Dagblaðið - 19.09.1975, Síða 14
14
Dagblaðið. Föstudagur 19. september 1975.
Formaður Neytendasamtakanna svarar spurningum Dogblaðsins:
leysist á viðunandi hátt
r
Ur
helmingi
kvörtunarmála
„Á viðunandi hátt leysist úr
um helmingi kvartana, sem
Neytendasamtökunum berast.
Samtökin fá 700—1000 kvartanir
á ári. Eitthvað dettur auðvitað
upp fyrir. Stundum hafa neyt-
endur ekki réttar upplýsingar,
og sönnunarskyldan getur verið
óljós. Svo eru jafnan dæmi um,
að við fáum málinu hreinlega
ekki þokað. Sem betur fer er þar
um fá mál að ræða, en þau eru
þvi verri þegar þau koma.”
Þetta sagði formaður Neyt-
endasamtakanna, Sigurður
Kristjánsson, i viðtali við Dag-
blaðið. „Við reynum að leysa öll
mál með samkomulagi við
framleiðendur og kaupmenn. Ef
mái er komið i hnútköllum við
stundum til lögfræðing.” Lög-
fræðingur starfar ekki á vegum
samtakanna, til þess eru þau of
fátæk. Það kostar ef til vill 50-60
eftir um kvartanir koma efna-
laugar og i þriðja sæti eru teppi.
„Við höfum aukið starfsem-
ina i ár. Opnunartiminn hefur
verið tvöfaldaður. Opið er i há-
deginu. Fyrir vikið berast okkur
mun fleiri kvartanir en áður.”
Mikið er kvartað vegna heim-
ilistækja, svo sem isskápa, bök-
unarofna og þar fram eftir göt-
unum. Þarna getur verið um
mál að ræða, þar sem kaupand-
inn telur sig hafa fengið gallað
tæki en kaupmaðurinn vill ekki
bæta, eða tæki séu i ábyrgð og
kaupmaðurinn vilji ekki gera
við. Auðvitað leysast slik mál
milli neytanda og kaupmanns
iðulega án frekari vafninga, en i
undantekningartilvikum geta
kaupendur leitað til Neytenda-
samtakanna, sem þá veita
fyrirgreiðslu.
Þessi jakki stendur „einn”. Hann kom I þvi ástandi frá efnalaug, að
kæmist einhver I hann, kæmist hann Hklega ekki úr honum nema
með skurðaðgerð. Illa var farið með gerviefnið við hreinsunina.
Ljósm. BP.
þúsund að hefja eitt mál. Fyrir
hefur komið, að Neytendasam-
tökin hafi veitt fólki styrk til að
hefja málsókn, en þetta er
sjaldgæft. Sigurður sagði, að
þessa hlið þyrfti einkum að efla
i starfi samtakanna.
Kaupendur gefast iðulega
upp, þegar mál fara i strand og
ekki um annað en málsókn fyrir
dómstóli að ræða. Samtökin
standa sjálf ekki i málarekstri.
Mest kvartað um
vélar og tæki
„Það er sjaldan kvartað um
matvæli,” sagði Sigurður.
„Flokkurinn vélar og tæki
virðist vera stærstur.”Næstar á
„Ef leitað er til okkar vegna
galla i teppum, höfum við
venjulega samband við konu,
sem er sérfræðingur á þvi sviði.
Þá getur verið kvartað út af
lagningunni. Fólk skoðar teppið
kannski í stórum stranga, en
siðan kemur það á gólfið i smá-
ræmum. Það er auðvitað ekki
þetta, sem fólkið ætlaði að
kaupa. Þá getur verið kvartað
undan skurði á teppunum.
Efnalaugar eru hátt á kvört-
unarlistanum, oft af þvi að ekki
hafa fylgt leiðbeiningar um
meðferð gerviefna. Algengt er,
að kvartað sé vegna skóa, aðal-
lega með þykkum sólum,sem
stundum hafa strax brotnað
undan. Við höfum. ágæta sam-
vinnu við skósmiði, ef ágrein-
ingsmál risa. Fulltrúar frá skó-
smiðafélaginu athuga þá gjarn-
an rhálið. Við höfum einnig haft
samband við efnalaugar, en upp
úr þvi hefur slitnað,” sagði Sig-
urður.
Reynum að fá
lyfjaskápana lokaða
„Við höfum rekið á eftir, að
framfylgt væri reglugerð um
eiturefni. Hún hefur fengið mjög
jákvæðar undirtektir. Efni eins
og til dæmis blævatn og vitissódi
geta verið mjög hættuleg. Þetta
á að merkja vel og nú er farið að
gera það.
Slikt á i rauninni ekki heima i
almennum verzlunum, þar sem
krakki getur komið og gripið
vitissódadós. Börn eru, eins og
við vitum, oft send i búðir eftir
hinu og þessu.
Við höfum reynt að fá lokaða
lyfjaskápa. Til eru sérstakar
læsingar, sem við munum
kynna.
Þá höfum við gert kannanir á
matvælum, keypt sýni i verzl-
unum og fengið Rannsóknar-
stofnun fiskiðnaðarins til að at-
huga þau. Niðurstöðurnar voru
slæmar, og þær höfum við birt.
Við höfum einnig birt athug-
anir á barnaslysum i heimahús-
um.
Engin neytenda-
löggjöf til
Neytendalöggjöf er ekki til
hér, en til munu vera drög að
slikri löggjöf,” sagði Sigurður
Kristjánsson. „Verði þau að
veruleika, sem vonandi verður
fljótlega, má gera ráð fyrir að
rikissjóður verði að verja mun
meira fé til þessara mála en nú
er.
Við erum langt á eftir öðrum
Norðurlöndum i þessum efnum.
Þó leysast tiltölulega fleiri
kvörtunarmál hér með viðun-
andi hætti en til dæmis i Dan-
mörku. En hér eru vist margir,
sem þegja um sinar kvartanir.”
1 Danmörku styrkir rikið
neytendanefnd, neytendasam-
tök og fleiri með háum fjárhæð-
um.
Islenzku samtökin leggja 800
króna árgjöld á félags-
menn, sem eru rúm þrjú þús-
und. Rikið veitir i ár 450 þúsund
krónur og Reykjavikurborg 400
þúsund. Reynt hafði verið að fá
hærri upphæð i ár en var i
fyrra, þó ekki væri nema vegna
verðbólgunnar. Þetta tókst
ekki. Tekjur samtakanna eru
alls 3,3 milljónir, sem er litil
fjárhæð miðað við þarfir á öfl-
ugri stofnun.
Hvað munduð þið gera, ef þið
hefðuð meira fé?
„Við mundum fyrst auka al-
menna þjónustu,” svaraði Sig-
urður. „Við mundum gera lög-
fræðilegu hliðina betur úr garði.
Æskilegt væri að hafa lögfræð-
ing, sem gæti sinnt meiriháttar
málum.
Svo mundum við auka
fræðslustarfsemina og sinna
rannsóknum meira en gert hef-
ur verið.”
Samtökin hafa tvær starfs-
stúlkur, sem hvor vinnur hálfan
daginn. í stjórninni eru sjálf-
boðaliðar, og einhver þeirra
tekur að sér kauplaust að gefa
út blað, sem kemur þrisvar á
ári. Stjórnin skiptir sér i starfs-
nefndir svo sem „gólfteppa-”,
„véla-”, „efnalauga-”, „metra-
vöru- og skó-” og „matvæla-
nefnd”. Þeir sem i þessum
nefndum eru, sinna siðan kvört-
unarmálum hver á sinu sviði
Formaður samtakanna, Sigurður Kristjánsson. Ljósm. BP.
Neytendasamtökin hafa tvöfaldað opnunartlma sinn. Hér er önnur
starfsstúlkan, Guðrún Magnúsdóttir. Þær vinna hálfan dag hvor.
auk sérfræðinganna, sem áður
var getið.
Þegar kvörtunarmál berast
er haft samband við þá, sem i
nefndunum eru. Þetta er allt
kauplaust starf.
Samtökin eiga fulltrúa i neyt-
endanefnd, sem starfar á veg-
um viðskiptaráðuneytisins, en
er aðeins svipur hjá sjón miðað
við það, sem gerist á Norður-
löndum. í nefndinni eru haldnir
nokkrir fundir á ári og liggur
ýmislegt gott eftir hana, nú
siðast um meðferðarmerki á
flikum. Sigurður sagði, að það
hefði verið stefna samtakanna
að blanda sér ekki i pólitisk
mál, þar með talið verðlagseft-
irlitið. Hann sagði hins vegar,
að sér litist vel á herferð verð-
lagsstjóra til að láta merkja
vörur i búðum. Fyrir kemur, að
mál af þessu tagi berast sam-
tökunum, en kvartanir vegna
verðs eiga betur heima hjá
verðlagseftirlitinu.