Alþýðublaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 16
Aljmhi blaðið Afgreiðslusími: 14900 Auglýsingasími: 14906 Ritstjómarsímar: 14901, 14902 Pósthólf 320, Reykjavík Verð í áskrift: 150 kr. á mánuði Verð í lausasölu: 10 kr. eintaki? íbúar borgarinnar Brande á Jótlandi eru farnir a'ð venjast málverkunum. Andúðin á þeim fer minnkandi, og fleiri óg fleiri af þeim fimm þúsundum, sem í borginni búa, komast á þá skoðun, að ef til vill sé í raun og veru um listaverk að ræða. Og íbúarnir eru vissulega hreyknir að eiga tfurðulegasta safn nútímamálvcrka, sem um getur, síðan Alec Gulinness strauk kústinum um húsveggina í myndinni ,,The Horse's Mouth“. En álitið á málverkunum hefur ekki alltaf verið slíkt, í Brande gætti mikilla efasemda á gildi málverkanna allt frá því ,að byrjað var að mála þau. I Urðu undrandi — Þegar við komum, sagði And- ers Kirkegárd málari, áleit fólk að við værum síðhærðir klessumálar- ar, sem aðeins gætum slett málning- arklessum hér og þar, og síðan ekki söguna ,meir. Það varð alveg undr- andi þegar við birtumst með stiga, klæddir vinnufötum og með hlífðar- gleraugu, og byrjuðum að brjóta upp pússninguna á veggjunum til þess að komast að tígulsteinunum. — Nú getur að líta í Brande mál- verk á girðingum, húsagöflum og veggjum. Það sem gerðist í Brand- és hefur breytt þessari hljóðlátu borg, og hún verður aldrei söm aftur. Þessar framkvæmdir hófust þeg- ar meðlimir í Listafélagi Mið-fót- Iands byrjuðu að ræða um það sín á milli hvernig gæða mætti útlit borgarinnar meira lífi. Félagið hafði staðið fyrir hljómleikum og leiksýn- ingum, en það var samt eitthvað sem á skorti. Lífga tilveruna — Á meðan við sátum hér og veltum fyrir okkur hvað \ið ættum að gera til að lífga upp á tilveruna, sagði dr. Ole Bendix, einn af aðal- forivarsmönnum félagsins, sat -hóp- ur ungra listamanna í Kaupmanna- höfn og hugleiddi, hvar þeir gætu fundið borg til að skreyta. Og við náðum saman. Við báðum listasjóð ríkisins um fjárhagshjálp og það var ákveðið að borga 25% af kostn- aðinum. Samanlagður kostnaður var um 180 þús. d. kr. Mestur hluti kostn- aðarins var fólginn 1 því að borga listafólkinu, en það fékk um 10.000 d. kr. Afgangurinn fór í að borga | efni, aðkeypta vinnu og annan kostnað. Hópur fólks hjálpaði lista- fólkinú við að undirbúa veggina undir málningu. Hafizt var handa við skreyting- una síðastliðið sumar, og þá bjóst I enginn við því að allir íbúar Brand- I es væru hrifnir af framkvæmdun- j um. Það mikilvægasta, sagði dr. I Bendix, var ekki listin sjálf, heldur það að gera eitthvað til að rjúfa til- breytingarleysið, og það varð ein- mitt svo. — F.g ber virðingu fyrir því fólki, sem eyddi tíma sínum í þetta, sagði Hans Schack, en myndirnar eru hræðilegar; ég hefði frekar viljað, að peningarnir hefðu verið látnir í gosbrunn á markaðstorginu. — Þetta er betra en ég hélt það yrði, sagði Karen Hansen, en það er svo dýrt. F.g verð nauðsynlega að fara ,að mála húsið mitt, en mér hefði ekki dottið það í hug, hefði ekki verið farið að mála borgina. Ósamkomulag Þegar að því kom, að afhenda i átti borginni málverkin, varð borg- arráðið ósammála um, hver ætti að afhenda gjöfina. Eftir að greitt' hafði verið atkvæði um málið, á- kvað borgarráðið að draga sig út úr hítiðárhöldunum. Það var ferðafé- ] lag borgarinnar sem tók á móti menntamálaráðherra Danmerkur, K. Helweg Petersen. Ráðherrann sagð- ist vera því eindregið fylgjandi að fé ríkisins væri notað í þágu listar- innar, og boðað til almenns um- ræðufundar um ríkisstyrki til lista- manna. Og það stóð ekki á fólk- inu að koma á fundinn. — Það getur verið að þau dragi fólk til borgarinnar, sagði póstburð- Framhald á bls. 12. Anders Kirkegard við vinnu sina á húsgafli. Og liér er ein púskamynd enn frá ísafirði: Einar Valur Kristjánsson, gamall skíða- kappi, heldur hér á syní sín- um, Atla, sem virðist una sér vel á skíðaslóðum. (Ljósm. Isak). V e r zl u narmsðstöd Norðmenn hafa opnað vfc'rzl •unarmiðstöð í Englandi til að auðvelda viðskipti fyrir norska útflytjendur. Þeir opn uðu slíka miðstöð í Svíþjóð fyrir tveimur árum. Erik Werner, sem er teikn- ari við Berlingske Tidende í Danmörku, fékk nýlega 500 dollara verðlaun fyrir þessa mynd af De Gaulle á tfc'ikni- myndasýningu í Montreal Ný liósmynda- stofa 1 Ungur Haifnfírðingur Kristjári Guffimundsson opnaði Xjósmynda istofu þar í bæ og tekur að sér1 mydatökur af öllu tagi. Stofart •er til húsa að Skerseyrarvegi 7, •og kallar eigapdinn hana Ljés- imyndastofu Kristjáns. Hrístingur slæmur ÞAÐ er nú komið' á daginn. að menn, sem vinna við mikinn Ihristing, t.d. þeir sem stjórna loftborum eiga öðrum fremur á Ihættu að verða kynferðilega vanmegna. Er hætta þessi talin samfara venkfænum. er „hrisb ast“ 40 — 140 sinnum á mín útu, og eru fyrstu sjúkdómsein kennin dofi og kuldi í höndum. Það eru itvö stærstu verkalýðs félög Breblands, „Transport“ og „General Wonkers", sem látið 'hafa mlál þetta til sín taka, og vinna þau nú að n'ábvæmrl ranrisókn þess, hversu mikið sé •upp úr vandamáliniu leggjandi og hvernig úr megi bæta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.