Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2003, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2003, Síða 11
MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2ÖÖ3 Yí DV Fréttir Fækkar enn á Vestfjörðum Vestfirðingum hefur fækkað um 95 frá því í fyrra, þrátt fyrir fjölgun landsmanna, samkvæmt bráðabirgðatalningu Hag- stofunnar 1. desember. Annar hver maður sem flutti burt fór frá Vestur- byggð, það er Patreksfirði, Bfldudal og nágrenni, en í bæjarfélaginu fækkaði um 47. Á sama tíma árið 1992 voru Vestfirðingar 9.681en nú eru þeir 7.835. Haldi sama mannfjöldaþróun áfram óbreytt og fækkar ár- lega um 95 flytur síðasti Vestfirðingurinn burt eftir 82 ár, eða í maí árið 2086. Hins vegar hefur hægt á fækkuninni allra síðustu ár og er ekki útilokað að svo verði áfram. Óhappahrina í snjóléttri tíð Hreppsnefnd Vopnaijarð- arhrepps telur óeðlilega mörg umferðaróhöpp hafa orðið í vetur á Vopnafjarðar- heiði og Mývams -og Möðm- dalsöræfum þrátt fyrir að veturinn hafi verið afburða snjóléttur. Ástæðan sé sú að Vegagerðin leggi ekki næga áherslu á hálkuvamir. Hreppsnefndin vill því að Vegagerðin breyti fram- kvæmd sinni við snjómðn- ing og hálkueyðingu. „Sér- staklega er bent á nauðsyn fyrirbyggjandi aðgerðavið snjómðninginn og einnig að meiri áhersla verði lögð á hálkueyðingu en gert hefur verið fram að þessu," segja Vopnfirðingar í bókun á hreppsnefndarfundi. Jón sinnir neyðarkalli Jón Kristjánsson fiski- fræðingur hefur verið kall- aður til Danmerkur af sveitarstjórnum fiskveiði- bæja sem sent hafa út neyðarkall vegna vandræða í sjávarútvegi, að því er fram kemur á skip.is. Jón er sérfræðingur f fiskveiði- stjórnun og er á öndverð- um meiði við Hafrann- sóknastofnunina. Hann vill veiða meira en ráðgjöf fræðinganna kveður á um, og hefur meðal annars ver- ið ráðinn til ráðgjafar í Fær- eyjum og á írlandi. Bannað er að skjóta upp flugeldum við brennur og má þar aðeins tendra blys og stjörnublys. Ekki má nota skotelda innan 200 metra frá skóglendi og lynggrónu landi og ekki má skjóta upp innan 100 metra frá timburhúsi. Ný reglugerð herðir eftirlit með skoteldum og gerir kleift að fangelsa menn í Qögur ár fyrir brot. Skoteldar víða bannaðir með reglum „Efmenn brjóta þetta verður þeim refsað. Reglugerðin kveðurá um hámarksrefsingu upp á fjögurra ára fangelsi og svo er það dómstólanna að dæma innan þeirra marka." Eldar á lofti Fólki getur verið refsað með fjögurra ára fangeisisvist á grundvelli vopnalaga fyrir að brjóta hertar reglur um meðferð flugelda. Með nýrri reglugerð dómsmálaráðuneytisins um skotelda er íslendingum sniðinn þrengri stakkur en nokkurn tímann fyrr. Bannað er að tendra flugelda innan við 200 metra frá skóglendi, lynggrónu landi og öðrum viðkvæmum gróðri. Þetta virðist útiloka fjölda fólks frá því að skjóta upp flugeldum frá heimili sínu. Jón Þór Ólason, lögfræðingur dómsmálaráðu- neytisins, segir að reglurnar verði ekki túlkaðar eftir bókstafnum. .Ætlunin er ekki að beita fólk einhverri forræðishyggju. Ef einhver tendrar skot- eld innan 200 metra frá litlum bletti af lynggrónu landi verður honum varla refsað. Við verðum að túlka þetta af ákveðinni skynsemi og sanngirni. Lögreglustjórar framfylgja þessu. Þetta á við um skógrækt og annað slíkt, eða lynggróið land þar sem veruleg hætta er á að geti kviknað mikill eld- ur," segir hann. Auk þess segir í reglugerðinni að fólk megi ekki tendra flugelda innan 100 metra frá mannvirkjum sem gerð eru úr sérstaklega eldfimum efnum, stöðum þar sem þau eru geymd, timburgeymsl- um, brennanlegum umbúðum og þess háttar. Sama gildir um fjarlægð frá geymslustöðum eld- fimra vökva og gaskúta. Jón Þór segir að mannvirki úr sérstaklega eld- fimum efnum innifeli timburhús og hús með plastkiæðningu, svo eitthvað sé nefnt. Þá ber fólki að halda sig 100 metra frá bensínstöðvum með flugelda sína. Hann segir mörg dæmi um að menn hafi sýnt mikið tillitsleysi eða stuðlað að hættu með skoteldum. „Sumarhús sem eru gerð úr viði eru oft lökkuð og þá er mikil eldhætta, líka þegar plast er utan á húsum. Menn hafa skotið þessu upp fyrir framan bensínstöðvar og annað slfkt. Niðri í miðbæ hefur það gerst að menn hafi verið að skemmta sér og einhver tekið skoteld og skotið á hópinn. Menn hafa skotið skoteldum út á götu á bfla. Það hefur án efa verið víða rfkjandi Jón Þór Ólason Sérfræðingurdómsmálaráðuneytisins í skoteldum hefur sjálfur orðið fyrirskakkaföllum afvöldum skemmdarverka þar sem flugeldar komu við sögu. Ein ára- mótin var rafmagnskassi sprengdur upp við heimili hans og rafmagnið fór afhálfri götunni. stjórnleysi og tryllingur sem verður hjá vissum hópi sem skýtur þessu út um allt. Síðasta áratug- inn hefur sala og meðferð skotelda aukist gífur- lega. íslendingar toppa sig á hverju ári og það vantaði reglugerð sem miðaði að því að auka neytendavernd og öryggi fólks, ekki síst í ljósi fjölda slysa," segir Jón Þór. Víða í Evrópu er bannað að skjóta upp flugeld- um í ákveðnum hverfu, þar sem byggð er þétt og mikið um gömul timburhús. í Bretlandi kveður ný reglugerð á um að flugeldar megi ekki fara yfir viss hávaðamörk í desibelum. Fari þeiryfir mörkin eru þeir sjálfkrafa bannaðir. Eldri reglugerð hérlendis var mun rýrnri og óljósari, en nú eru tekin af öll tvímæli. Brot á nýju reglugerðinni varðar sektum eða fangelsi allt að fjórum árum samkvæmt vopnalög- um, nema þyngri refsing liggi við eftir öðrum lög- um. „Ef menn brjóta þetta verður þeim refsað. Reglugerðin kveður á um hámarksrefsingu upp á fjögurra ára fangelsi og svo er það dómstólanna að dæma innan þeirra marka. Vísast verður fyrst og fremst beitt sektum en mjög alvarleg brot geta leitt til fangelsisvistar," segir Jón Þór. jontrausti@dv.is .★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Tilboð 1. Rafmagnsgítartilboð. Rafmagnsgítar, magnari, ól og snura. Tilboðsverð 27.900,- stgr. €5«S£ Opið alla daga til jóla til kl. 22 Gítarinn ehf. Stórhöfða 27 sími 552-2125 og 895 9376 www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is Tilboð 2. Kassagítar. Tilboðsverð 15.900,- stgr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.