Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2003, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2003, Side 20
20 MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 Fókus DV hsettur aö revkja eg drekka Sigtryggur Baldursson situr á kaffistofunni og flettir í gegnum DV. Maðurinn sem áður spilaði með goð- sagnarkenndum hljómsveitum eins og Þey og Kukli, sigraði heiminn með Sykurmolunum og sást síðast hérlendis sem hinn dularfulli Bogomil Font ásamt hljómsveitinni Milljónamæringunum fyrir um tíu árum, er kominn aftur til landsins og vill fá að vita hvað hefur verið að gerast í heimalandinu. Sigtryggur ,2Ettbálkurinn erum ég og Steingrlmur. Við höfum engar hugmyndir um hvernig þetta passar iirann. Maður er bara ekki vkiii markaðsfræðingur. “ Á forsíðunni er frétt um yfirtöku Kaupþings á Spron. „Ég hélt að korpórat pólitík væri slæm í Bandaríkjunum, en hér virðist allt vera komið í eigu tveggja fjölskyldna," segir hann og flettir blaðinu. Sigtryggur fluttist til Bandaríkjanna þegar eiginkona hans hélt út í doktorsnám í lífefnafræði, en Bogomil Font og Milljóna- mæringarnir voru þá á hátindi frægðar sinnar. „Ég er mjög alvarlegur pabbakall. Ég hætti á toppnum til að sinna bamauppeldi. Milljóna- mæringarnir eignuðust þá nýtt gay líf með Páli Óskari, og það hefur verið fínt að geta spilað með þeim þegar ég hef verið hérlendis." Mýtan að tónlistarmenn deyi ungir Sigtryggur á 13 ára dóttur og aðra nýfædda og hefur helgað sig uppeldi þeirra, en þó hefur hann alltaf komið hingað til lands inn á milli. „Ég hef alltaf verið héma eins og grár köttur," eins og hann segir, en hefur á undanförnum áratug fengist við tónlist hérlendis, í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann bjó lengst af í Madi- son Wisconsin og tók upp í stúdíói í eigu hljómsveitarinnar Garbage, en hún er einmitt þekktasta útflutningsvara bæjarins, sem einnig hefur verið valinn heilbrigðasti bær Bandaríkjanna, þökk sé átakinu Fit City Madi- son. Hvort sem það er vegna áhrifa frá því eða ekki segist Sigtryggur vera farinn að lifa heil- brigðu lífi þessa dagana. „Maður er orðinn al- gjör pussa, hættur að reykja og drekka. Mýtan er sú að tónlistarmenn deyi ungir, sem hlýtur að vera gott fyrir lífeyrissjóði, en ég er undan- tekningin sem sannar regluna," segir hann og bætir svo við: „Sem er náttúrlega algerlega merkingarlaus staðhæfing, eitthvað sem fólk grípur til þegar það getur ekki fært rök fyrir máli sínu.“ Mikill stuldur á öllum vígstöðvum Hinn langlífl Sigtryggur hefur komist klakk- laust yfir 27 ára aldurinn, sem varð endastöð manna eins og Jim Morrison, Jimi Hendrix og Kurt Cobain, á bara eitt ár eftir í að verða 42 ára, sem er sami aldur og varð kónginum að aldurtila þegar hann sat á klósettinu í Graceland. En ólíklegt er að jafn illa fari fyrir Sigtryggi og hans hátign, sem lést vegna of- neyslu á pillukokkteilum og samlokum með banönum og hnetusmjöri, því hann virðist lít- ið hafa elst síðan Bogomil var upp á sitt besta. Undanfarin ár hefur Sigtryggur spilað með mönnum eins og Howie B., Les Negresses Vertes og argentínska fjöllistahópnum De la Guarda, sem er þekktur fýrir að sveifla sér í köðlum yfir áhorfendum á sýningum. Hann hefur einnig unnið talsvert með Emilíönu Torrini og á lög á væntanlegri plötu með henni. „Ég stai titlinum á síðustu plötu henn- ar, Love in the Time of Science, frá Gabriel Garcia Márquez, sem skrifaði bókina Ást á tímum kólerunnar. Emilíana stal síðan titlin- um frá mér, þannig að það var mikill stuldur á öllum vígstöðvum. Þetta var allt saman mjög póstmóderhískt." Ætti að brenna drottninguna og brytja í kattamat Sigtryggur heldur áfram að fletta DV og staðnæmist við grein um að Díana prinsessa hafi verið ólétt þegar hún dó. Ég, sem eins og allir góðir blaðamenn er mikill samsæriskenn- ingasinni, sting upp á því að hún hafi verið myrt vegna þess að konungsfjölskyldunni hafi ekki hugnast að prinsessan eignaðist barn með araba. Sigtryggi virðist nokk sama. „Ég er svo mikill anti-mónarkisti. Það gæti verið að eitthvað af þessu kónga- pakki hafi einhverja dulda hæfileika en ég hef ekki komið auga á þá. Þetta lið er eins og slæmur ávani sem lifir á þjóðfélaginu. Helst ætti að brenna þetta fólk allt og brytja það í kattamat." Hafandi afgreitt örlög kóngafólksins á Bret- landseyjum heldur Sigtryggur áfram að fletta „Mýtan er sú að tónlistar- menn deyi ungir, sem hlýt- ur að vera gott fyrir lífeyr- issjóði, en ég er undan- tekningin sem sannar regluna." í t « a DV og staðnæmist við einkar vel skrifaða grein um strippstaðinn Goldfinger. Greinin hefur þó þann annmarka að blaðamaður telur sig hafa séð Magnús Ver á staðnum, sem mun ekki rétt, en að reita sterkasta mann í heimi til reiði er ein af þeim hættum sem fylgt geta starfinu. „Er einhver að hagnast á þessu annar en eigand- inn?“ spyr hann. „Eru ekki kúnnarnir líka fórn- arlömb? Konur eru þama misnotaðar í þeim tilgangi að misnota karlmenn." Sigtryggur hefur undanfarin ár búið í Hollandi, þar sem mikið fer fyrir umræðu um vændi. „Samtök vændiskvenna vilja meina að þær séu að gera þetta af fúsum og frjálsum vilja, en það er margt sem spilar inn í. Þetta er spurning um frelsi og frelsi." „Maður er ekki nógu mikill markaðs- fræðingur í Hollandi kynntist Sigtryggur hljóðfærasal- anum Sörenvenema. „Búðin hans er alltaf op- in eftir hentugleikum. Á góðviðrisdögum situr hann fyrir utan búðina og plokkar hljóðfæri og drekkur hvítvín. Hans uppáhaldsorð em „we’re closed". Sörenvenama kemur fyrir á nýrri plötu Sigtryggs og Steingríms Guð- mundssonar, Dialog, en saman koma þeir fram undir nafninu Steintryggur. Tónlistin er í anda heimstónlistar, sem þeir eru báðir miklir áhugamenn um. .Ættbálkurinn er við Stein- grímur. Við höfum engar hugmyndir um hvernig þetta passar inn í geirann. Maður er bara ekki nógu mikill markaðsfræðingur." Steingrímur er einnig í Milljónamæringunum og hefur lært tablatrommuleik á Indlandi, sem Sigtryggur segir svo flókið liljóðfæri að hann myndi ekki koma nálægt því með priki. Heimsreisa tveggja manna í hjóla- skúr Diskurinn er tileinkaður flóttamönnum, en flóttamaðurinn Orly Kibalika syngur í einu lagi plötunnar. „Ég kynntist konu sem kennir í flóttamannabúðum, og komst í samband við flóttamenn í gegnum hana. Flóttamennirnir þarna spila mikið af tónlist og eru mikil nátt- úruböm. Orly hafði til dæmis aldrei séð míkrófón áður.“ Ólíklegt er að hann hefði komist í kynni við menn eins og Orly hérlendis. „Á íslandi búum við í svo fáránlega raun- veruleikafirrtu umhverfi. Þetta er ekki mál vegna þess að það er alltaf verið að henda þeim úr landi. Við tökum bara við fólki ef við getum grætt á því og látið það vinna einhverja skítavinnu í fiski.“ Diskurinn var tekinn upp í skúr í Hollandi. „Meira og minna öll hollensk hús em með skúr, sem ætlaður er fýrir kartöflur, reiðhjól og msl. Þetta er þannig nokkurs konar heimsreisa tveggja manna í hjólaskúr." Sigtryggur leggur DV frá sér og segist þurfa að halda áfram að dreifa diskum fyrir Smekk- leysu. Þótt Smekkleysa sé á einhvern hátt orð- in stórfyrirtæki segir hann hana enn vera „Do It Yourself' fyrirtæki, og enginn virðist vera of fínn til að keyra út. Þegar hann gengur út hugsa ég með mér að Sykurmolarnir hljóti að hafa verið virkilega einstakt band fyrst meira að segja trommarinn er snillingur. Það er eng- in furða að þeir skuli hafa orðið fyrstu íslend- ingarnir til að sigra heiminn. vaiur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.