Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2003, Page 27
DV Fókus
MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 27
Segist saklaus en seíur
samt hja smabornum
Michael Jackson kom í gær fram í sjón-
varpsviðtali í fyrsta skipti síðan hann var
ákærður fyrir misnotkun á ungum krabba-
meinssjúkum dreng. í viðtalinu, sem sýnt var
í sjónvarpsþættinum 60 minutes, heldur
Jackson fram sakleysi sínu þótt hann sjái ekk-
ert athugavert við að sofa hjá börnum.
Auðvitað er í lagi að sofa hjá börnum
„Ég myndi fyrr skera mig á púls en að
meiða barn,“ var meðal þess sem Jackson
sagði við fréttamanninn Ed Bradley í um-
ræddu viðtali. Jackson tók þó fram að hon-
um þætti það vera í góðu lagi að sofa uppi í
rúmi hjá börnum enda hefði hann ekkert
slæmt í huga þegar hann gerði slíkt. Þegar
fréttamaðurinn spurði Jackson hvort hon-
um þætti það vera í lagi að sofa hjá börnum
jafnvel þegar kynferðisbrotamál gegn hon-
um væri í rannsókn, sagði Jackson svo vera.
„Auðvitað er það í lagi, af hverju ekki? Ef
maður er barnaníðingur, ef maður er Jack
the Ripper eða morðingi þá er það auðvitað
ekki í lagi en ég er ekkert af þessu,“ sagði
Jackson sem sagðist jafnframt ekki geta
hugsað sér að búa lengur á heimili sínu,
Neverland í Kaliforníu, eftir lögreglurann-
sókn sem þar fór nýlega fram.
„Ég get ekki lengur litið á Neverland sem
heimili mitt; núna er þetta bara hús í mín-
um augum og ég kem ekki til með að búa
þar í framtíðinni," sagði Jackson sem
undanfarið hefur búið á hóteli í Los Angeles.
Lýgur um sín eigin börn?
Kærurnar sem Jackson á nú yfir höfði sér
varða kynferðislega misnotkun á 14 ára
krabbameinssjúkum dreng sem á að hafa átt
sér stað á heimili poppstjörnunnar fyrr á ár-
inu. Jackson hefur alltaf haldið fram sakleysi
sínu og lögfræðingar hans hafa lagt mikið á sig
til þess að draga úr trúverðugleika móður hins
meinta fórnarlambs. Fjölskyldan hefur nefni-
lega áður verið viðriðin skaðabótamál af ýms-
um toga sem hafa vakið spurningar. Nú er trú-
verðugleiki Jacksons sjálfs hins vegar stórlega
dreginn í efa vestanhafs þar sem slúðurblöðin
þar í landi hafa birt viðtal við ónefndan fjöl-
skyldumeðlim Jackson-fjölskyldunnar sem
fullyrðir að börn Michaels séu í raun ekki hans
eigin. Heimildarmaðurinn segir óþekktan
sæðisgjafa hafa verið notaðan við getnað
barnanna og þvf sé Michael ekki kynfaðir
barnanna likt og hann hefur haldið fram.
Hvort Jackson hefur logið til um sín eigin börn
skal ósagt látið hér en ef satt reynist mun það
væntanlega koma poppgoðinu illa í komandi
réttarhöldum.
Með Kóran í annarri og konu í hinni?
Blöðin ytra gera einnig talsvert mál úr
sögusögnum þess efnis að poppgoðið hafi í
sumar skipt um trú eftir að hafa verið Vottur
Jehóva í mörg ár. Sögurnar segja að Michael
hafi fylgt fordæmi bróður síns Jermaine og
gengið til liðs við Nation of Islam. Enn fremur
mun bróðir hans hafa hvatt hann til að gifta
sig í kjölfarið vegna þess að hjónabandið sé
einn af hornsteinum múslimatrúar. Sam-
kvæmt fréttum The Globe í Bandaríkjunum
mun Jackson svo hafa látið af því verða í sum-
ar þegar hann gekk að eiga 23 ára múslimska
stúlku, Alisha að nafni. Hjónavígslan mun
hafa farið fram með leynd á heimili Jacksons
og hjónabandinu aldrei ætlað að verða opin-
bert. The Globe segir Alishu þessa vera bráð-
gáfaða háskój tengna stúlka með greindar-
vísitölu upp á 154, auk þess sem hún mun vera
hámenntuð í klassískum píanóleik.
Fólk bíður nú spennt eftir að réttarhöldin
yfir poppgoðinu hefjist því talið er að svör við
mörgum spurningum um Jackson muni þar
loksins koma fram. Ekki er vitað hvenær rétt-
arhöldin hefjast nákvæmlega en Jackson
gengur þessa dagana laus gegn 3 milljóna dala
tryggingu.
^7?
Sefur hjá börnum MTcfíael Jackson segistsak-
laus af ákærum um að hafa misnotað 74 ára
krabbameinssjúkan dreng kynferðislega en
segir samt ekkert athugavert við að sofa uppi i
rúmi hjá börnum, svo framarlega sem maður'
sé ekki barnaniðingur eða morðingi.
Sími 550 5000
askrift@dv.is
www.visir.is
Nýtt DV sex morgna vikunnar.
Ekkert kynningartilboð.
Engin frídreifing.
Mánaðaráskrift 1.995 krónur.