Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2003, Side 29
DV SíSast en ekki síst
MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 29
Borkmann bankastjori
Glatað tækitairH
„En það vantaði að þetta skipti
okkurmáli - hérog nú. Og ég
held að það sé ekki dónaskapur
að fara fram á slíkt afleikhúsi."
Með sýningu sinni á Jóni Gabríel
Borkmann eftir Henrik Ibsen þykir
mér Þjóðleikhúsið hafa látið fram
hjá sér fara furðu sjaldgæft tækifæri
til að sýna fram á hvaða gildi leik-
húsið (í almennri merkingu) getur
haft í þjóðfélagi okkar hér og nú, í
samfélagi hversdagsins, í „umræð-
Leikhús
unm .
Því um hvað fjallar þetta leikrit?
Metnaðargjarn maður á sér draum
um stóriðju og virkjanir. Til að
draumarnir megi rætast fórnar hann
hvurju sem er - sfnum nánustu og
heiðarleika sínum og kannski sjálfri
sálarnefnunni -
en þegar að
er
gáð snerust
draumarnir þó ef til vill fýrst og
fremst um hans eigin dýrð og auð-
æfi. Hann verður mikilsháttar mað-
ur, bankastjóri, kemst í flokk hinna
nýríku, nýtur aðdáunar hvarvetna
fýrir framtakssemi - valdið verður
honum nautn, valdið í sjálfu sér -
nema hvað hann gengur of langt, er
stunginn f bakið af öðrum „player“ í
leiknum, hinn mikli maður hrynur.
Og þarf þá að horfast í augu við sjálf-
an sig, eða altént gerðir sínar.
Æ fleiri vopn upp í hendurnar
Ogmeðleyfiaðspyrja-meðanís-
lenskir leikritahöfundar fást lítt til
þess (með fáeinum heiðarlegum
undantekningum) að skrifa verk um
brýn samfélagsmál, beint upp úr
þlöðunum - ef svo má að orði komast
I livað gat þá átt betur við íslenskan
gálntfma en einmitt þetta? Hvað get-
ur verið meira aktúelt en þetta verk
eftir Ibsen? Maður hefði jafhvel hald-
ið að skírskotanir til okkar tíma - okk-
ar allra nýjustu tíma - væru svo ríku-
legar í verkinu að leikhúsfólk fengi
beinlínis vatn í munninn yfir þessu
einstaka tækifæri til að sýna fram á
möguleika leikhússins til að taka á
sinn hátt þátt í „umræðunni" - sýna
fram á hve beitt vopn leikhúsið getur
verið í sínum samtíma.
Á æfingatímanum var meira að
segja eins og samfélagið kepptist
beinlínis við að leggja æ fleiri vopn
upp í hendurnar á Kjartani Ragnars-
syni leikstjóra og leikhópi hans með
uppákomum eins og Kaupþingsmáli
og eftirlaunafrumvarpi - að því
ógleymdu að Kárahnjúkarpálið vill
ékki deyja.
En hvað blasti við á sviðinu að
kvöldi annars í jólum? Eitthvað af
þessu? Eitthvað sem skipti máli í
samfélagi okkar hér og nú? Einhveij-
ar skírskotanir til þess, þó ekki væri
annað?
Æ, nei.
Frábær leikur afmælisbarns-
ins Arnars
Á sviðinu blasti við falleg og vel
unnin sýning á rúmlega hundrað
ára gömlu verki eftir Ibsen. Hún var
sumpart frábærlega leikin, ekki síst
af afmælisbarninu Arnari Jónssyni.
Margt var vel af hendi leyst, líka af
leikstjóranum Kjartani. En þessi
sýning skipti ekki máli. Ekki hér og
nú. Hún skipti þennan áhorfanda
hér að minnsta kosti furðulitlu máli.
Þarna voru tvær og þó þrjár frek-
ar leiðinlegar kellíngar að rífast um
einhvern sérlega leiðinlegan pilt.
Furðulegt reyndar hversu lítt snerti
mann barátta þeirra systra sem þær
léku þó af þrótti, Ragnheiður Stein-
dórsdóttir og Anna Kristín Arn-
grímsdóttir. Kannski vandi sýning-
arinnar hafi hafist strax í byrjun, í
senu þeirra, þar sem þær hittast í
Afæfingu „Sumpart frábær-
lega leikin, ekki slst afafmæl-
isbarninu Arnari Jónssyni."
fýrsta sinn eftir mörg ár. Því þar léku
þær til skiptis á kuldalegum stílfærð-
um nótum og svo með skyndilegum
hysteríuköstuminn á milli. Hvor að-
ferðin um sig liefði ef til vill dugað,
en þessi blanda þeirra gerði ekki
annað en segja þessum áhorfanda:
Þarna eru tvær ágætar leikkonur að
prófa ýmislegt undir stjórn leikstjóra
síns. Þetta er ekki í alvörunni. Og var
síðan erfitt það sem eftir lifði sýn-
ingar að festa hugann við þetta fólk
sem alvöru fólk sem skipti mann
máli - það virtist varla skipta hvert
annað verulegu máli. Úr því jafnvel
hysteríuköstin voru svo greinilega
leikur.
Þarna kom líka sitthvað í ljós um
kvennamál og fjárglæfra Jóns Gabrí-
els Borkmanns en þó heldur ekki
margt sem snerti mann: Er það mín
fötlun að eiga erfitt með að líta á það
sem harmleik f sjálfu sér þótt ein-
hver maður steli fullt af pening til
þess eins (eftir því sem séð varð í
þessari sýningu að minnsta kosti) að
berast á? Og Jón Gabríel var ekki
einu sinni neitt sérlega stór í snið-
um; hlýtur ekki maður sem hefur
ætt um háaloftið hjá sér „eins og úlf-
ur“ f átta ár samfieytt að vera ögn
ofsafengnari ... segjum bara „geggj-
aðri“, en sá maður sem Arnar Jóns-
son sýndi - svo vel sem hann leysti
þó hlutverk sitt af hendi. Því sýning-
in var einhvern veginn svo undar-
lega látlaus.
1
Lér konungur
bankastjóranna
Mér skilst að leikritið hafi verið
allnokkuð stytt í þessari sýningu. Ég
las það ekki áður en ég fór að sjá
það - af því að ég ímyndaði mér að
ég ætti bara að skrifa um það sem
leikhópurinn hefði kosið að setja á
svið, en ekki endilega allan textann
sem Ibsen skrifaði fyrir þessum
hundrað árum. Ég veit því ekki vel
hvað er að finna í leikritinu í heild,
en hins vegar hvarflaði að mér að
kannski væri þetta leikrit ekki mjög
gott, þetta væri Ibsen upp á sitt
versta - sá Ibsen sem Halldór
Laxness kvaðst lesa „í orðlausri
undrun yfir því af hve mikilli
lotníngu hátíðleik og andakt hann
endist til að fjalla um þesskonar
frakkaklædda konsúla, prófessora
og grósséra utanaf landi, sem í aug-
um nútfmans mundu vera sjálf-
skipað inventar í skrípaleiki". -
„Poor Man’s Shakespeare” segja
Bretar stundum og eiga við útvatn-
aðar eftirlíkingar af Shakespeare,
frekar en Shakespeare fyrir fátæk-
linga - mér datt í hug í sama dúr
hvort Jón Gabríel Borkmann væri
ekki bara Fást fyrir heildsalana -
Lér konungur bankastjóranna.
En það hefði - ég er alveg hand-
viss um það - þó verið hægt að nota
sér kosti Ibsens í þessa sýningu -
ekki sfst dirfsku hans í efnisvali,
hárbeittum hnífnum beint að sam-
félaginu - og áhrifum þess á sálarlíf
og einstaklinga - enn f dag - efnið
virtist kalla á það.
Hvernig? Hvernig hefðu Kjartan
Ragnarsson og leikliópur hans átt
að gera Jón Gabríel Borkmann að
þeim hárbeitta hníf inn í íslenska
samfélagsumræðu? ITefði það til
dæmis breytt einhverju ef þau
hefðu skipt út períódubúningum
Filippíu Elísdóttur (verulegt augna-
yndi, vissulega) og látið alla ganga
til fara eins og Frikki Sóf og Sigríður
Dúna, Sigurður Einarsson og frú
hans, eins og Davíð og Ástríður?
Eða ef flekar Þórunnar Sigríðar Þor-
grímsdóttur (magnað verk, sannar-
lega) hefðu verið geymdir til næstu
sýningar en í staðinn sett á sviðið
nákvæm eftirlíking af marmara-
sukki íslenskra fjármálafýrirtækja
og íburði hinna nýríku? Eða ef
næsta dularfullri tónlist Jóhanns
Jóhannssonar hefði verið hent og í
staðinn settir XXX Rottweiler?
Hefði átt að reyna
Ég veit það ekki. í sjálfu sér efast
ég um það. Ég get vel viðurkennt að
of augljósar tilraunir til að „staðfæra"
klassísk verk upp á samtímann geta
virkað illa - eins og verið sé að troða
nýrri merkingu upp á eldri verk og
leikhúsgestum ekki treyst til að koma
auga á giidi þeirra fýrir samtíma sinn.
En ég held að þarna hefði samt átt að
reyna - reyna eitthvað. Ég meina,
með þetta í höndunum þessar vik-
umar. Maður gæti að vísu sagt sem
svo að þeir atburðir sem minnst var á
hér að ffaman og virðast augljósir
tengifletir Jóns Gabríels Borkmanns
við okkar tíma - að þeir hafi gerst of
seint til að hafa áhrif á sýningu sem
komin var langt á veg í æfingu þegar
til dæmis Kaupþingsmálið og ekki
síður lífeyrisfrumvarpið spmngu
framan í þjóðina. Og ég veit svo sem
ekkert hvernig hefði átt að vísa til
þeirra í þessari sýningu. Ég held bara
að það hefði átt að reyna. Þótt það
hefði kostað að öllu sem var búið
hefði verið kastað út og byrjað upp á
nýtt á síðustu stundu. Þótt það hefði
kostað að til dæmis lýsing Bjöms B.
Guðmundssonar væri ekki jafn
fáguð. Þótt það hefði kannski kostað
að allt misheppnaðist og sýningin
þess vegna verið hrópuð niður.
Ég veit - því ég drap á það sjálfur
hér rétt áðan - að gagnrýnendur
eiga ekki að skrifa um það sem þeir
vilja sjá - heldur það sem er á svið-
inu. I jólasýningu Þjóðleikhússins er
margs að njóta. Auk þess sem áður
hefur verið nefnt: samleikur Arnars
og Önnu Kristínar var glæsilegur í
þeirra senum. Edda Arnljótsdóttir
var eftirminnilegasta tjenestepige
sem ég hef á ævinni séð.
En það vantaði að þetta skipti
okkur máli - hér og nú. Og ég held
að það sé ekki dónaskapur að fara
fram á slíkt af leikhúsi. Ég ítreka að
ég veit ekkert hvernig hefði átt að
leysa það mál að láta Jón Gabri'el
Borkmann fjalla um Kárahnjúka,
Kaupþing og pensjónmál Davíðs. En
ég er heldur ekkert í því hlutverki. Ég
er bara úti í sal. Það var Kjartan sem
hafði það hlutverk að finna þá leið -
og tækifæri til að sýna hvers leikhús-
ið er megnugt.
Wiigi Jökulsson
Þjóðleikhúsiö sýnir á stóra sviðinu:
Jón Gabríel Borkmann eftir Henrik
Ibsen í þýðingu Þórarins Eidjárns.
Leikendur: Arnar Jónsson, Ragn-
heiður Steindórsdóttir, Rúnar Freyr
Gíslason, Anna Kristin Arngríms-
dóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Sigurð-
ur Skúlason, Vigdís Hrefna Páls-
dóttir, Edda Arnljótsdóttir. Lýsing:
Björn Bergsteinn Guðmundsson.
Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Leik-
mynd: Þórunn Sigríður Þorgrims-
dóttir. Tónlist: Jóhann Jóhannsson.
Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson.
Frumsýning: 26. desember 2003.