Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Side 24
24 ÞRIÐJUDAOUR 23. DESEMBER 2003 Fókus DV Það er aðfangadagur á morgun og íslendingar eru í óðaönn að leggja lokahönd á jólaund- irbúninginn. Að mörgu er að hyggja og stressið verður oft óbærilegt til þess eins að tryggja fullkomna afslöppun þessa fáu frídaga sem fólk fær. DV náði þó að trufla tíu þjóðþekkta einstaklinga í miðjum látunum til að spyrja þá um jólin og árið sem er að líða. Eintómir. . nammgjudagar Hvað borðarðu á aðfangadagskvöld? „Ég vildi fá jólaskinku en konan misskildi mig eitthvað og keypti hamborgarhrygg sem verður í jólamatinn.“ Hvað kosta jólin? „Ég æda ekki einu sinni að reyna að spá í það. Ég hef ekki áhyggjur af því, það er verra." Það besta við 2003? Æ, ég veit það ekki, þetta hafa verið eintómir hamingjudagar. Ég vakna með bros á vör á hverjum degi og það er heiður himinn." Það versta við 2003? ,Ætli það séu ekki helvítis póli- tíkusarnir sem eru að reyna að svipta mann lífshamingjunni. Það bað enginn þá um að fara í framboð en þeir gerðu það samt. Svo eru þeir að skammta sér peninga, og þeir eru allir með í þessu þessir morðingjar.'1 Maður ársins? „Maður ársins? Það er nú það, er það ekki bara Saddam Hussein? Þetta gerðist svona seinast á árinu og manni dettur ekkert annað í hug. En svo spyr maður sjálfan sig að því hvað er langt síðan þeir náðu honum. Eru þeir bara búnir að geyma hann? Eða var þetta einhver leikari? Kannski Ronald Reag- an? Við fáum bara einsleitar fréttir frá Ameríku og vitum ekkert hvort þetta er satt eða logið eða einhver brandari. Saddam er maðurinn." Steinn Ármann Magnússon leikari exoSsfö1}nðblæti Hvað borðarðu á aðfangadagskvöld? „Ég ætla að vera með kalkún á jólunum. Það er mjög mis- munandi hvað ég hef verið með og ég hef verið að prófa ýmislegt. Ég er ffekar óhefð- bundin í þessum málum en ég ætla að vera með kalkún nú í fyrsta skipti og hafa eitt- hvað exótískt meðlæti með, prófa mig áffam með sætar kartöflur og fleira." Hvað kosta jólin? „Úff, þetta er örugglega um 40 þúsund með gjöfum og mat. Ég er frekar sparsöm og hagsýn." Þaðbestavið2003? ,Ætli það hafi ekki verið kosningarnar í vor og gengi Samfylkingarinnar. “ Það versta við 2003? „Það var að nldsstjórnin skyldi hafa haldið velli, þó naumt væri.“ Maður ársins? „Ég held ég ætli að velja Garðar Sverrisson, formann Öryrkjabandalagsins. Hann er alveg ótrúlega seigur ná- ungi. Það hefur verið brotið aftur á aftur á öryrkjum en hann er alltaf jafn seigur í baráttunni. Hann á þennan titil skilið og er góður tals- maður öryrkja." Katrín Júlíusdóttir alþingismaður Ömurleot að tapa rtyjum Hvað borðarðu á aðfangadagskvöld? „Ég borða rjúpur, íslenskar rjúpur. Hann pabbi er svo góð skytta að hann átti þær síðan í fyrra.“ Hvað kosta jólin? „Guð, ég get eiginlega ekki sagt það, mamma á eftir að drepa mig. Jólagjafirnar kost- uðu 60 þúsund." Það besta við 2003? „Það var náttúrlega að við urðum íslandsmeistarar. Svo fór ég í nokkrar utanlands- ferðir, til dæmis til Danmerk- ur um verslunarmannahelg- ina, og það stendur upp úr.“ Það versta við 2003? „Það var ömurlegt að tapa á móti ÍBV í Eyjum og komast ekki áfram í bikarnum. Ann- ars var þetta bara helvíti gott ár.“ Maður ársins? „Ég veit ekki hvað á segja, ég segi bara pabbi fyrir að skjóta rjúpurnar fyrir mig.“ Embla Sigríður Grétarsdóttir, fótboltakona ÍKR Kynntist lcærastanum Hvað borðarðu á aöfangadagskvöld? „Það verður svínahamborgar- hryggur eins og alltaf, hann er uppáhaldið mitt.“ Hvaðkostajólin? „Kannski svona 50-60 þúsund, eitthvað þar um bil." Það besta við 2003? „Að kynnast kærastanum mínum." Það versta við 2003? Ég er svo bjartsýn manneskja, það var ekkert slæmt held ég bara.“ Maður ársins? „Hmm, hverjum á ég að gefa mitt atkvæði? Má það vera kona? Mega það vera hjón? Ragnhildur og Sverrir og í Next. Þau opnuðu búðina á árinu og hún gengur svona rosalega vel. Nú fæ ég örugg- lega kauphækkun." ÞóreyHeiðdal Vtihjálmsdóttir söngkona

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.