Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2003, Side 10
10 MÁNUDAGUfí 29. DESEMBEfí 2003
Fréttir DV
Manndóms-
vígslur í Kenía
Hundruð ungra drengja
af Maasai-ættbálknum í
Kenía tóku þátt í mann-
dómsvígslu
skömmu fyrir
jól. Þegar
drengir ná 15
ára aldri verða
þeir menn með
mönnum og
mikil hátíðahöld fara fram í
þorpum í landinu. Á höfði
bera þeir vefjarhött úr
strúts- og arnarfjöðrum,
þeir eru krúnurakaðir og
umskornir og þá fyrst verða
þeir stríðsmenn eins og
feður þeirra.
Eftir athöfnina lita þeir
hörund sitt rautt og halda
út í náttúruna til að læra að
bjarga sér á eigin spýtur.
Snjóbretta-
keppni við
Santiago
Bernabeau
Tonnum af snjó var
skóflað upp fyrir framan
knattspymuleikvanginn
Santiago
Bernabeau,
heimavöll
Real Mad-
rid, vegna
snjóbretta-
keppni
sem þar
var haldin.
Snjór fellur ekki oft í
miðri höfuðborg Spánar og
vakti keppnin því verð-
skuldaða athygli borgar-
búa. 23 keppendur tóku
þátt og sýndu listir sínar.
w
Sá feiti
gekk út
Fjórirfengu 18 milljónir
í jólalottópottinum á Spáni
en hann
er oftast
kallaður
„sá feiti"
vegna
þess hve
stór hann
nær yfir-
leitt að
verða. Kerfinu var breytt
fyrir skömmu þannig að
vinningarnir dreifast víðar
en áður en þeir stærstu
áður voru hátt í 200 millj-
ónir á einn miða.
Lottó nýtur mikilla vin-
sælda á Spáni og nam
heildarsala miða að þessu
sinni rúmum tveimur
milljörðum.
Frosthörkur voru í gær í innsveitum fyrir norðan og á Suðurlandi. Kokkurinn á
Hótel Valhöll telur þó alltaf heitt á Þingvöllum. Frostið mældist átján stig á
Torfum í Eyjafirði. Veðurstofan boðar meinlaust veður á gamlárskvöld.
Gunnar Sigvaldason „Kannski maður ætti
að stinga nefínu út og tékka á málinu," sagði
kokkurinn á Hótel Valhöll þegar honum var
sagtfrá frostinu utandyra.
„Hæfilegur snjór sem marrar
bráðskemmtilega í efmaður
fær sér gönguferð."
„Það er alltaf heitt á Þingvöllum," sagði Gunn-
ar Sigvaldason, kokkur á Hótel Valhöll, laust eftir
hádegi í gær og var hissa þegar honum var skýrt
frá hitastiginu utandyra, 16 stigum í mínus.
Frosthörkur voru víða í innsveitum sunnan-
lands og norðan í gær. Mest mældist frostið í gær-
morgun í 500 metra hæð við ána Kolku og á bæn-
um Torfum í Eyjafirði, 18 stig í mínus.
Kokkurinn ekki kulvís
„Þetta er alvöru vetrarveður. Kuldinn var hins
vegar svipaður fyrir nokkrum vikum,“ sagði Har-
aldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu ís-
lands.
Klukkan eitt í gær var mesta frostið í byggð á
Þingvöllum, 16 stig. Lægstur varð hitinn þar rúm-
ar 17 mínusgráður klukkan eilefu.
„Við höfum ekki orðið varir við það hér að það
væri sérstaklega kalt. Kannski maður ætti að stinga
nefinu út og tékka á málinu," sagði Gunnar.
Hótel Valhöll Veturinn er að herða tök sin iuppsveitum
Árnessýsiu.
Að sögn Gunnars er Hótel Valhöll, sem venju-
lega er opin allar helgar, lokuð milli jóla og nýárs.
Hann hafi þó tekið á móti um 50 gesta hópi út-
lendinga á annan í jólum.
Köld nótt í innsveitum
„Það er alltaf reytingur af fólki hér á ferð. Sér-
staklega er ótrúiega mikið af útíendingum, bæði á
einkabflum og í hópum. Þeir vilja skoða norður-
ljósin," sagði Gunnar.
Þrátt fyrir kuldann undanfarna daga er Þing-
vallavatn langt því frá ísi lagt, að sögn Gunnars.
„Það er dálítill ís við bakkana. Hér er líka hæfileg-
ur snjór sem marrar bráðskemmtilega í ef maður
fær sér gönguferð í kyrrðinni.“
Að því er Haraldur veðurfræðingur sagði var við
því að búast að nóttin sem nú er liðin yrði afar köld,
frostið yrði jafnvel 20 stig sums staðar. Lægð væri
hins vegar á leið yfir landið með snjókomu og
hækkandi hitastigi. Á Veðurstofunni væri nú talið
að lægðin yrði gengin yfir á gamlársdag.
„Núna er útlit fyrir að veðrið verði meinlaust á
gamlárskvöld, tiltölulega stillt og úrkomulítið,"
sagði Haraldur.
gar@dv.is
Gölluð leik-
fong i gjof
frá Andrési
Umhverfisstofnun Dan-
merkur hefur til rannsókn-
ar snjókúlur sem áskrifend-
ur Andrés-blaðanna á
Norðurlöndunum fengu
sendar með síðasta tölu-
blaðinu. Snjókúlurnar
reyndust illa lyktandi og
klístraðar og voru brögð að
því að börn fengju niður-
gang ef þau nöguðu þá.
Snjókúlurnar voru fram-
leiddar í Kína og hefur
rannsókn leitt í ljós að
paraffín-efni náðu ekki að
þorna áður en snjókúlun-
um var pakkað inn. Þetta er
í annað sinn á árinu sem
leikfang, sem fylgir Andrés-
blaði, lendir á borði um-
hverfisstofnunarinnar í
Danmörku.
Umboðsmaður Alþingis segir úrskurðarnefnd almannatrygginga misstíga
sig í deilumáli um heimilisuppbót
Hunsuðu rétt öryrkja á Hjálpræðishernum
Öryrki sem sviptur var heimilis-
uppbót á rétt á því að úrskurðar-
nefnd almannatrygginga taki mál
hans fyrir að nýju vegna galla á fyrri
meðferð nefndarinnar á málinu.
Tryggingastofnun ríkisins tók
heimilisuppbótina af manninum
vegna þess að stofnunin taldi hann
ekki lengur reka eigið heimili eftir að
hann tók sér búsetu hjá Hjálpræðis-
hernum. Maðurinn kærði til úr-
skurðarnefndarinnar sem staðfesti
ákvörðun Tryggingastofnunar.
öryrkinn kvartaði þá til urnboðs-
manns Alþingis sem sagði að úr-
skurðarnefndin hefði ekki kannað
nægilega vel hvernig staðið var að
meðferð málsins hjá Trygginga-
stofnun og hvort ákvæða stjórn-
sýslulaga hefði verið gætt.
bót frá Tryggingastofnun og siðan var brotið á andmælarétti hans þegar hann kærði til úr-
skurðarnefndar almannatrygginga.
Úrskurðarnefndin hafði aflað ishersins. Nefndarmenn segjast að-
sér upplýsinga stmleiðis um rekstr- eins hafa fengið almennar upplýs-
artilhögun á gistiheimili Hjálpræð- ingar með tiliiti til þess hvort dvöl
einstaklings á gistiheimilinu full-
nægði lagaskilyrðum um greiðslu
heimilisuppbótar. Nefndin telji sér
óskylt að veita öryrkjanum færi á að
tjá sig um þessar upplýsingar.
Umboðsmaður sagði að öryrk-
inn hefði í fyrsta lagi ekki vitað af
því að úrskurðarnefndin hefði aflað
umræddra upplýsinga, í öðru lagi
að upplýsingarnar væru mannin-
um í óhag og í þriðja lagi að þær
lytu beinlínis að húsnæðisaðstöðu
hans og hefðu því veruleg og afger-
andi áhrif á niðurstöðu málsins.
Manninum hefði ekki verið gefið
raunhæft tækifæri til að koma að
sjónarmiðum sínum og úrskurðar-
nefndin ætti því að taka málið fyrir
aftur.
gar@dv.is