Alþýðublaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 5
Alþýðublaðið 15. apri'l 1969 5 framkvæmdaslJÓrf: Alpýdu JUtstjórar: Kristján Bersi ólafsson (ábt) Itcnedikt Gröndal blaðid Fréttastjórl: Sieurjún Jóhannsson Auelýsingastjóri: siKurjón Arl Sieurjónssoft Útgefandl: NÍJa útgáfufélagiff prentsmiðja AlþJöublaðsins, ÓTÍÐINDI Horfur í ivinnudeilu'num hafa nú snúizt injðg til hins vterra, og er ástandið fraan- undan orðilð ískyggilegt. Líkur á eðlilegum samningum hafa því miður minnkað síð- ustu daga. Ver'kalýðshreyfingin hefur tilkynnt, að hún háfi horfið frá þeirri stefnu að efna t:l allsherjarverkfalls, ef samningar náist ekki. í Iþess stað eiga að koma beðjuverk- föll, þar sem hvert félagið gerir verkfall á fætur öðru. Atv'lnnurekendur hafia þegar tilkynnt verk (bann í öllum iðnaðinum í Reýkjavík/og er talið líklegt, að þeir kunni að svara keðju- vierkföllum með keðjuverkbönnum. Þegar svo er bomið fellur högg á móti höggi, er atvinnurekendur og verkafólk leitast vlð áð valda hvorir öðrum sem mestu tjóni. Augljóist er, að þessi ótíðindi munu fljót- lega gera samkomulag óhugsandi. Verk- föllin eru ekki ný af nálinni, þeim hefur oft verið beitt og þau þekkir þjóðin. En verkbönnin bera vott um nýtt ástand, þau gera þessa deilu einstæðia — og hættulegri en vHnnudeilur hafa áður verið. SMÁMÁL Sjalldlan hafa eins veigamikil og stórbrot- in vandamól steðjað að íslenzíku þjóðinni og nú. Samt er Alþingi svo seinhepplö að eyða hei'lum fundadögum í deilur um smá- mál. Þetta gerðist til dæmis á mánudag, er þingmenn stjórnarandstöðunnar blésu með miklum ræðuhöldum upp lítlð mál, af því að þeir töldu sig 'geta komið höggi á ráðherra og ríkisstjórn. Áróðurinn gengur fyrir öllu hjá þeim. Deilt var um þáð,- hvort rétt væri að flytja embætti æviskrárritara inn í Háskóla íslands og gera hann að prófesisor. Frum- varp um þetta var flutt í samráði við há skólaráð. Ýimsir, þar á meðal stúdentar, hafa mót mælt þessu á þelm grundvelli, að meiri þörf sé á öðrum kennurum. Þessi mótmæli eru skiljanleg, en þau byggjast á þeirn mis slkilningi, að hér sé um nýtt em'bætti að ræða, sem muni dragast frá því fé, sem. Háskólanum verður ætlað. En ;svo er alls ekkil. Þetta er sérmál, óiskylt venjulegum. vexti Háskólans. Fjórir prófessorar í heimispekideild hafa s’núizt harkalega gegn þessu frumvarpi og vilja ekki prófessorsembætti í ættfræði, Mótmæii þessara manna gripu stjórnar andstæðingar á I'ofti til að koma höggi á Gylfa Þ. Gíslason og ala á tortryggni mílli hans og Háskólanis. Mál þetta verður vonandi afgreitt eins og háskólaráð óskar eftir. Samstarf milli ráðherra og Hásfcólans hefur verið ágætt og borið mlkinn ávöxt hingað til. Nú erur málefni skólans á tímamótum og mleiri ótök framundan en hingað til hafa gerzt. Er því frekar ástæða til að láta ekki póli tískan áróður og persónulegt skítkast út áf smámólií spilla fyrir málefnum Háskólans. Enn deílur um ættfræðiprófessorinn Reykjavík —IIP. Staða sú, prófcssoUsembætti í ættfræði, sem tengd skyldi viS nafn Einars Bjamasonar, núverandi ríkisendurskoðanda kom til umræði í neðri deild í gær og gerðu meiri og minni hluti menntamálanefndar deildarinnar grein fyrir áliti sínu. Þessum ágreiningi, sem upp hefur komið innan Há- skólans var fyrir nokkru gerð skil hér í blaðinu. Magnús talar um skrípaleik StjórnarandstæSingar tóku alger- lega afstöðu með heimspekideildar- álitinu og deildu á menntamálaráð- herra. Taldi Magnús Kjartansson mál þetta vera orðið að hreinum skrípaleik og væri hlálegt að stofna embættið við lagadeild. Taldi hann, að frekar hefði átt að fara þá leið að styðja við bakið á erfðafræði- nefnd læknadeildar, sem hefði unn- ið gott starf, en engan stuðning fengið frá ríkinu, heldur hefði Kjarnorkurannsóknarstofnun Banda ríkjanna veitt til hennar fé. Embættið leiðir til góðs GylfL Þ. Gislason menntamála- ráðherra taldi embætti þetta hins vegar mundu leiða til góðs, þrátt fyrir það þótt setja ætti það við laga- deild. Hins vegar kvaðst hann sam- m;íla Magnúsi, að því leyti, að mál- ið hefði ekki tekið hagstæða stefnu, að ágreiningur skyldi rikja um það, hvar setja ætti embættið. Sig hefði heldur ekki órað fyrir, að heim- spekideild mundi hafna slíku emb- ætti, en hann hefði talið rétt, að það yrði sett þar, og einnig há- skólarektor. Þá ræddi ráðherrann nokkuð um erfðafræðinefndina, sem Níels Dungal hefði komið á fót. Ymis Ttonar vandkvæði varðandi framhald þeirrar starfsemi, sem sú nefnd hefði unnið að, hefði honum og fulltrúum þeirrar nefndar kom- ið saman um, að e.t.v. mætti leysa með. stofnun þessa embættis, en þau vandkvæði voru aðallega vegna skil- yrða, sem Kjarnorkurannsóknar- stofnunin setti fyrir :iframhaldandi fjárveitingum. Hér væri heldur ekki um stofnun nýs embættis að ræða, heldur væri embætti æviskrárritara, er losnað liefði nú nýlega verið flutt yfir til Háskólans og gert þar að sér- stöku orófessorsembætti. Væri þetta hagfelld lausn. Afstaða heimspeki- deildar furðuleg Ráðherrann sagði, að það væri furðuleg afstaða, sem hluti kennara- liðs heimspekideildar hefði lýst sig andstæðan þessu, en það væri ekki fyrsti furðulegi kapítulinn í starf- semi þeirrar deildar. Þó kvað ráð- herra það alvarlegast í þessu, að í áliti sínu væri menntamálanefnd deildarinnar blekkt, en þar ætti hann við að í tillögu deildarinnar sagði að fræðigreinin (ættfræði), væri ekki þess eðlis, að hún gæti verið sjálfstæð háskólagrein, með sérstöku prófessorsembætti, og væri deildinni ekki kunnugt um, að við' nokkurn háskóla væri slíkt prófess- orsembætti í greininni. Þetta sagði menntamálaráðherra alvarlegt, og sýndi hann fram á, að í alfræðiorðabókum væri ættfræði alls staðar talin vísindagrein og a. m. k. í Þýzkalandi væru slík pró- fessorsembætti, að þ\í er slík upp. sláttarrit segðu. Hafnarfjörður - Nágrenni Gerum við flestar tegundir sjónvarpstækja. SJÓNVARPSÞJÓNUSTAN SF. Lækjargötu 12 — Sími 51642. MATUR OG BBNSÍN allan sólarhringinn. Veitingaskálinn, Ueitháísi. AÐAIFUNDUR Aðalifunldúr Hf. Elm'skipaféla’gs íslands verð ur 'ha'ldinn í fundarsalnutm í búsi félagsms í Reýkjavík föstudagilnn 30. maí 1969 fcl. 13.30. Dagskrá isamkvæmt 13. grein sámfþýkkta fé- lagsins. Tillögu til breytinga á samlþýkktum félags- ins samfcvæmt nilðurlagi ákvæða 15. greinar samþykktanna (ef tillögur komia fram). Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir blutböfum og umboðsmönnum bluthafa á sfcrífstbfu félagsins, Reýkjaýík 27.—28. maí. Reykjiavík, 14. apríl 1969 STJÓRNIN

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.