Alþýðublaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 9
*Mfcan»lH5i gaiH Alfe^ðublaðið, X5. aprí!1969 9 með NBA (National Basketball As- sociation), sem er frægasta sam- baijdið. Liðið Milwaukee Bucks hlaut hann og varð að greiða 1,4 millj. dala fyrir hann til eins eða tveggja ítra! Milwaukee er neðst í Austurdeild- inni, en neðstu liðin í báðum deild- unum hafa forkaupsrétt á einhverj- um leikmanna úr háskólunum á hverju vori. Hitt liðið var Phoenix Suns úr Vestur deildinni, en þeir gátu ekki greitt eins mikið og því er Alcindor kominn til Milwaukee. NCAA-háskólasambandið setti á sérstakar reglur varðandi það, að troða kriettinum í körfuna, einungis Framhald á bls. 12. 4 1 Keppendur skulu ekki vera yngri en 17 ára miðað við síðustu áramót. Alyktun um „olnbogahlífar“, Á stjórnarfundi Glímusambands Islands þ. 2. apríl s.l. var eftirfar- andi ályktun gerð um notkun oln- bogahlífar: , , iA., „Stjórn Glímusambands Islands ályktar, að hnéhlífar þær, sem glímu menn hafa notað sem olnbogahlífar á undanförnum glímukeppnum, eru ekki leyfilegar í keppni'V FH sigraði á loka sprettinum Reykjavík —klp. Það mátti ekki á milli sjá, hvort liðið ÍR eða FH. væri þegar búið að tryggja sér ís- landsmeistaratitilinn í 1. deild, er liðin mættust í gær- kveldi. ÍR-iiigar áttu mjög góðan leik og höfðu í fullu tré við meistararia. Þeir 'notuðu þá aðferð að taíka. Geiir og Öm Hallsteins- syni úr umferð og tókist það vei. FH-liðið var svo til óvirkt í sókinúm sínum, með lélega skotrnenn fyrir utan. Leikur- inn hélzt nokikuð jiafn fram an af, og í hálfleik var staðan 10:9 fyríir ÍR. í síðari hálfleik komust ÍR-ingar í 14:11 og héldui forskotinu -þair til 7 mínútur vomu til leliksloka, að FH tókst að jafna 18:18. Við jofniunarmar'kjið ‘var; eins og ÍRJliðið brotnaði, en hinir efldust að muin og skor uðu 3 mörfc í viðbót. Lokatöl- ur leiksins urðu 23:19 FH í vil og anáttu þeir vel við una með þau úrslftt. ÍR-liðið var öllu beittara í þessUim' leik, og átti í það minnsta skiliið annað stigið. Leikuir FH var allur í molum framan af, en síðustui mínút- urnar voru þe'im 'happadirjúg- ar sem og fyrr, og með góðri markvörzlu Hjalta Ef.narsson ar undir lokin, ásamt nokk- urri heppni er allt útlit fyrir sigur þairra í íslandsmótinu með „fullu húsi.“ Fær FH fullt hús? Reykjavík — klp. Annað kvöld verður leikin næst síð- asta umferð 1. deildarkeppninnar í handknattleik, og mætast þá Valur — Fram og FH — Haukar. Þetta er síðasti leikur FH í 1. deild og takist þeim að sigra „litla hróði“ hafa þeir unnið íslands'rnót- ið á fullu liúsi. Þ.a.s. sigrað alla sína leiki og hljóta 20 stig. Vals- menn leika einriig sinn síðasta leik í 1. deild í ár, en Fram og Haukar eiga éftir að mætast n.k. sunnudag, en þau berjast um silfurverðlaunin. Á sunnudag fer einnig fram úrslita- leikurinn um neðsta sætið í 1. deild, og um leið fallið í 2. deikl á milli KR og IR, sem bæði hafa hlotið 4 stig. Staðan deild. °g markhæstu menn í 1. FH 9 9 0 0 176—140 18 Haukar 8 4 2 2 146—150 10 Fram 8 4 1 3 141—133 9 Valur 9 3 1 5 162—160 7 KR 9 1 2 6 156—176 4 ÍR 9 2 0 7 176—198 4 Markhæstir:- Vilhjálmur Sigurgeirsson IR Geir Hallsteinsson FFI Orn Hallsteinsson FH Hilmar Björnsson KR Bergur Guðnason Val Þórður Sigurðsson Haukum Ágúst Svavarsson IR Karl Jóhannssón KR Ingólfur Oskarsson Fram Hcrmann Gunnarsson Val 62 58 48 41 40 38 38 35 31 29 MEÐ FIMM FLOKKA í ORSLIT Um s.l. helgi fóru fram 14 leikir í yngri flokkum Islandsmótsins í handknattleik og þá skýrðust lín- urnar að fullu um hverjir koma til með að leika í úrslitakeppninni n.k. sunnudag. I 1. flokki karla Iéku Fram og Valur í a-riðli, og nægði Valsmönn- um jafntefli í leiknum, er 40 sekúnd- ur voru eftir af leiknum, var stað- an jöfn 9—9, en þá misstu Valsmenn knöttinn, klaufalega til FramarS, sem komust upp en þar var brotið á þeim, og þeir fengu vítakast, sem þeir skoruðu úr, og sigruðu þar með riðilinn, og mæta FH í úrslita- leiknum. í 2. flokki kvenna sigraði Fram Víking í a-riðli 8—5, og er þar með komið í úrslit. I b-riðli var keppnin á milli Vals og Njarðvíkur, en þau unnu bæði sína leiki um helgina og hafa jafnmörg stig 7. Valsstúlkurnar urðu samt sigurveg- arar i riðlinum á hagstæðari marka- tölu 24—7 á móti 19—10 Njarð- víkurstúlknanna," sem komu mikið á óvart í þessu móti. Urslitaleikirnir verða því á milli, Fram — Vals og Þórs frá Akureyri. I 2. flokki karla voru úrslit kunn, en nú hefur verið dæmt í kærumáli í a-riðli, þar sem KR kærði leikinn á móti Val, og er KR dæmdur sig- urinn í þeim leik. Þetta þýðir að Valsmenn, sem voru búnir að sigra riðilinn, missa tvö stig, og er því Víkingur sigurvegari í riðlinum. Valsmenn hafa áfrýjað dómnum til HSI, og er nú beðið eftir dómi það- an. Urslitaleikirnir verða á milli Fram —Þórs og Vals eða Víkings. í 3. flokki karla eru úrslit þegar kunn þar leika til úrslita Fram — KR og Þór. I 1. flokki kvenna er Fram éinntg í úrslitum, og nægir þar jafntefli á móti Val. , Fram á sannarlega skilið sæmd- arheitið hezta handknattleiksfélagið, én þeir eru með 5 lið í úrslitum í íslandsmótinu í þetta sinn. Einu flokkarnir, sem þeir hafa ekki mögu- leika á að sigra í eru: 1. deild, meistaraflokki kvenna, en þar urðu þeir í 2. sæti, og í 2. deild, en það er eini flokkurinn, sem Fram á ekki lið í, og er það skiljaníégt. r Á stinnudag fæst úr því skorið hvort Frarn verður Islandsmeistari í ölhim 5 flokkunum, en, búast má við að képpnin þnr vérði Öllu. meiri en í riðlunum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.