Dagblaðið - 19.09.1975, Síða 24
Hvað
verður
dansað
í vetur?
HUSTLE, EL
EÐA BARA
BIMBO
TWIST?
Það er orðið fastur liður i
islenzku þjóðlifi, að i kringum
mánaðamótin september —
október hefji dansskólarnir
starfsemi sina. Fylgir þvi
venjulega auglýsingastríð
mikið, þó að þar sé yfirleitt i
bróðerni vegið.
Heiðar Ástvaldsson og dans-
flokkur hans buðu blaða--
mönnum DAGBLAÐSINS upp á
kaffi og kökur seinnipartinn i
gær og sýndu i leiðinni nokkra
nýjustu tizkudansana. Þar
kennir margra grasa, og það
virðist verða æ algengara, að
dans sé saminn við eitt ákveðið
lag. Má þar nefna dansinn
Swing Your Daddy við samnefnt
lag George McCrae, E1 Bimbo
með Bimbo Jet og Accordion
Twist. Auk þess sýndu Heiðar
og flokkur hans nokkra fleiri
dansa, svo sem Hustle, Bump,
Tramp o.fl.
Björgvin Pálsson tók þessa
mynd af dansflokki Heiðars við
að dansa Accordion Twist.og vel
á minnzt: Myndin er ekki
gölluð, heldur var Björgvin
aðeinsaðæfa sig i einniaf sinum
fjölmörgu ljósmyndabrellum.
—AT—
é V ,, 1 * Ifll-jli.! *
í: mmmm
,*wg|
^ M .1
Og nú er
M líko
minkur
Það liður vart vika án
þess að eitthvert húsdýr farist
iumferðaslysiá yfirráðasvæði
Árbæjarlögreglunnar, og ef
litið er fram hjá venjulegu
dægurþrasi, s.s. ölvun i
heimahúsum og smærri
umferðaróhöppum, þá er
aðalumstang lögreglunnar að
fást við dýr. Oftast eru það
hross og sauðfé, sem hættu og
umstangi valda. Finnst
lögreglumönnum t.d. að
girðingar Fáks við Korpúlfs-
staði séu heldur haldlitlar.
Og nú hefur minkurinn
bætzt i spilið. Hefur hann sézt
við Elliðaárnar skammt fyrir
ofan skeiðvöllinn. Lögreglan
fór á vettvang i gær, en varð
hans þá ekki vör, en að þessu
verður nánar gætt.
ASt.
Af slysstað
í kranagólga
Harður árekstur varð á
mótum Lækjargötu og Strand-
götu i Hafnarfirði i gærkvöldi
kl. 19.40. Lentu þar saman bill
úr Reykjavik og Hafnar-
fjarðarbill. Engin meiðsl urðu
á mönnum en bilarnir eru
mikið skemmdir og varð að
færa þá af slysstað með
kranabil. ASt.
Með bandarískt
ökuskírteini
Miðbæjarlögreglan hafði
afskipti af ökumanni einum
skömmueftirmiðnætti inótt. 1
ljós kom, er maðurinn var
krafinn ökuskirteinis að hann
átti ekkert útgefið á islandi,
endróupp ökuskirteini útgefið
i Bandarikjunum. Var það án
myndar, og skoðar lögreglan
þetta mál sem ekillinn sé hér
réttindalaus. ASt.
Kauphœkkun 1. desember líkleg
KOMIN FAST AÐ
„RAUÐA STRIKINU"
Með siðustu hækkun á
landbúnaðarvörum er
visitala framfærslu-
kostnaðar komin fast að
,,rauða strikinu", sem
mun veita kauphækkun 1.
desember. Vísitalan var
1. ágúst aðeins 18 stigum
frá „strikinu", og þau
stig hafa hér um bil bætzt
við. Áframhaldandi
hækkanir mundu færa
verðbólguna yfir strikið.
1 samningunum segir, að taka
skuli hækkun á kaupliðbóndans
og áfengi og tóbaki út úr þessum
reikningum. Engu að siður er
visitala framfærslukostnaðar
nú vafalaust nærri 477, sem er
„strikið”. Nákvæmir útreikn-
ingar á, hver visitalan er, liggja
ekki fyrir.
Samkvæmt samningunum frá
i vor skulu laun hækka i hlutfalli
við það, sem visitala fram-
færslukostnaðar fer fram úr 477,
reiknuð hinn 1. nóvember. Þá
hækkar kaupið 1. desember.
Visitalan var 459 stig hinn 1.
ágúst, þegar Hagstofan reiknaði
hana siðast.
Siðan hefur margt hækkað, og
þyngst vegur hækkun búvöru nú
i vikubyrjun.
—HH
Óvenjulegur fiskur
í trollið:
Þennan furðufisk fengu þeir á
skuttogaranum Dagstjörnunni
KE 9 i trollið á 240 faðma dýpi
vest-norðvestur af Surtsey um
siðustu helgi. Að sögn Guðbjarts
Gunnarssonar stýrimanns á Dag-
stjömunni, sem tók myndina, þá
hafði enginn um borð séð þvilika
furðuskepnu áður. Var fiskurinn
settur i frysti og fór Guðbjartur
með hann til þeirra á Hafrann-
sóknastofnuninni núna fyrir há-
degið og fékk úr þvi skorið hvaða
furðufiskur þetta væri.
„Þetta er 136 sentimetra löng
hrygna,” sagði Halldór Dagsson
hjá Hafrannsóknastofnuninni.
„Tegundin heitir trjónufiskur og
hefur fengizt töluvert af honum á
TRJÓNUFISKUR
— ágœtur í pottinn
700-1000 metra dýpi. Trjónufiskur
er brjóskfiskur og við prófun hef-
ur hann fengið þann dóm aðvera
betri en steinbitur til matar”,
sagði Halldór Dagsson.
—BS—
Síldarverð ákveðið
HORNAFJARÐARHNÚTUR LEYSTUR
Sildarverð var loks ákveðið i
gærkvöldi eftir langvinnar
deilur. Þetta á að leysa Horna-
fjarðarhnútinn að sögn Kristj-
áns Ragnarssonar, formanns
Landssam ba nds islenzkra
útvegsmanna, i morgun.
Sildinni var nú skipt i tvo
flokka i stað þriggja áður. Sild
yfir 32 sentimetra verður á 40
krónur en smærri sild á 26
krónur kilóið.
„Við vitum ekki annað en
þetta leysi vandamál Hornfirð-
inga og annarra reknetasjó-
manna,” sagði Kristján
Ragnarsson. Þetta verð gildir
frá 15. þessa mánaðar.
Sjómenn á tæplega 20 rek-
netabátum, sem gera út við
Suðausturlandið hafa ekki róið
frá miðjum mánuði af óánægju
út af verði. Gengið hefur verið
að mörgum kröfum þeirra i
þessari verðákvörðun. Þeir
kröfðust tveggja flokka og
hækkunar upp í 40,50 krónur
fyrir sild yfir 32 sentimetra en
31,50 fyrir þá minni. Gengið var
að kröfunni um tvo flokka og
verðið hækkað i nær hið sama og
þeir kröf ðust fyrir stærri sildina
en nokkuð minna en þeir vildu
fyrir minni sildina.
Verðið var hins vegar ákveðið
með andstöðu fulltrúa sildar-
kaupenda.
Oddamaður, Ólafur
Daviðsson frá Þjóðhagsstofnun,
og fulltrúar seljenda, Kristján
Ragnarsson og Tryggvi Helga-
son, samþykktu verðið en and-
vigir voru fulltrúar kaupenda,
Jón Þ. Ámason og Margeir
Jónsson. —HH
frjálst, úháð daghlað
Föstudagur 19. september 1975.
Mœtti of
slompaður
„Heimsins mesti iþrótta-
maður” heitir myndin sem
Gamla bió sýnir um þessar
mundir. Þessa mynd ætlaði
maður um þritugt að sjá i gær-
kvöldi en mætti svo slompaður
til leiks, að honum var.neitað
um aðgöngumiða. Hann ætlaði
nú samt inn og ætlaði að láta
afl ráða, er dyravörðurinn
vildi ekki „makka rétt” að
hans dómi.
Þeim skiptum lauk þannig
ab skyrta dyravarðarins fór i
tætlur en maðurinn lenti utan
dyra og varð að loka um stund
þar til lögreglan kom á vett-
vang. Á meðan lét maðurinn
hendur og fætur dynja á hurð
og veggjum.
—ASt
Hœttuleg
vopnasmíði
á Akranesi
Börn á Akranesi hafa nú
brugðið á hættulegan leik og
skorar lögreglan þar á for-
eldra að ganga i lið með sér til
að reyna að upphefja þetta til-
tæki barnanna. Hafa þau búið
sér til nokkurs konar byssu úr
stútum plastbrúsa og venju-
legum gúmmihönskum hús-
mæðra.Hvort tveggja er auð-
fengið og þvi er erfitt að upp-
ræta þennan leik, nema helzt
með aðstoð foreldra og ann-
arra fullorðinnna.
Með þessum „vopnum”
hafa börnin þegar valdið
skaða og lögreglan telur tækin
stórhættuleg. Skjóta börnin
steinum og baunum með þess-
um áhöldum og hafa þau m.a.
hitt I andlit stúlku. Hlaut hún
meiðsl á kinn, en þar skall
hurð nærri hælum að ekki yrði
varanlegt siys af. Þá hefur
með sliku „vopni” verið brotin
rúða I ibúðarhúsi sem kostar
30 þúsund kr. og fæst hún ekki
bætt af tryggingum.
Krakkarnir fara oft um i
hópum, 10—15 saman, og er
þvi erfitt að finna þann sem
skaða veldur. Þau eru yfirleitt
á aldrinum 7—12 ára.
—ASt.
Ikveikjur
af öfund
Slökkviliöið var fimm sinn-
um á ferðinni siðasta sólar-
hringinn, en i engu tilfellanna
var um alvarlega atburði að
ræða. Tvivegis var slökkvilið-
ið kvatt út vegna elds i
spýtnahrúgum og skúrum sem
krakkar hafa eða eru að
byggja sér. Var það við Soga-
veg og I Sundahöfn og munu
önnur börn hafa borið eld að
þessum byggingum sakir öf-
undar.
Þá kom upp eldur i bilskúr
við Stigahlið, sem slökktur var
fljótt og loks var liðið kvatt að
Austurveri við Háaleitisbraut
vegna reykjarlyktar i húsinu.
Við húsið eru strákar oft að
kveikja i rusli og leggur þá
reykjarlyktina um loftræst-
ingarrásir hússins. Svo mun
og hafa verið nú og ekkert tjón
varð af. —ASt.