér inn bæði, allshugar fegin.
Inni í kirkjunni var Þingvalla-
prestur farinn að undirbúa jóla-
messu sem hefjast skyldi innan tíðar.
Skrauti sem sýndi jötuna í Betlehem
og fæðingu Jesúbarnsins hafði verið
komið fyrir við altarið og presturinn
hagræddi því blíðlega. Þetta var rosk-
inn maður, góðlegur og bjartleitur á
svip og hafði mjúkan málróm. Var
hann klæddur svartri hempu en
kominn í grænan hökul utanyfir.
Pípukraga hafði hann hins vegar ekki
um hálsinn enda slíkt hálstau óðum
að detta úr tísku hjá prestastéttinni.
Presturinn rak að vonum upp stór
augu þegar tvö rennandi vot og veð-
Slíkur kraftur var í
orðum biskupsins
góða að bergið byrj-
aði að titra, það var
eins og það urraði og
bljóðaði og stórir
steinar köstuðust úr
því í áttina til hans til
að hrekja hann á
brott, en hann lét sig
hvergi. Hvað sem á
gekk, þótt eldingar
skytust út úr kletta-
sprungum íáttina til
hans, þá stóð hann
sem fastast...
urbitin börn komu askvaðandi inn í
kirkjuna. Hann bauð þeim umsvifa-
laust að staldra við meðan rigningin
gengi yfir, auk þess sem þeim væri
meira en velkomið að vera við jóla-
messuna sem brátt hæfist. Hjálpaði
hann þeim svo úr rennblautum yfir-
höfnum sínum og lagði þær til þerris
á kirkjubekk. Á öðrum bekk upp við
altarið fengu börnin sér sfðan sæti og
fylgdust með prestinum ganga til
starfa sinna. Tvö stór kerti prýddu
altarið og kveikti nú prestur á þeim
báðum með silfurslegnum kveikjara
sínum.
„Hvar hefurðu heyrt um
skrímslið?"
„Hvernig líst ykkur annars á Þing-
velli?" spurði hann svo börnin og
fékk sér sæti á kirkjubekknum hjá
þeim.
„Illa,“ sagði strákurinn. „Það er
alltof mikil rigning."
Presturinn brosti.
„Já, það getur rignt hér hressilega
eins og annars staðar á íslandi,"
sagði hann. „En þetta er nú helgasti
staður þjóðarinnar. Og einn sá falleg-
asti á landinu.“
„Fallegur?" sagði stelpan og fuss-
aði. „Það læt ég nú allt vera. Ekkert
nema hryllilegt grjót þarna uppi í Al-
mannagjá.“
„Tilkomumikið, mundi ég nú
segja,“ sagði prestur og brosti góðlát-
lega.
„Mér fannst það ljótt," sagði
strákurinn. „Ferlega ljótt.“
„Og ég hef heyrt að í þessum
klettavegg hafi búið hræðilegt
skrímsli hér áður fyrr," bætti stelpan
við.
Prestinum virtist bregða. Hann
varð meira að segja hálf flóttalegur á
svipinn.
„Hvar hefurðu heyrt það?“ spurði
hann.
„Það segi ég ekki,“ sagði stelpan
kokhraust. „En það var víst bæði
grimmt og blóðþyrst, þetta skrímsli."
Og strákurinn kinkaði ákaft kolli.
„Eg hef heyrt þetta líka," sagði
hann. „Það drap víst fjölda manns,
hef ég heyrt. Og það er víst alveg
satt."
Presturinn horfði rannsakandi á
börnin góða stund. Loks sagði hann:
^Þjóðsögur gerast enn þótt
flestir ímyndi sér að tækni og
vísindi hafi útrýmt tröllum og
forynjum úr heimi okkar mann-
anna. Heimildarmaðurinn að
feftirfarandi sögu fullyrðir að hún
>é dagsönn og hafi gerst á jólun-
m nýlega.