Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 Fókus DV Átti aö keyra yfír konuna, eitra fyrir henni eða skjóta hana úr bíl á ferð? Þessar hugmyndir ræddi Richard DeCaro við smáglæpamann í St. Louis. Morðinginn tók sjálfur ákvörðun um hvaða aðferð yrði beitt. Elizabeth DeCaro átti sér einskis ills von þegar hún skaust heim að hafa fataskipti. Fjárhagsáhyggjur voru að sliga Richard DeCaro. Hann bjó ásamt konu sinni og fjórum börnum í sæmilegu úthverfi St. Louis borgar í Bandaríkjunum. Hverfið var frið- sælt en sama varð ekki sagt um heimili DeCaro fjölskyldunnar. Há- vaðasöm rifrildi einkenndu heimil- islífið. Fyrsta merki þess að Richard hefði í hyggju að leysa vandann með morði var þegar maður að nafni Jimmy kom með bíl sinn í við- gerð á bílaverkstæðinu þar sem Ric- hard starfaði. Richard heilsaði Jim- my með virktum en þeir voru mál- kunnugir þar sem þeir æfðu í sömu líkamsræktarstöð. Richard hóf að skoða bílinn og spjallaði um leið við Jimmy. Hann sagði honum að afborganir af nýja bflnum sínum væru að sliga sig. Því næst spurði hann Jirnmy hvort hann þekkti einhvern sem hefði áhuga á aö kaupa bflinri. Þegar leið á samtalið spurði Richard annarrar spurningar; hvort Jimmy þekkti ein- hvern sem tæki að sér leigumorð. Hann sagði konu sína halda fram- hjá og það væri meiri kvöl en hann Sérstæð sakamál gæti afborið. Jimmy skildist á Ric- hard að hann vildi láta myrða konu sína en taldi slíkt tal einvörðungu bera þess merki að maðurinn væri örvæntingarfullur vegna peninga- mála. Morðtilraun mistókst Tíu dögum síðar líftryggði Ric- hard konu sína fyrir 100 þúsund dollara. Sunnudagsmorguninn 26. janúar 1992, var Richard að vinna í bflskúrnum á heimili sínu. Hann kallaði á konu sína, Elizabeth. Þegar frúin opnaði dyrnar úr eldhúsinu, sem lágu inn í bflskúrinn, balckaði Richard pallbíl sfnum á fullri ferð á 'Elizabeth. Hann hafði komið timbri fyrir á pallinum og varð konan fyrir farminum. Hún hentist afturbak og hafnaði á eldhúsgólfiitu. Öskur hennar heyrðust um nágrennið og nágrannar komu hlaupandi til að kanna hvað hefði gerst. Höfuðkúp- an var brotin og einnig nokkur rif- bein. Blóðslettur voru úti um allt. „Elizabeth hefur verið drepin," hrópaði nágranni og engu líkara virtist en hann hefði rétt fyrir sér. Elizabeth var flutt með sjúkrabfl á næsta sjúkrahús. Richard fullyrti að um slys væri að ræða en frásögn hans breyttist eftir því sem hann talaði oftar við lögreglumenn. Eliza- beth náði sér á noklcrum vikum og þótti það kraftaverki líkast. Hún var útskrifuð nokkru síðar. Á sama tíma fékk Richard greitt út tryggingafé vegna „slyssins" að upphæð 35 þúsund dalir. Það dugði þó skammt til að höggva á skuldir heimilisins. Þá datt honum í hug að fá einhvern til að stela bfl sínum og eyðileggja hann. Yfirmaður hans á bflaverkstæðinu benti honum á Daniel nokkurn Basile. Basile tók að sér verkið fyrir 200 dali; stal bflnum og skildi hann ónýtan eftir í ná- grenni St. Louis. Samstarf Richards og Basile hélt áfram. Dagana á eftir átti Richard oftsinnis í símasambandi við Basile auk þess sem þeir hittust í fáein skipti. Niðurstaða þessara funda varð sú að Basile tók að sér að myrða Elizabeth. Fyrir það vildi hann fá 15 þúsund dali og féllst Ric- hard á það. Hann sagði að það engu skipta hvaða aðferð yrði notuð, bara að konu sinni yrði komið fyrir katt- arnef. Mennimir tveir köstuðu á milli sín ýmsum hugmyndum um hvernig staðið yrði að morðinu. Þeim datt í hug að keyra Elizabeth niður, skjóta hana úr bfl á ferð og eitra fyrir henni. Lokaniðurstaðan var sú að Basile myndi myrða konuna með köldu blóði og stfllinn yrði í aftökustfl. Ægileg sjón blasti við Eftir hádegi þann 4. mars 1995 sótti Richard börnin fjögur í skól- ann og ók sem leið lá út í sveit. Hann innritaði sig og börnin á hót- el. Þar með hafði hann skothelda Hann sagði að það engu skipta hvaða aðferð yrði notuð, bara að konu sinni yrði komið fyrir kattarnef. fjarvistarsönnun. Elizabeth vissi ekki af ferðalagi bónda síns þennan dag. Hún átti stefnumót við systur sína um fimmleytið en ákvað að skjótast heim og hafa fatskipti. Hún kom aldrei á veitinghúsið og systir hennar skildi ekki neitt í neinu. Systirin fékk vinkonu sína til að skutla sér heim til Elizabeth. Bfl- skúrshurðin var opin og þær fóru þá leið inn í húsið. Þegar inn í eldhúsið kom blasti ægileg sjón við konunum tveimur. Elizabeth lá á grúfu á gólf- inu og blóðpollar allt í kring. Skjálf- andi hringdi systirin á lögreglu og sjúkralið. „Systir mín hefur verið skotin, sendið einhvern strax," hrópaði hún í símtali til Neyðarlín- unnar. Sjúkraliðar úrskurðuðu Eliza- beth látna. Fréttin barst eins og eld- ur um sinu um hverfið og allir voru harmi slegnir. Fyrir utan Richard sem sýndi lítil viðbrögð þegar hann heyrði af láti konu sinnar. Lögregla sagði atvikið vera ránmorð; bfl Elizabeth hafði verið stolið. Krufning leiddi í ljós að Elizabeth hafði ekki sætt kynferðislegu of- beldi. Hún var skotin með 22 kali- bera byssu í bakið og aftanverðan háls. Réttarlæknirinn sagði áverk- ana benda til þess að morðinginn hefði staðið fyrir aftan fórnarlamb- ið. „Hún vissi hvað var að gerast. Hún hefur sennilega beðið morð- ingjann að þyrma lífi sínu - allt fram á síðustu stund,“ sagði réttarlæknir- inn. Tæknideild lögreglunnar leitaði hátt og lágt í húsinu að ummerkjum eftir morðingjann. Engin fmgraför, ekkert markvert fannst. Richard var kallaður til yfirheyrslu. Hann virtist pirraður yfir spurningum lögregl- unnar. „Við vorum mjög náin og gerðum alla hluti í sameiningu," sagði Richard við lögregluna. Fjöl- skylda konu hans hafði aðra sögu að Potosi fangelsið Danile Basile fékk eitursprautu þann 14. ágúst2002. segja. Ættingjarnir sögðu að hjón- unum hefði komið mjög illa saman. Bróðir með samvisku Lögregla hafði grunsemdir um að Richard tengdist morðinu. Hann hafði hins vegar fjarvistarsönnun, frá því yrði ekki vikið. Af morðingj- anum er það að segja að hann yfir- gaf morðvettvanginn á bifreið DeCaro fjölskyldunnar. Basile fékk að geyma bílinn í bflskúr hálfbróður síns. Hálfbróðurnum þótti ekkert óvenjulegt við þessa beiðni fyrr en hann sá myndir af bflnum í sjón- varpsfréttum þar sem greint var frá morðrannsókninni. Þegar bróðirinn spurði Basile út í bflinn var honum svarað með hótun um að hann yrði drepinn ef hann væri að skipta sér af. Samviskan nagaði hálfbróðurinn og að fáeinum dögum liðnum gerði hann lögreglu viðvart. Daniel Basile var handtekinn í kjölfarið. Hann var ákærður fýrir morð að yfirlögðu ráði. Þrátt fyrir að engar sannanir bendluðu Basile við morðstaðinn sakfelldi kviðdómur hann og var hann dæmdur til dauða. Basile neit- aði alla tíð sök í málinu. „Ég er bfla- þjófur ekki morðingi," sagið hann í réttarsalnum. Kviðdómur lagði ekki trúnað á þessa frásögn. Richard virtist laus allra mála. Það varði þó skammt því yfirmaður hans á bflaverkstæðinu sagði lög- reglu að Basile hefði oftsinnis hringt á verkstæðið að leita að Richard. Þetta dugði. Lögreglan handtók Ric- hard og hlaut hann lífstíðardóm í fangelsi fyrir að láta myrða konu sína og einnig fyrir tryggingasvik. Daniel Basile var tekinn af lífi þann 14. ágúst á síðasta ári. arndis@dv.is 'Xi&t BASILE DANiEL Daniel Basile „Ég er bllaþjófur, ekki moröingi," sagði Basile fyrirrétti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.