Helgarblaðið - 05.06.1992, Side 6

Helgarblaðið - 05.06.1992, Side 6
Helgar 6 blaðið Halldór Laxness Skáldskapur Laxness krufinn Stofnun Sigurðar Nordal gengst fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um ritstörf Halldórs Laxness í Háskólabíói um næstu helgi. Til- efni ráðstefnunnar er níræðisaf- mæli Halldórs og er ráðstefnan haldin í tengslum við Listahátíð. Fyrirlesarar á ráðstefnunni koma víða að og munu fjalla um ýmsar hliðar á skáldskap Halldórs, auk þess sem hátíðarsamkoma verður haldin föstudaginn 12. júní og kvikmynd GuðnýjarHalldórsdótt- ur, Kristnihald undir jökli, verður sýnd kl. 17 laugardag og sunnu- dag. A hátíðarsamkomunni munu Peter Hallberg, Ámi Bergmann og Steinunn Sigurðardóttir flytja ávörp. Ingibjörg Guðjónsdóttir syngur við undirleik Þorsteins Gauta Sigurðarsonar lög eftir Gunnar Reyni Sveinsson við Ijóð Halldórs Laxness. Þá munu leikar- amir Þorsteinn Gunnarsson, Sig- urður Siguijónsson og Bríet Héð- insdóttir flytja Jón í Brauðhúsum eftir Halldór. Fyrirlesarar fýrri daginn verða: Vésteinn Olason: Halldór Laxness og íslensk hetjudýrkun; Guðrún Nordal: Með viðspymu í fortíð- inni; Halldór Guðmundsson: Skrýtnastur af öllu er maður sjálf- ur. Um endurminningasögur Hall- dórs Laxness; István Bemáth: The Advantages of Non-fiction written by Halldór Laxness; Régis Boyer: Laxness, „old granite of the tho- ugt“; Svetlana Nedelíajeva- Ste- ponaviciene: Laxness á austur- evrópskum tungumálum; José A. Femández Romero: Endurfúndir í suðrinu; Helga Kress: Undirleikur af tónlist. Um skáldskaparffæði Halldórs Laxness og Ámi Sigur- jónsson: Mælskulist Halldórs Lax- ness. Sunnudaginn 14. júní verða eft- irtaldir fyrirlestrar fluttir: Eysteinn Þorvaldsson: Ljóðagerð sagna- skálds; Halldór E. Laxness: Hálf- vitar og heilagir menn; Hubert Se- elow: Laxness og Þýskaland; Guð- rún Hrefna Guðmundsdóttir: Þegar bækur lenda í ferðalögum; Gunnar Kristjánsson: Liljugrös og játning- ar. Um séra Jón Prímus; Ástráður Eysteinsson: í fúglabjargi skáld- sögunnar. Um Kristnihald undir Jökli; Gísli Pálsson: Ferðalýsing og fabúla. Mannffæðin í Kristni- haldi undir Jökli; Rory McTurk: Laxness og Liam O. Flaithearta og Turið Sigurðardóttir: íslandsklukk- an og Vonin blíð. Ráðstefnunni lýkurkl. 16.45 á sunnudag. Ekki sérstök ástæða til bjartsýni Eftir ab rá&stefnan hófst hefur lögreglu fjölgab á vinsælustu stö&unum í Ríó og götubörnum fækkab, segir Hjörleifur. „Stjómmálamennimir tala nú á sömu nótum og áhuga- rnenn, umhverfissinnar og vísindamenn gerðu fyrir 10- 20 árum,“ sagði Hjörleifúr Guttormsson í símtali við Helgarblaðið eftir að hafa hlustað að ræðumar á opn- unardegi umhverfisráð- stefiiunnar, Umhverfi og þróun, sem sett var í Rio de Janeiro á þriðjudaginn. Hann sagði að stjómmála- menn væm meðal annars famir að ræða um nauðsyn þess að taka umhverfisþátt- inn inn í umræðuna um / efnahagsmál. I þá umræðu vantaði þó að menn gerðu sér grein fyrir því hvemig ætti að ná markmiðum um sjálfbæra þróun samfara hagvexti. Á ráðstefnunni á að samþykkja Ríó- yfirlýsinguna svokölluðu, og Dagskrá 21 sem er framkvæmda- áætlun í umhverfismálum og meg- inskjal ráðstefnunnar. Alþjóða- samningamir tveir, sem ætlunin er að ganga frá um loftslag og vernd- un líffræðilegrar Ijölbreytni, verða veikari en þeir hefðu kosið sem lengst vildu ganga. Hjörleifur sagði að meginand- staðan kæmi frá Bandaríkjamönn- um sem ekki vildu setja inn viðmið til að takmarka lofttegundir sem auka gróðurhúsaáhrif. Hjörleifur benti þó á að Bandaríkjamenn væm tiltölulega einangraðir í þessari af- stöðu. Hann sagði að allmargt væri óklárað í þessum samþykktum og er það í hornklofum í textanum. Því hefur verið vísað til aðalvinnu- nefndar ráðstefnunnar sem skipar sér átta undimefndir. Hjörleifur sagði að deiluefni snertu mest fjámiálin og hvemig ætti að brúa þá miklu gjá milli norðurs og suðurs, milli ríkra og fá- tækra þjóða sem er staðreynd í dag. Austurríki og Sviss hafa lagt fram tillögu um að ríki sameinist um að undirrita skuldbindingu um lofts- lagið og gróðurhúsalofttegundir svipað og gert hefur verið varðandi ósonið. Mörkin í tillögunni cru þau að ekki verði slcppt meim út í loft- ið árið 2000 af hættulegum loflteg- undum en var gert 1990. „En það verður ekki séð hvað úr verður, Bandaríkin em stærsti þröskuldurinn," sagði Hjörleifur og benti á að án tillögunnar vantaði öll mörk í þessu sambandi. „Síðan er talað um að það þurfi að jafna bilið milli norðurs og suð- urs. Það er góðra gjalda vert, en hinsvegar finnst mér vonlítið að ætla að færa skipulag iðnríkjanna yfir á þróunarríkin. Átakið þarf að koma frá iðnríkjunum sem verða að draga í land í neyslunni," sagði Hjörleifur. Hann sagði að það yrði að taka á hinu gífurlega fátæktar- vandamáli í löndum Suður- Amer- íku og víðar. „í vandamálinu felst ekki eingöngu eymdin heldur líka félagslegur sprengikraftur sem eng- inn veit til hvers gæti leitt,“ sagði hann. Hjörleifúr sagði fátæktina mjög áberandi í Ríó og það ætti einnig við um borgir á Amazon-svæðinu sem hann ferðaðist til áður en hann fór á ráðstefnuna. „Það er æpandi fátækt í öllum stórborgum Suður- Ameríku og hún mjög sýnileg," sagði hann og benti á að skilin milli ríkra og fátækra væm mun minni í þéssum borgum heldur en til dæmis New York eða San Francisco þar sem fátæktin væri vissulega til staðar en þar byggju ríkir og fátæk- ir ekki hlið við hlið. í Ríó blasir hinsvegar fátæktin við hvar sem er, fátækrahverfin em alltaf sýnileg þar sem þau em í hæðunum fyrir ofan borgina, að sögn Hjörleifs. Hann sagði að ferðamönnum færi sífellt fækkandi vegna aukningar á ránum og gripdeildum sem væri þó ekki annað en afleiðing þess að fólk væri að reyna að bjarga sér. „Við sáum þetta blasa við á vinsælustu ströndinni, Copacabana. Dagana fyrir ráðslefnuna úði allt og grúði af götubömum, vændi og ribbalda- hópum,“ sagði Hjörleifúr. En eftir að ráðstefnan hófst fjölg- aði lögreglu mikið og þessir hlutir eru nú minna áberandi. Vandamálin virðast gífurlega stór og útlitið fyrir plánetuna ekki allt of gott, einkum ef ríku stórþjóðimar em ekki tilbúnar að leggja verulega Föstudagurinn 5. júní af mörkum til umhverfisvendar. Þó sagði Hjörleifur að menn sæju von í dæminu þrátt fyrir að ráðstefnan yrði ekki það sem búist hefði verið við í upphafi. „Menn em að tala út ffá því að það sé von en Maurice Strong, ffamkvæmdastjóri ráðstefn- unnar, viðurkennir það þó fullum fetum að það sem menn settu sér í Stokkhólmi hafi ekki tekist og mál- in hafi versnað á velflestum svið- um. Strong sagði okkur vera á hraðferð inn í ógnvekjandi vist- kreppu og ef við náum ekki utan um hlutina á næstunni verði það náttúrukraflamir sem grípa inní með þeirri hörku sem náttúran ein hefur tök á,“ sagði Hjörleifur sem einnig sótti fyrri umhverfísráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Stokkhólmi 1972. „Það er mikill munur á yfirbragði þessara ráðstefna. Hér er meiri fjöldi manna og nú em þátttakendur upplýstari um hættumar en fyrir 20 ámm. Þrátt fyrir það em málefnin svipuð og byrjað var að tala um í Stokkhólmi. þó em þau nú að ein- hverju leyti komin inn í vitund ráð- andi manna," sagði Hjörleifúr. Hann benti einnig á að umhverfis- samtök ýmisskonar væm miklu öfl- ugri nú en þá. I sambandi við ráðstefnuna er haldin ráðstefna áhugamanna sem kallast Global Fomm. Þá ráðstefnu sækir Hjörleifur einnig sem fúlltrúi Náttúmvemdarsamtaka Austur- lands. Hann telur von til þess að grasrótin haldi stjómmálamönnum við efnið í umhverfismálum. „Á Global Fomm er meira um vakandi fólk og róttæknin er þar mun meiri en á hinni ráðstefnunni, þótt þar séu náttúrlega þeir sem geta tekið ákvarðanimar. En ég get ekki sagt að það sé sérstök ástæða til bjart- sýni. Ekki vegna þessarar ráðstefnu einnar saman, hún er einungis lítill áfangi í því sem þarf að gerast á næstu ámm ef menn ætla að reyna að brjótast útúr þessum gífúrlega vanda sem við er að etja,“ sagði Hjörleifur og benti á að fólksfjölg- unarvandamálið væri ef til vill al- varlegasta undirrótin. Þar er við ramman reip að draga þegar sterkir aðilar einsog kaþólska kirkjan vilja ekki taka þátt í að leysa þetta vandamál. G. Pétur Matthíasson AGU REGNFATNAÐUR Vandaður - sterkur - fallegur Settið frá kr. 6.100.- Stakir jakkar og buxur á hagstæðu verði. Einlit græn sett frá kr. 3.890. SPORTj MARKAÐURINN SKIPHOLTI 50C, SÍMI 31290 Tjaldstæðið Krákuvör er opið frá 15. júní til 15. september Bjóðum upp á ágætis snyrtiaðstöðu á góðu tjaldstæði. Sækjum farangur frá hópum að ferjunni. Útsýnisferðir á vegum Tryggva Gunnars- sonar, símar 93-81216 eða 985-30000. Komið og kynnist einstakri náttúru Breiðafjarðar. Tjaldstæðið Krákuvör, Flatey sími 93-81451

x

Helgarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.