Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2003, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2003, Side 25
DV Sport MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 25 msku úrvalsdeildinni á þeim tíma. Þar fóru fram nítján leikir á annan dag jóla og í mni um titilinn. Þeir höfðu sex stig upp úr krafsinu í tveimur leikjum og náðu hampton heim. ^ dknapp lambið graa Carlton Cole, Charlton en aðeins hafa 3 stig komið í hús af síðustu 24 mögulegum. Liverpool er heldur ekki í sérlega góðum málum en þeir gleðjast þó eflaust yfir því að Dietmar Hamann skoraði. Hann hefur verið lengi frá vegna meiðsla en er loks að finna sitt gamla form. Cole bjargvættur Það er mikil sigling á Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton þessa dagana. Á föstudag tóku þeir Chelsea í bakaríið en í gær sóttu þeir sigur gegn Tottenham á útivelli. Það var hinn týndi framherji, Carlton Cole, sem skoraði eina mark leiksins. Tottenham nálgast botninn óðfluga og má mikið vera ef David Pleat heldur starfi sínu sem stjóri Tottenham öllu lengur. Wolves vann botnslaginn Það var mikifi botnslagur á Molineux þegar Wolves tók á móti Leeds en þetta eru tvö neðstu lið ensku deildarinnar. Heimamenn voru miklu grimmari og þrátt fyrir að hafa lent undir eftir aðeins þrjár mínútur rifu þeir sig upp og unnu góðan 3-1 sigur. Norðmaðurinn Steffen Iversen lét loks að sér kveða og skoraði tvö góð mörk. Það virðist vera algjör upplausn hjá Leeds þessa dagana en Alan Smith gerði sjálfsmark í leiknum og Dominic Matteo lét reka sig af veUi. Bæði lið sitja áfram í neðstu sætunum og eru ekki mjög líkleg til þess að hreyfa sig þaðan á næstunni. Vassell opnar reikninginn Aston Villa er að verða eitt heitasta liðið í deildinni en það vann mjög óvæntan og sannfærandi sigur á Fulham í gær, 3-0. Juan Pablo Angel heldur áfram að blómstra, en hann skoraði eitt mark, og ekki veikist liðið við það að Darius Vassell er loks vaknaður. Hann skoraði sín fyrstu mörk í deildinni í vetur í leiknum og er það hreint ótrúleg frammistaða hjá enskum landsliðsmanni. Fulham kemst fyrir vikið niður á jörðina á ný en þá hefur sárlega vantað stöðugleika í vetur þrátt fyrir frábæra frammistöðu. Góð jól hjá United Manchester United hélt sínu striki yfir jólin. Liðið vann báða leikina, gegn Everton og Middlesbrough, og náði fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar, í það minnsta þar til í kvöld þegar Arsenal sækir Southampton heim. Sigurmark leiksins gegn Middlesbrough kom á 14. mínútu en þá varð varnarmaðurinn Danny Mills fyrir því óhappi að skora sjálfsmark eftir að hafa orðið fyrir skoti frá Quinten Fortune. Mikill hiti var í leikmönnum og fékk Darren Fletcher, Skotinn ungi í liði Manchester United, að líta rauða spjaldið undir lok leiksins. Leikmenn Middlesbrough sóttu án afláts undir lokin án þess að ná að jafna metin. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, var mjög sáttur eftir leikinn og sagði að það væri ekki auðvelt að sækja stig til Middlesbrough. „Ég sagði það fyrir leikinn að það væri mjög arfitt að spila gegn Middlesbrough, sérstaklega á þeirra heimavelli. Þeir eru mjög þéttir fyrir, berjast vel og eru skeinuhættir í Stuð að skora Frakkinn Florent Sinama-Pongolle hefur verið að slá i gegn með Liverpool i vetur og hann fagnar hér marki sinu gegn Bolton á föstudag. Reuters Carlton Cole er hetja helgarinnar. Þessi strákur hefur lítið sem ekkert leikið í vetur af persónulegum ástæðum en hann er grunaður um að vera aðalmaðurinn í stóra hóp- nauðgunarmálinu. Málið hefur tekið sinn toll hjá Cole, sem er í láni frá Chelsea, en hann kom af bekknum í leikhléi gegn Tottenham og skoraði eina mark leiksins. Þetta mark ætti að gefa honum byr undir báða vængi eftir mótlætið enda hér á ferð mjög skæður framherji á góðum degi. ÚRVALSDEILD ...SKÚRKURINN Kevin Keegan, Man. City Kevin Keegan er enn stjóri hjá Man. City þrátt fyrir afleitt gengi síðustu vikur. Liðið hefur aðeins náð 3 stigum af síðustu 24 mögulegum. Keegan hefur oft sýnt að hann er ágætur stjóri en lið hans eru þekkt fyrir mikinn óstöðugleika. Þegar skútan lendir síðan í mótvindi virðist Keegan ekki hafa karakt- erinn til þess að rífa liðið upp á ný og sjálfstraust liðsins er afar lítið þessa dagana. Man. City er skipað mörgum góðum spil- urum en Keegan tekst ekki að ná því besta út úr þeim og gefur glötuðum leikmönnum endalaus tækifæri. skyndisóknum. Okkur tókst hins vegar að stýra leiknum nokkuð vel og það gefur alltaf góð fyrirheit að hafa náð sex stigum yfir jólin. Það veitir okkur sjálfstraust í fram- haldinu en menn skulu gera sér grein fyrir því að nú byrjar deildin fyrir alvöru," sagði Ferguson eftir leikinn. Steve McClaren, knattspyrnu- stjóri Middlesbrough, var ósáttur og sagði sína menn hafa átt skilið í það minnsta eitt stig. henry@dv.is Bestu ummæli helgarinnar H„Saha var indíánahöfðinginn þeirra. Það verður að drepa höfðingjann og þá falla indíánarnir. Það gerðum við ekki. Þeir drápu okkar höfðingja og hinir féllu í kjölfarið," sagði Gordon Strachan, stjóri Southampton, eftir tapið gegn Fulham.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.