Alþýðublaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 8
8 Alþ'ýðubiaðið 15/ apríi 1^69- fþróttirs Ritstjéri Örn Eiðsson Eru verndunarlög HSÍ úrelt og ófuilnægjandi . Reykjavík — klp. . . . . . Ureltar og heimskulegar reglur um .verndun unglinga í .handknatt- leikskeppoum, hafa nú orðið ,til þess að eitt.af bestu liðunum í 2. flokki karla, Valur, sem. húið var að . sigra a-riðil 2 flokks á Islands- mótinu, hefur tapað af þeim sigri, með dórni í kærumáli. sem á sér engar hliðstæður. Forsendur eru þær, að KR kærði leik þeirra við Val í þessum flokki, og studdust þar við eina af hinum úreltu reglum, sem segja að 6 tím- ar verði að líða á milli leikja sem unglingur leikur í. Stefán Gunnarsson einn af efni- legustu leikmönnum Vals, hafði um miðjan daginn leikið með Val á móti KR, en um kvöldið var hann boðaður til leiks með meistaraflokki félagsins á móti Haukum, en í þeim leik fór hann aldrei inná leikvöll- inn, heldur sat allan tímann á vara- m.annab.ekknum, KR kærði leikinn þar sem þeir töldu að ekki hefði liðið .nógu langur tími á milli leikja Stefáns, en skömmu síðar ætluðu þeir að draga kæruna til baka en gátu. það ekki,. þar sem hún . var þegar komin. til dóms,. þeir . sýndu þó.vilja sinn. í. verki með þvi að mæta ekki til munnlegs málflutn- ings, en það dugði ekki til, dóm- stóllinn dæmdi KR sigurinn í þessr um l.eik, og. studdust þar. við hin úreltu lög, ,og eyðilögðu þar með tækifæri Valsmanna á Islandsmeist- aratitlinum. Um Iíkt leyti féll dómur í öðru og svipuðu máli, þar hafði IR kært lejk þeirra við Fram í 1. deild, og studdust þar við sömu lög. Rúnar Vilhjálmsson leikmaður með Fram hafði fyrr um daginn leikið með . sínu félagi í 1. flokki, en með meistaraflokki á móti ÍR um kvöld- ið, en nú brá svo við að dómstóll- inn dæmdi á annan veg. Og í dómsorði segir að meistaraflokkur og 1. flokkur sé sami flokkurinn, og því hefðu ekki verið brotin lög í þetta sinn. Það merkilega við þetta er að þeir Rúnar og Stefán eru á svipuð- um aldri, og því er varla um „heilsu vernd“ að ræða í þetta sinn. Annað sem stingur í stúf við þessar gömlu reglur er að þeir allra yngstu - í handknattleik úr 4,- flokki eru látnir leika sitt mót á einum degi, og líða þá oft ekki nema 5—10 mín. • á milli leikja, ■sem eru, 4—5 á dag. Það kemur því mönnum spánzkt fyrir sjónir að .18 ára drengur má ekki sitja á' varamannabekknum, þegar 11 og 12 ára unglingum er leyft að leika marga IeikÍ sama daginn. ■ Nú.cr spurningin hvað ætlar HSI að sofa lengi- á þessum gömlu og gulnuðu reglum,- sem þegar hafa' skapað leiða hj.á yngri leikmönnum íþróttarinnar, og aðeins eru til að fæla frá íþróttinni, Dýralsti bakvörður Englands, heimsmeistarinn George Cohen, sem nú hefur orðið að hætta keppni vegna meiðsla. ÚR LEÍK Reýkjavík — KLP Einn af ensku heimsmeisturun- • um f knattspyrnu, George Cohien frá Fullham, hefur nú tfengið þann þunga dóm, frá læknum, að honium sé ekki heim Ilt að leika knattspyrnu fram- ar. Cohen sem lék vinstri bak- vörð með Englandi á síðustu ■heimsmeistarakeppni, og á 37 iandisieiki að bakí, slasaðist á tfæti í leik á síðastliðnu ári, og hefur hann ekki náð sér síðan. Nú fyrir skömmu úrskurðuðu læknar að hann gæti ekkí leikið tframar, og samkvæmt nýjum lögum enska knattspyrnusamr bandsins var Fullham bætt tjónið úr sjóðum sambandsins, og var Cohen rnetinn á 100 tþúsund sterlingspund, sem er thæsta greiðsla sem sjóðurinn Ihefur greitt fyrir leikmann til Iþessa, og jafnframt hæsta greiðsla, sem greidd hefur verið fyrir bakvörð í Englandi. Cohen tók þessum „dómi mjög illa, og ekki bætti úr, að félag hans Fulham, er nú fallið niður í 3. deild. I 1 L i i I I I I i I I i i I I I I I I I I I I ■ Lew .AJcindor. hefur.verið keypt- ur. Þessu. hafa köríuknattleiksmenn, ekki aðeins í Bandaríkjunum, held- ur yíða um heirn, beðið eftir með óþreyju . síðustu 3 ár,. eða frá því hann kom til UCLA (Kalíforníu- háskóla). Þar fyrir utan hefur hann óefað fengið gott tilboð, einungis fyrir það eitt að koma til UCLA. Alcindor lék fyrst með High- school í New York og vakti strax athygli, þó aðallega fyrir hæð sína, en liann er 2,20 m. á hæð. Eftir að hann hóf að keppa með UCLA fóru að konia tilboð um að fá hann í atvinnumannalið og hið fyrsta hljóð- aði upp á 1 milljón dollara, eða sem svarar til 90 rnillj. ísl. króna. Það voru hinir heimsfrægu Harlena Globtrotters. Tilboðið þótti fremur óhagstætt (!) þar sem liðið áskildi sér rétt til hans næstu 10 árin. En stórkostlegasta tilboðið fékk hann nú í vetur, ekki þó frá einu félagi, heldur atvinnumannasan'.bandinu ABA (Americtn Basketball Associ- ation), upphæðin var 1 millj. dala. Hann átti að leika með einhverju liði í sambandinu, seni skyldi greiða honum svo og svo mikla upphæð, til að tryggja sér hann. Auk þess átti hann að fá 50% aðgangseyris að öllum þeim leikjum, sem hann léki og til viðbótar árlega upphæð næstu 50 árfn. En þessu hafnaði hann, og Alcindor vildi heldur leika ÍSLANDSGLfMAr SJÓNVARPSSAL ÍSLANDSGLÍMAN 1969 verður að þessu sinni háð í Sjónvarpssal laugardaginn 26. apríl n.k. og hefst væntanlega kl. 16.30 — Keppendur og starfsmenn þurfa að mæta kl. 16.00. Þátttaka tilkynnist til Sigurðar Tngasonar í pósthólf 997 fyrir 20. apríl n.k. Rétt til þátttöku í Íslandsglím- unni eiga: 1. Glímukappi Islands næstu þrjú ár eftir unna Islandsglímu. 2. Fjórir næstefstu glímumenn frá síðustu Islandsglímu. I 3. Þrír efstu menn í hverjum þyngdarflokki og í unglingaflokki Landsflokkaglímu og flokkaglímu Reykjavíkur. 1 4. Þrír efstu menn í fjórðungs- glímunum. ~..I 5. Þrír efstu menn í Skjaldar- glímu Ármanns og Skjaklarglímu Skarphcðins,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.