Alþýðublaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 12
12 Alþýðuiblaðið 15. apríl 1969 MÁLVERK Nú er Malta ekki lengur flotastöð Breta. Á myndinni er flotinn að yfirgefa eyna í síðasta sinn og eyjabúar fjölmenna til að vera viti a ðatbunrðinum, og veifa brezku sjóliðumum í kveðjuskyni. Nú eru um 170 ár liðin frá því að Nelson flota foringi sigldi flota sínum til Möltu til að aðstoða innfædda gegn frönskum uppreisnarmönnum, en frá þeim tíma hefur Malta verið flotastöð brezka hersins. Framhald af bls. 16 armaðurinn, en strax og það sér málverkin, fer það í flýti. — 16 ára , piltur sagði, að það væri heimsku- legt að eyða fé í það sem ekki á hið minnsta skylt við list. En einn , maður bar fram þá skoðun sem virtist vera almennust: Borgun er miklu litríkari nú en áður. Eg mundi sakna málverkanna, ef þau hyrfu skyndilega. Listafélagið gaf út bækling fyrir. ferðamenn, sem í voru lýsingar á leiðinni um götur Brandes : Akið í áttina til kirkjunnar, segir í upp- „ hafi, — og eftir Aðalgötu, í áttina að húsi dagblaðsins. Þar getur að líta litskrúðuga túlkun á hug- myndaflugi K. Björn Knudsens. — Þegar þér beygið inn á Járnbraut- arveg, sjáið þér skreytingar Poul Aggcrs á grjótmulningsvélinni. — Frá grjótmulningsvélinni liggur leiðin fram hjá skreytingu Leifs Pespens á girðingunni umhverfis skrangeymsluna — og svo fram- vegis. — Við erum hreykin af borg- inni okkar, sagði ferðafélagið á staðnum á fundi, þar sem rætt var um ferðamannastrauminn til borg- arinnar í framtíðinni, — og við von- um að þið séuð það líka. SIGVALDl Framhald af 7. ítifiu. lionum þú vera göfugmenni, geng- ur burt og brosir. Ég hef séð ,það sjálfur. En hann sezt ekki niðtfl' áð eta appelsínuna, hann fer með hana heim að gefa börnunum. Svoleiðis lostæti hafa þau kannski aldrei feng- ið, því meirihluti bænda getur varla haft aðra fæðu en þá sem þeir rækta sjálfir. Ef hann ræktar ekki appelsínur — og venjulegur ind- verskur bóndi ræktar ekki appels- mur — fá börn hans ekki appels- ínur. Hann ræktor bara kornmat, hrísgrjón eða hirsi, og á ef til vill eitthvað af skepnum. Eg hef séð þessa fátækt, góðir hálsar, séð hana oft, en ég skil hana ekki enn. Svo mikið veit ég þó að hún á ekkert skylt við að geta ekki veitt sér það sem mann langar til, — það að langa til einhvers er ekki iilnln ^við tsjóncleildarhring, allt svoleiðis lagað er hinum megin við solarlagið — hún er eilíf spurning um hvort manni veitist áfram sú náð að fá að vera til eða ekki. Maðurinn er heldur ekki einn á Indlandi. Alþekkt vandamál eru heilögu kýrnar. Að vísu er meira gert úr því á VeSturlöndum en rétt er, en samt eru til svæði þar sem mikill fjöldi af óskilanautpeningi er á flækingi um vegi og torg. Auðvitað etur hann heilmikið fóður frá mjólkurkúm og öðrum þarfari gripum, og samt er þessi heilagleiki kvalinn af sulti og sjúkdómum. Þá þykir mér hlýða að geta hér tveggja dýrategunda óvirðulegri sem hjálpa mönnum og kúm ó- sleitilega til að eta upp allt sem ættlegt er í landinu, en það eru rottur og kakkalakkar. Rottuþjóð- in er miklu eintakafleiri en mann- fólkið og fjölgar að sama skapi, og kakkakkkarnir reynast líklega þeim mun fleiri sem þeir eru smærri og líklega þeim mun stór- virkari í eyðileggingarstarfi sínu. Ég hef lesið einhvers staðar í rit- lingum sem Indverjar láta ein- hverjum stofnunum Sameinuðu þjóðanna í té, að þessi hvimleiðu dýr valdi meira tjóni á Indlandi en unnt sé að meta. Rétt til að gefa mönnum hug- mynd um hve dýraríkið er ágengt í þessu landi vil ég greina frá þvf að þegar ég kvöld eitt fyrir ekki löngu síðan var að borða hrís- grjón og karrý í mesta sakleysi á garðrestauranti einum hér í borg- inni kom fjöldi hungraðra katta til að sníkja bita og meira að segja nokkrir mangúsar, villt lítil dýr sem hafast við í borginni og víð- ar. Þar að auki er allt fullt af flækingshundum, og öll þcssi mis- lita hjörð — sem í rauninni fylgir manninum fremur en hún eigi heima í náttúru landsins — hjálp- ar til að sjúga til blóðs brjóstin á þessu landi, landi sem með hverri öld er að verða þurrara og blástv ara og virðist imeira nagað af mönnum og skepnum en það þol- ir....... Gunnar Myrdal hinn sænski er þeirrar skoðunar, sennilega fróðast- ur allra manna og færastur um að dæma, að ekkert dugi á Indlandi nema yfirmannlegt átak í land- búnaði. Raunar sé stjórnin lin og íhaldssöm þótt hún þykist vera rót- tæk og framgjörn. En það sé eng- in önnur leið að vinna bug á fá- tæktinni en nýr landbúnaður sem byggist á öllum sviðum á hávís- indalegum grunni. Maður sér strax bóla á þessum nvja tíma. Það er græna byltingin. Bylting er það sannarlega, og ekki síður { hugsun en í vinnu- brögðum. Það sést á því meðal annars að þegar nokkrir bændur í Gujarat voru spurðir hvort þeir vildu láta syni sína læra landbúnað í skóla svöruðu flestir eitthvað á þessa lund: — Drengirnir kunna að búa, kennið þeim eitthvað annað sem þeir hafa gagn af. En þeir kunna ekki að búa. 'Það þarf ekki Gonda til, venjulegt ó- tipplýst sveitafólk veit ekkert hvar skórinn kreppir að, það finnur bara eins og þeir, að guð alls- nægtanna er á braut. Græna byltingin er ný hugsun, ný menntun, nýtt skipulag, nýtt sáðkorn, ný tækni í landbúnaði — sem hægt og hægt er að byrja að breiðast út frá vísindalegum land- búnaðarstofnunum í Punjab, Mad- res og víðar. Bændur eru í dag skattlagðir til að unnt sé að halda áfram rannsóknum héraðlútandi og útfæra það í hagnýtu starfi. Og ef þetta bjargar ekki van- pærðum milljónum lítilla barna á Indlandi, ja, þá er betra að fara að biðja fyrir sér. Eftir þv{ sem ég veit meira um þsesa grænu byltingu sem er í vænd- um, verður mér betur ljóst hvers konar stórkostlegt kraftaverk hún er: hver lítil akurskák verður marg falt meira virði, á jafnlöngum tíma verður arðurinn mörgum sinnum meiri. Mér dettur í hug sagan um fimrn brauð og tvo fiska. S i g v a 1 d i. ÍÞRÓTTIR Framhald 9. síðu. vegna Alcindor. NBA-atvinnu- mannasambandið setti einnig regl- ur varðandi Wilt Chamerlain og Bill Russell. Nú er að sjá hvernig Aldndor vegnar sem atvinnumanni, í fyrsta lagi hvort hann verður til þess að kollvarpa skot-reglunum þar einnig, og í öðru lagi hvernig hon- um gengur gegn öllum þessum stóru stjörnum, sem fyrir eru og aðallega gegn Chamerlain. Það verð ur einvígi framtíðarinnar í körfu- knattleik. Aftureldingar €0 jra afmæli Ungmen nafélagsiireyfi ngi n á Is- landi er á margan hátt merkileg, þó að mörgum finnist nú á dögum, að hún sé að verða úrelt. En því fer.-þó fjarri, og um það sannfærð- uir^t við á laugardag í borðhaldi Umf. Aftureldingar í Mosfellssveit, en 'Jélagið varð 60 ára 11. apríl. Fórrnaður félagsins er Birgir Sig- urðsson, Reykjadal, varaformaður, Guðmundur Magnússon, Leirvogs- tungu, ritari, Gunnar Magnússon, Reykjadal, gjaldkeri, Lísa Einars- dóttir og meðstjórnandi, Asgeir Indriðason, Víðigerði. Afturelding hefur átt góðum íþróttamönnum á að skipa í glímu, frjáísum íþróttum, knattspyrnu, sundi og handknattleik. A dagskrá hjá féiaginu hefur einnig verið leik- list, málfundir og ræktun. Fjölmargir sóttu áðurnefnt af- mælishóf, bæði ungir og aldnir. — Margar ræður voru fluttar, m.a. tal- aði Eiríkur J. Eiríksson, sambands- stjóri, UMFI, Guðjón Einarsson, varaforseti ISI o.fl. Yeizlustjóri var Guðmundur Magnússon. Iþróttasíðan óskar Aftureldingu tiljhámingju með afmælið og óskhr féklginu allra heilla í framtíðinni. —------------------------------ viuum íslenzkt-/I«5\ ÍSUENZKAN IÐNAÐ HLÝTUR Framhald bls. 1) Gilrl.“ Þetta er í þriðja sinn, sem Katlherinie Heþburn hlýt lur Óskaxsverðlaun, en Bar- bala Streisand hefiuir Ihingað til eimkium vierið Ikumn isiem söng kona, og fær verðlaunin nú fyrj- fyrsita IkvLkimyndahl'Ut- verk sitt. Cliff ÍRobertson hlaut víerð launin fynir beztjan leik karl- maninla, og var það frammi- staða hans í tmyndinmi „Char- í'y,“ sem afiaði hanuim verð- launamnia. Bezta miysnd ársins viar hins vegiar talin btnezki söngleikiurinn ,,01iver,“ sem er gerður teftlir sögu D.okens, Oliver Twist. IHlault sú mynd al’ls 11 verðélaun, þar á meðal hlaiut leiikstjóninln 'Sir Carol Reed verðlaunin fyirlr bezta Eleifestjóm. , TROLOFUNARHRINGAR ÍFIjót afgréiðsla Sendum gegn póstkr'öfíi. CfUÐM: ÞORSTEINSSPN; . gullsmiður BankastrætT 12..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.