Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Qupperneq 35
W Fókus ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 Þ etta er mynd eftir Hilmar Oddson sem er byggö á bók eftír Vigdísi Grímsdóttur sem skiptist svo að segja í tvo hluta, gamla tfmann og nútímann. Þar er sagt frá ævi Gríms Hermundar- sonar yngri og eldri. Sjálfur fer ég með hlutverk Gríms eldri en sonur minn Áslákur leikur Grím á æskuárum," segir leikarinn Ingvar E.Sigurðsson. Með fortíðina á bakinu „Myndin Qallar sem sagt um þennan Grím sem er nokkuð sérstakur og sker sig frá jafiiöldr- um sínum að því leyti að hann dundar sér við að teikna atburði sem hann flxmur á sér og eiga eftír að gerast Hann er sem sagt mjög næmur, skyggn jafiivel enda viðist haim geta skynjað þessa atburði framtíðarinnar og hann hefur talsverðar áhyggjur af því sem hann sér. Atburð- imir sem hann skynjar eru margir hverjir hræðilegir og rætast að einhverju leyti, allavega verður hann fyrir áfalli sem breytir lífi hans mikið. Inútímanum sjáum við síðan Grím glíma við sjálfan sig með fortíðina á bakinu," segir Ingvar um kvikmyndina Kaldaljós sem frumsýnd verður á nýársdag. Eins og áður sagði er myndin byggð á verðlaunaskáldsögu eftír Vígdísi Grímsdóttur en Hilmar Oddson sér um leikstjóm auk þess sem hann skrifaði handrit ásamt Frey Þormóðs- syni. fslensk náttúra spilar stórt hlutverk í myndinni þar sem sjórinn og fjöllin mynda eins konar andstæður sitthvom megin við sjávarþorpið. Grimmur sjórinn hrifsar reglulega til sín sjómenn á meðan Qöllin veita skjól fyrir hörðum íslenskum vetrum. En þegar fjöllin fyilast af snjó stafar jafiiframt af þeim skelfileg hætta og þorpsbúar búa því við hættu úr báðum áttum. Stutt í föðurhlutverkiö Ingvar segir það hafa verið ánægjulegt að vinna að gerð myndarinnar og það hafi verið gaman að vera með bömunum í myndinni þótt hann hafi ekki leikið á móti þeim. Hann segist jaMramt stoltur af frammistöðu þeirra. „Ég veit að þau höfðu gaman af þessari vinnu og ég vona að þau hafi haft gott af því að prófa þetta. Þau höfðu áður leikið lítillega á sviði en þetta er stærsta verkefnið sem þau hafia fengist við á þessu sviðL Þau virtust njóta sín ágætlega og hrista þetta nokkuö auðveldlega fram úr ermunum," segir Ingvar um frammistöðu bamanna en Snæfríður verður 12 áraíjanúar og AÍslákur er á 14. ári. Þeg- ar hann er spurður að því hvort það hafi breytt miklu að starfa með bömum sínum segir hann svo ekki vera, þótt stutt hafi verið í föðurhlutverkið á köflum. Jl meðan tökum myndarinnar stóð hafði ég ekki mildð um starf þeirra að segja enda vildi ég ekki vera að skipta mér af. Hilmar Oddson leikstýrir myndinni og það var því hans hlutverk að leiðbeina þeim þannig að þau vom að mestu í hans höndum. Hann hafði á sínum tíma áhuga á að fá þau í myndina og að vel athuguðu máli samþykktum við hjónin það en létum vera að skipta okkur meira af því. Maður fylgdist auðvitað vel með þeim samt sem áður og svona, en ég þurftí auðvitað aldrei að hafa áhyggjur af því að það væri ekki vel að þeim búið enda var þetta gott fólk sem vann við myndina," segir Ingvar en vill samt lftið segja um leiklistarhæfileika bamanna. „Ég er náttúrlega ekki réttí maðurinn til að dæma það en mér fannst þau standa sig vel og ég er mjög stoltur af þeim,“ segir Ingvar sem hefur þegar séð myndina fullkláraða og segist vera nokkuð ánægður með útkomuna. „Það er alltaf langt ferli frá því að tökum lfkur og þangað til að mynd er frumsýnd og á þeim tíma getur margt breysL Þegar maður sér svo útkomuna fer maður oft að velta fyrir sér smáatriðum sem maður heföi kannski viljað gera öðruvísi en þannig er það alltaf. í heildina lýst mér samt mjög vel á myndina." Þriggja mánaða útlegð Eins og alþjóð veit lék Ingvar í Hollywoodstórmyndinni K- 19:The Widowmaker fyrir skömmu síð- an auk þess sem hann er tiltölulega nýkominn heim frá London þar sem Vesturport setti Rómeó og Júlíu upp. Þessa reynslu segir Ingvar hafa gefið sér mikið og alltaf sé gaman að kynnast nýju fólki og hvemig starfinu sé háttað í öðrum löndum. „Það virðist samt vera sama hvar maður er staddur í heiminum að það sé alltaf eins að búa til bíó- mynd - fólkið virðist hugsa á svipaðan máta. En ef maður er að tala um svona Hollywood framleiðslu þá liggur munurinn aðaUega í umfangi framleiðslunnar. Ég hef nú ekki mikla reynslu af slíku starfi en var reyndar í þriggja mánaða údegð á meðan tökum K-19 stóð. Það skemmtilegasta við svona starf og það sem hefur gefið mér mest er hvað ég hef kynnst mikið af góðu fólkL Ég hef fengið að starfa með leikurum, leik- stjórum og kvikmyndagerðarfólki sem maöur hefur aldrei unnið með áður,“ segir Ingvar um reynsluna af Hollywood. Hann segir það jaftiframt hafa verið mjög lærdómsríkt aö taka þátt í uppfiærslu á sviði í London. „Þar var maður náttúrlega að starfa með fslenskum hóp með hjálp nokkurra Breta. Maður fann greinilega muninn á karakter þjóðanna og bakgrunni fólksins. Bretar eru með mun fomara leikhússamfélag en okkar að sumu leyti og leikhúsmenningin er mikil og löng. En þetta var lærdómsríkt eins og annað," segir Ingvar sem segist ekki hafa nein jám í eldinum ytra sem stendur. „Þaö er samt alltaf erfitt að fullyrða nokkuð um slíkt því hlutimir gerast svo hratt, sérstaklega ef verið er að ráða mann í smærri hlutverk. Þá er maður annað hvort allt of upptekinn héma heima eða þá að maður getur losnað og rokið úr,“ segir Ingvar. Tilhlökkun fyrir streitulausum jólum Ingvar segist þessa dagana aðallega hafa verið að fást við ýmislegt tengt jólunum en hann er ekki að leika á fjölum leiliúsanna þessa daganna. „Ég er alveg laus við að leika þessi jól en ég æda samt sem áður að fara í leikhús enda er konan mín að frumsýna í Þjóðleikhúsinu á annan í jólum. Annars hef ég aðallega verið að lesa yfir leikrit og ræða málin með Vesturporthópnum mínum og svo er ég að undirbúa mig fyrir Don Kíkóta sem byijað verður aö æfa fljódega og frumsýnt í Borgarleikhúsinu í byrjun mars. Síðan hefur maður bara verið að stússast fyrir jólin en ég á von á að þetta verði næs jól, alveg laus við allt stress þannig að ég er bara farinn að hlakka tiL“ agust@dv.is Kvikmyndir sem Ingvar hefur leikið í á ferlinum: • Stormy Weather (2003) • Second Nature (2003) • K-19: The Widowmaker (2002) • Fálkar (2002) • No Such Thing (2001) • Villiljós (2001) • Englar alheimsins (2000) • Incest (1998) • Perlurog svín (1998) • Slurpinn&Co. (1998) • Sporlaust (1998) • A Legend to Ride (1997) • Stikkfrí (1997) • Djöflaeyjan (1996) • Skyjahöllin (1994) • Ingaló (1992) DENON HEYRÐU SJÁÐU UPPLIFÐU Vandaðar glæsilegar hljómtækjasamstædur Fylltar öllu því besta - fjárfesting til framtíðar fyrir þá sem gera kröfur Q¥SOK hátalarar steríó - heimabíó Fjölbreytt úrval af stökum hátölurum QED hánapria hágæðakaptar /7' Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 • Simar: 520 7901 & 520 7900 • www.ef.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.