Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2003, Page 14
14 MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003
Fréttir DV
Flestir eru úrkula vonar um að takast megi að finna fleiri á lífi í rústum borgarinnar Bam í íran.
Alþjóðlegar björgunar- og hjálparsveitir vinna þó enn hörðum höndum.
Loftmynd af Bam eftir skjálftann Borgin er nánast rústir einar og uppbyggingarstarfið verður iangt og erfitt.
Borgina veröur að
byggja aflur írá grunni
Yfir íjögur hundruð björgunar-
starfsmenn hafa unnið sleitulaust
alla helgina til að bjarga þeim sem
enn kunna að lifa í rústum borgar-
innar Bam í fran. Borgin varð hart
úti í jarðskjálfta á föstudaginn var
og mældist stærsti skjálftinn 6,7 á
Richter. Enn ríkir mikil hræðsla
vegna hugsanlegra eftirskjálfta en
smærri skjálftar eru algengir á
þessum slóðum.
Björgunarmenn telja þó ólíklegt
að margir finnist á lífi úr þessu og
einbeita hjálparsveitir sér að því að
hlúa að þeim sem þegar hafa
bjargast. Margir þeirra eru særðir
en öll sjúkrahús í borginni hrundu
í jarðskjálftanum og erfltt er um
vik fyrir lækna og hjúkrunarfólk að
athafna sig. Mikill næturkuldi eyk-
ur enn frekar á eymd fólksins en
margir eru klæðlitlir og hafa misst
allt sitt.
„Fólkið stendur nánast nakið á
götum, skjálfandi af kulda," sagði
Roland Schlachter, einn björgun-
armanna frá Sviss, en þeir urðu
einna fyrstir á vettvang. Hann taldi
líkurnar á að finna einhvern á lífi
mjög litlar.
„Það hefur mikið með tíma að
gera en einnig virðast mörg húsin
hafa algerlega lagst saman. Þegar
svo er þarf ekki að spyrja að
leikslokum."
Innanríkisráðherra írans,
Abdolvahed Mousavi Lari, til-
kynnti að gera mætti ráð fyrir að
tala látinna færi vel yflr 20 þúsund
manns. Fimmtán þúsund lík hafa
þegar fundist í rústum húsa í borg-