Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Side 23
DV Fókus ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 23 IIUGVOLLUM „Ég var farinn að vona að þessi saga væri gleymd." „Onei," sögðu börnin í kór. „Við höfum heyrt hana." Er sagan sönn? „Það var nú verra," sagði prestur- inn næstum sorgmæddur á svipinn. „Ég hef alla tíð reynt að þaga þessa sögu í hel. Ég fékk meira að segja einu sinni fræðimann til að sleppa henni úr bók sem hann var að skrifa um sögu Þingvalla. Því Þingvellir eru helgasti staður allrar íslensku þjöðar- innar. Hér var Alþingi stofnað til forna og hér tók þjóðin kristni. Að ekki sé minnst á að hér lýsti þjóðin yfir sjálfstæði sínu árið 1944. Mér þykir slæmt ef menn tengja staðinn við skrímsli og skelfingar." Stelpan smellti í góm. „Er sagan sem sagt sönn?“ spurði hún. „Við höfum náttúrlega alls ekki heyrt hana alla," sagði strákurinn. „Bara í stórum dráttum." Presturinn leit til dyra eins og til að gá hvort nokkur lægi á hleri. Enn hellirigndi úti og ekki sála sjá- anleg í suddanum. Svo hallaði prest- urinn sér að bömunum og tók til máls lágum rómi. „Það var alllöngu eftir að Alþingi var stofnað hér á Þingvöllum sem fór að læðast að mönnum gmnur um að eitthvað óhreint væri á kreiki í kletta- veggnum í Almannagjá. Hið forna þinghald fór að vísu alltaf fram yfír hásumarið þegar bjart er allan sólar- hringinn og þá bar sjaldan á nokkm misjöfnu. „Af þeim spurðist sjaldnast framar..." En á haustin þegar fór að dimma og ég tala nú ekki um á veturna, þeg- ar sólin nær hvergi að brjótast niður í dimmustu afkima Almannagjár, þá gegndi öðm máli. Menn vom þá ekki mikið á ferli í Almannagjá en þó vildi það alltaf til öðmhvom að einhver glaptist ofan í gjána undir þessum hrikalega kletta- vegg og af þeim spurðist sjaldnast framar. Flestir hurfu sporlaust, af fá- einum fundust blóðugar leifar. Einn hugrakkur maður sem hló að öllum sögum um skrímsli fór niður í gjána þann dag þegar sólargangur er styst- ur í desember og kvaðst æda að dveljast þar allan þann dag og næstu nótt. Það var ekki fyrr í febrúar sem menn treystu sér niður í gjána til að leita hans og fundu af honum nagaða hauskúpu en annað ekki. Bróðir þessa manns sór þá að hefna hans. Hann gyrti sig sverði og hélt niður í gjána, staðráðinn í að drepa skrímslið í klettaveggnum. Hann var sá eini sem slapp lifandi frá því en aðeins vegna þess hversu fótfrár hann var. Niðurlotinn af mæði og rispaður í framan birtist hann í Þingvallabæn- um nokkm síðar og gaspraði sam- hengislaust um viðbjóðlega ófreskju sem hefði teygt sig út úr klettunum og reynt að krækja í hann, ófreskju svo hræðilega í laginu að hann gat með engu móti lýst því. Enda var hann orðinn vitskertur af ótta og var ógæfumaður upp frá því." Guðmundur góði kemur til sögunnar Presturinn gerði hlé á máli sínu. Hann virti börnin fyrir sér, spurði svo: „Emði hrædd?" Þau hristu bæði höfuðið sem ákafast þótt í rauninni væru þau skelfíngu lostin. „Haltu áfram," sagði strákurinn. „Hvernig fór?" spurði stelpan. „Hafiði heyrt talað um Guðmund góða biskup?" spurði presturinn. Börnin kinkuðu kolli. „Já, aðeins," sagði strákurinn. „Ekkert mikið," sagði stelpan. „Guðmundur góði var eiginlega heilagur maður," sagði presturinn. „Hann fór um allt land og blessaði stokka og steina; hóla, hæðir og hraundranga; læki og lindir; kletta og klungur. Alla þessa staði helgaði hann drottni og rak þaðan burt alls konar óvætti sem víða höfðu hafst við frá örófí alda - skrímsli, forynjur, tröll og drauga. Hann var bænheit- asti maður á fslandi fyrr og síðar og jaftivel hinar ferlegustu óffeskjur urðu að láta í minni pokann þegar hann birtist með sitt vígða vatn og krossmerkið tákn frelsara síns. Allan tímann var harin að byggja sig upp og auka sér þrek fyrir þá viðureign sem hann vissi að yrði sín erfiðasta, þegar hann gengi á hólm við skrímslið á Þingvöllum. Og loks kom hann hing- að, með fulla sekki af vígðu vatni og róðukrossa í bak og fyrir, og hann gekk að berginu í Almannagjá og byrjaði að særa út skrímslið. Það var sjón að sjá Guðmund góða þá. Heilan dag og fram á kvöld stóð hann í gjánni og þuldi af kyngi krafti allar þær bænir og særingaþulur sem hann kunni - og þær voru sumar ekk- ert blávatn, get ég sagt ykkur, þulurn- ar sem kaþólska kirkjan beitti í þá daga til að særa út illa anda og ófreskjur. Loks var hann búinn að fara þrisvar með allar þær þulur og lesa Fjallræðuna og Kærleiksguð- spjallið og Davíðssálma bæði aftur á bak og áfram og var að verða uppi- skroppa með vígða vatnið án þess að skrímslið hefði bært á sér í klettun- um. Hann var að verða örmagna og hélt honum væri að mistakast. Þá sneri hann við blaðinu og kastaði fyr- ir róða öllum þulum og guðspjöllum og sálmum upp úr Biblíunni og fór að æpa sínar eigin bölbænir að berginu. Grjótið bráðnaði... Og þá gaf á að heyra. Slíkur kraftur var í orðum biskupsins góða að bergið byrjaði að titra, það var eins og það urraði og hljóðaði og stórir steinar köstuðust úr því í áttina til hans til að hrekja hann á brott, en hann lét sig hvergi. Hvað sem á gekk, þótt eldingar skytust út úr klettasprungum í áttina til hans, þá stóð hann sem fastast og bölv- aði skrímslinu norður og niður. Svo hrottafengin voru orð hans, svo viðurstyggilegar svívirðingarn- ar sem hann jós yfír Þingvalla- skrímslið, að þrátt fyrir allan þess illa kraft þá mátti það að lokum undan síga. Þegar biskup hljóp að berginu og lagði að titrandi emj- andi kletti sinn stærsta og öflug- asta róðukross, þá var eins og grjótið bráðnandi og skrímslið kút- veltist út úr klettaveggnum. Og hvílíkt skrímsli! Það var komið fram á nótt en skrímslið glóði í myrkr- inu af innri eldi og það virtist geta tek- ið á sig óteljandi myndir. Nánast á sama andartald var það útlits eins og skelfilegur dreki með grænan hala eða kolsvart tröll með klær á fingmm eða púki með hárbeittar vígtennur. Það réðist að Guðmundi biskupi góða og reyndi að krafsa til hans í öllum sínum myndum í einu en hann hopaði ekki svo mikið sem eitt skref, heldur hélt áfram að þmma yfir skrímslinu hinar ægilegustu formælingar sem nokkum tíma hafa heyrst á þessu landi. Róðukross lagður að klettinum Það var eins og viðureignin tæki óratíma en kannski vom það samt bara fáein andartök sem þau stóðu andspænis hvort öðm, biskupinn og skrímslið; hann óttalaust og næstum tröllslegur sjálfur í þessum ham, skrímslið eins og logandi fmmstæð illska er það reyndi að ná til hans. Loks beið skrímslið lægri hlut, það lyppaðist niður, seig saman og eins og slokknaði á því hin illa glóð. Eins og umkomulaust hrúgald skreiddist það út í myrkrið, upp úr gjánni og hvarf. Það spurðist heldur ekki til þess framar. Biskup var að vísu of magnþrota til að fylgja skrímslinu eftir en með síðustu kröft- um sínum lagði hann róðukrossinn aftur á opið í klettaveggnum og lok- aði því svo skrímslið kæmist þar aldrei inn aftur. Svo féll hann um koll og svaf í fjóra sólarhringa samfleytt eftir átökin. En síðan hefur aldrei ver- ið skrímsli í Almannagjá." Presturinn þagnaði. Hann leit á börnin sem sátu opinmynnt á kirkju- bekknum fyrir framan hann. „Svona er nú sagan í smáatriðum, börnin góð,“ sagði hann loks góðlát- lega. Þau kinkuðu kolli og stráknum tókst að stynja upp: „Vá." Presturinn stóð upp. Hann sagði: „Þið skiljið af hverju ég er ekki hrifinn af því að svona sögur séu á kreiki um þennan helga stað þjóðarinnar." Kváðust pabbi og mamma ekki mundu geta á heilum sér tek- ið efþau fengju ekki að skoða Drekkingar- hyl þar sem konum var drekkt í gamla daga eða þann stað þar sem hausinn hafði verið höggvinn af karimönnum. „Já,“ sagði stelpan. „Við skiljum það núna.“ „En meðal annarra orða,“ sagði presturinn síðan og hnyklaði brúnir. „Hvar heyrðuð þið þessa sögu?" Stelpan brosti. „Við höfðum alls ekki heyrt neina svona sögu," sagði hún. „Ég bjó það bara til." „Við vorum bara að plata" „Já, við vorum bara að plata," sagði strákurinn. Hann var óðum að jafna sig á hryllingssögunni og brosti líka. Presturinn varð strangur á svip- inn. „Það er ljótt að plata," sagði hann. „Þið vitið það, er það ekki?" Börnin kinkuðu kolli, eilítið skömmustuleg. „Það gerðist eiginlega bara óvart," útskýrði stelpan. „Mér datt þetta bara svona í hug af því hann er svo draugalegur klettaveggurinn í henni Almannagjá." „Hann er það," samþykkti prest- urinn. Hann lagði af stað í átt til kirkjudyranna. „En þið verðið þá að lofa mér að segja aldrei nokkurri lif- andi sálu þessa sögu," bætti hann við yfir öxl sér. „Ég veit nú ekki hvort við getum lofað því,“ sagði stelpan hreinskilnis- lega. „Mig langar voðalega að segja pabba og mömmu þessa sögu." „Þau safna nefnilega skrímslasög- um," sagði strákurinn til frekari skýr- ingar. Geisli sem fellur á Jesúbarnið Presturinn var kominn að kirkju- dyrunum. Það hafði stytt upp og sól- arglenna sást meira að segja leika um brún Almannagjár í allnokkrum fjarska. Geisli lék um Jesúbarnið í jöt- unni sem stóð við altarið. En aðeins andartak, því nú lokaði presturinn kirkjudyrunum vandlega og læsti meira að segja innan frá. Svo lagði hann af stað til barn- anna á kirkjubekknum við altarið. „Þið hljótið þá að skilja," sagði hann, „að ég get ekki sleppt ykkur lif- andi út úr þessari kirkju." Þau sáu grænan hala gægjast undan hempunni þegar presturinn nálgaðist. Aðalfundur VSFÍ Adalfundur Vélstjórafélags íslands verður haldinn Sunnudaginn 28. desember kl. 14:00 í Kiwanishúsinu, Engjateig 11, Rvík Dagskrá adalfundar: Skýrsla stjórnar Stefnumótun stjórnar Reikningar félagsins Félagsgjöld Skýrslur nefnda Kjör í nefndir, ráð og stjórnir sjóða ásamt endurskoðendum félagsins Lagabreytingar og reglugerðabreytingar Önnur mál Lýst kjöri stjórnar Vélstjórar á farskipum Félagsfundur vélstjóra á farskipum verður haldinn laugardaginn 27. deseber kl. 10:00. Fundarstaður: Borgartún 18, Reykjavík Vélstjórar á fiskiskipum Félagsfundur vélstjóra á fiskiskipum verður haldinn laugardaginn 27. desember kl. 14:00. Fundarstaður: Borgartún 18, Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.