Alþýðublaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 14
14 AlþýðuMaðið 15. apríl 1969 Pauline Ase: RÖDDIN 2. Isabella arrdvarpaði. Ef hægt væri að hjálpa hon- um, hlaut yfirlæknirinn að gera það. Hún ætlaði að standa við hlið hans. Hún og yfirlæknirinn skyldu berjast eins og þyrfti til að bjarga honum. it 2. KAFLI. Skömmu seinna leit Geoffrey Vannard inrr Það var orðið framorðið ,en hann var svo vanur því að vinna eftir að vinnutíma hans átti að vera lokið. Hann heilsaði ísabellu og talaði fáein orð við hana og fór svo. Hann fór niður á skrifstofuna og þar sat ung stúlka við skrifborðið. Þegar Geoffrey Vannard kom inn, fannst honum stúlkan óvenju fögur. Hár hennrar var rauðbrúnt, eins og haustlaufið, og hörundið fagurt og bjart. Augnahárin voru óvenju löng og uppsveigð og augabrýnnar með sama lit og hárið. Hún sat oftast þannig, að engirrn sá nema vangasvip hennar. — Kamilla! hvíslaði hann. Hún hrökk við, þótt hann hefði sagt nafn hennar lágt. •— Já, er það Vannard? Afsakið, ég heyrði ekki, m,,; þegar þér komuð hingað. — Ég ætlaði ekki að gera yður óttaslegna, sagði hann róandi. — Hafið þér tíma til að aðstoða mig í kvöld? — Auðvitað. Hvenær viljið þér, að ég byrji að vinna. — Ættum við ekki að snæða kvöldverö saman fyrst? spurði hann blíðlega. Hún virtist fara undan í flæmingl. — Það er nú óþarft, sagði hún. — Hafið þér lit- ið inn til Láru í dag? — Já, err mig langar samt til að borða kvöldverð með yður. Má ég sækja yður klukkan hálf sjö? Hún kinkaði kolli til samþykkis og byrjaði að vél- rita um leið og hann hafði snúið baki við henni. En hvað hann var þreytulegur. Hann var svo horaður og hrukkurnar umhverfis augun svo djúpar. — Var Vannard að fara? spurði forstöðumaður sjúkrahússins, sem kom inn í þessum svifum. — Indælis maður. Ekki skil ég, að hann skuli ekki vera kvæntur. Hann vinnur alltof mikið og of lengi. Kunn- ið þér ekki vel við hann eins og ailir aðrir? — Það geta nú allir, sagði Kamilla og brosti til til yfirmanns síns, sem var vingjarnleg, gráhærð kona. ‘ i I — En ekki væri það verra, þótt yður þætt vænna um hann en gengur og gerist, sagði ungfrú Smith. Ætli hann hafi ekki komið til að segja yður, hvernig Laurí líði. Hann leit irrn til hennar í dag. — Nei, hann minntist á það, að hann hefði talað við hana, sagði Kamilla og varð áhyggjufull. Ef Laurí hefði nú versnað, og Vannard aðeins komið til þess að bjóða henni í kvöldverð til að reyna að létta henni áfallið, sem hún hlaut að verða fyrir. En ungfrú Smith lægði strax ótta hennar með því að segja: «10-. _ gf a||t hefði ekki verið í bezta lagi, hefði hann sagt yður það. Vannard er þannig maður. En segið þér mér eitt, góða mín, hvað ætlið þér að gera, þeg- ar litla dóttir yðar er útskrifuð af sjúkrahúsinu? Þér hafið aðeins eitt herbergi! Svo hafið þér aldrei sagt mér, hvernig slysið vildi til. Kamilla reyndi að fara undarr í flæmingi. — Flest- ir, sem hingað koma, hafa lent í slysi. Ég efast um, að yður langi til að heyra fleiri slysasögur, ungfrú Smith. — Þar skjátlast yður illilega. Það er hlutskipti mitt að hlusta á sögur um erfiðleika annarra, og ég hlusta feginsamlega, ef ég get hjálpað öðrum á þann hátt. En það er eiginlega ekkert að segja. Við vorum í bíl, Laurí og ég og vorum að koma heim úr jólaboði. Bíllinn rann á veginum og lenti á vegg. Annað var það ekki. — Jólaboði! En sorglegt, sagði frú Smith. — En rétt er það, að ég man eftir því, að Laurí hélt dauða- haldi um brúðu, þegar komið var með hana. Ókuð þér bílnum, væna mín? — Nei, bílstjórinn — afsakið, ég vil síður ræða það mál frekar. —Einmitt! Þá skuluð þér fara og fá yður tebolla í kaffistofunni. Ekki veitir yður af því, sagði ungfrú Smith vingjarnlega. Ég frétti um litla íbúð, sem losn. ar eftir einn eða tvo mánuði, og ég bjóst við því, að þér hefðuð áhuga á að fá hana. En við getum rætt það seinna. Fáið þér yður nú bara tebolla. Þér haf- ið verið önnum kafnar í allan dag! 3. KAFLI. 1 Þegar Geoffrey Vannard kom að sækja Kamillu, beið hún eftir honum. — Ég heid, að við eigum skilið að skemmta okk- ur í kvöld, sagði hann brosandi. — Við vinnum hörð- um höndum, bæði tvö. < Hún kinkaði kolli, og hann hjálpaði henni að setj- ast inn í bílinn. Þau óku á brott. — Það ætti að banna umferð í þessum bæjarhluta, sagði hann andvarpandi. Kamilla skellti upp úr. — Ætli þeir séu ekki fæst- ir svona forrrfálegir? Hér kann ég vel við mig. — Hvernig lízt yður á húsið mitt? spurði hann óvænt. Þau voru komin út fyrir borgartakmörkin. Á hægri hönd var mýrin, og á vinstri hönd hafið. — Mjög vel, svaraði hún. — Það er afar fornfálegt og gamalt, sagði hann brosandi.— Gætuð þér hugsað yður að búa þar alla ævi? —Eigið þér við — sem ráðskona spurði hún lágt. — Nú hef ég talað af mér einu sinni enn! and- varpaði Geoffrey. Hann beygði inn á veginn og nam staðar og leit á hana: — Hvernig var heimili yðar fyrir slysið? spurði hann. — Ég hef aldrei minnzt á það fyrr, ég bjóst ekki við því, að þér kærðuð yður um það. -—• Ég geri það ekki heldur. — En skiljið þér það, að við erum orðin góðir vinir, sagði hann. — Ég veit samt harla fátt um I I I L I I i I I I I I I I I I i i I I I I með og án hnappa, og þau fará vel við skyrtur, með keðjum og hálsklútum, eða rúllukragapeysuiii um vinsælu. Það er auðvelt að gera sér svona vesti, takið bara ermaritar af 'jakka og faldið svo. Þetta gerir handveg- inn mjög víðan, sem er alveg eins og það á að vera. Ítalía ’69. Það athyglisverðasta, sem kom fram á ítölsku tízkusýningunum, sem nýlega voru haldnar, voru jakka vestin. Stúdentar komu þessu af stað, þeg- ar þeir fóru að vera í jökkum sín- um, eftir að hafa tekið ermarnar af. Bæði er hægt að hafa vestin Til að hughreysta þær, sem. ertl farnar að fata sig upp fyrir. vorið, má geta þess, að sú ■ sídd, sem þær ,,bezt klæddu." hafa á kjólum sínum og pilsum, er einmitt síddin rétt fyrir ofan hnjákollana. Og.óneitan- lega er þessi sídd dömulegri en „mini“. FRÁ ÍTALÍU: SPAUG Lélegir kaupmenn ■Hanna var iað reyna að isalfnja inaklkmmi krónum í jólabaulk'nn sinini. Hún tíndi saman iglös og ýimsar flösk- mr og rogaðist með þetta í pöka út í ■ verzlun. Eftir molkkra stuind kom hún von- svilkiini til bafca með allan far anguriinsn og kallaði mn> 1 eld húsið: „Það er eitthvað skrítið fólk í þeíssari verzlun. Það vill ekkert verzla.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.