Dagblaðið - 24.09.1975, Page 3

Dagblaðið - 24.09.1975, Page 3
Dagblaðið. Miðvikudagur 24. september 1975. 3 Þorbjörg Eiriksdóttir kokkur á Kristinu GK 81. ÞÆR STUNDA SJÓINN Á ESKIFIRÐI Konur fara sifellt meira Ut i þau störf, sem áður voru talin óhugsandi nema fyrir karl- menn. Þannig er sjórinn farinn að laða og lokka konurnar. A Eskifirði hitti fréttaritari Dag- blaðsins þrjár konur sem allar stunda sjómennsku. Þær eru Þorbjörg Eiriksdótt- ir, 52ára,kokkurá KristinuGK- 81. HUn er búin að vera kokkur i einn mánuð og likar mjög vel, miklu betur en að vinna i hrað- frystihUsi hér á Eskifirði. Samt likist frystihúsið nú mun meira hóteli en verbUð eftir þær miklu og góðu breytingar sem gerðar voru þar fyrir tveim árum, svo fint er það utan sem innan. Væri óskandi að öll hótel á landinu væru svo vel útbUin. Þorbjörg ætlar að vera á sjónum i vetur. HUn er ekkert sjóveik og fer alltaf á dekk i aðgerð þegar mikið fiskiri er. Henni finnst það of litið starf að matreiða i 4—5 menn. Fýldir f arþegar VIÐ BROSUM BARA flugfreyjur: _ OKKAR BLÍÐASTA — og œpum þetta svo úr okkur heima fyrir Ekki eru allir farþegar súrir á svipinn eins og sjá má. „Maður æpir þetta bara Ur sér, heima fyrir, — þvi auðvitað verðum við að brosa okkar blið- asta og vera skilningsrikar við fýlda farþega sem hafa allt á hornum sér. Óánægðir farþegar taka á taugarnar, en þeir eru fá- ir, sem betur fer. önuglyndi þeirra stafar ekki af slæmri þjónustu um borð i flugvélun- um, — einhvers staðar á leið- wwi, frá upplýsingum eða far- miðasölu til uppgöngustigans, hefur farþeganum fundizt sér misboðið, — en fær ekki Utrás fyrr en um borð i flugvélinni, við okkur,” sagði Guðlaug Gunnarsdóttir flugfreyja, hjá Flugleiðum þegar við ræddum við hana og GuðrUnu Clausen skýum ofar á Luxemborgarleið, á fyrstu haustdögunum. Venjulega leita fréttamenn fram i flugstjórnarklefann eftir einhverju forvitnilegu, en að þessu sinni taldi ég i mig kjark ogtyllti mér á milli tveggja fag- urskapaðra flugfreyja aftarlega i DC-8 drekanum, óstyrkur eins og feiminn fermingardrengur i þessum föngulega félagsskap. Hálft i hvoru bjóst ég við dræm- um undirtektum um að mega hafa eitthvað eftir þeim en hlý- legt viðmót þeirra eyddi fljótt efasemdum minum. „Hver einasta ferð fram til þessa hefur verið fullsetin. Þetta er sU eina þar sem farþeg- arnir eru svo fáir að hægt sé að tylla sér niður á leiðinni,” sagði GuðrUn Clausen þegar hún var að þvi spurð hvort flugfreyjum- ar ættu alltaf þetta náðuga daga. „Fólki er gjarnt að álita að við séum eins konar skraut- blóm, farþegum til augnayndis. Snyrtilegs útlits er krafizt og kurteislegrar framkomu, en starfið krefst likamlegs þreks þegar bera þarf 250 farþegum mat og drykk á tiltölulega skömmum tima, auk annarra starfa, á meðan flugferðin stendur yfir. JU, það er rétt, starfið er fólg- ið I fleiru en seðja hungur og svala þorsta farþeganna,” held- ur Guðrún áfram, „á öllu þvi sem varðar öryggi vélarinnar, gagnvartfarþegum, verðum við að kunna skil. Beri eitthvað út af hvilir mikil ábyrgð á okkar herðum. Við getum til dæmis ekki gengið á milli flugvélateg- unda í starfi, nema að undan- farinni þjálfun i öllum öryggis- atriðum, — enda er flugvélin að öllum likindum traustasti far- kosturinn sem völ er á.” Naumasterhægt aðhugsa sér þægilegri og hentugri ferð en að svifa á yfir niu hundruð kiló- metra hraða i þrjátiu þúsund feta hæð, hallandi sér aftur i dUnmjUkt sætið — svo ekki sé minnzt á sessunautana, — þess vegna mætti ferðin taka helm- ingi lengri tima en þessar þrjár til fjórar klukkustundir frá ætt- jörðinni inn á meginland Evrópu. En þótt flugvélarhagg- ist sjaldan i háloftunum geta þær hnykkzt til i vályndum veðrum þegar nálgast jörð, og þá verður farþegum örlitið órótt innanbrjósts, — en flugfreyjun- um? „Flughræðsla angrar okkur kannski ekki,” svarar Guðlaug, „en innst inni erum við þess meðvitandi að út af getur borið. Auðvitað getur okkur lika brugðið við óvænt atvik, annars værum við ekki mannlegar,. — en þá reynir einmitt á hæfni okkar og styrk i starfi, — dylja óttann og brosa eða segja far- þegum eitthvað til hughreyst- ingar.” Vart gat öðruvisi farið en kaup og kjör flugfreyjanna spynnust inn i samræðurnar. „Samtök okkar hafa þótt hörð i horn að taka á seinni árum,” segir Guðlaug, „launin hafa vart nægt til lifsviðurværis á þessum verðbólgutímum og öll friðindin, sem fólk álitur okkur hafa, eru forgengileg, — það er ávallt að koma betur og betur i Ijós. I samanburði við stallsyst- ur okkar hjá erlendum flugfé- lögum erum viðekki hátt laun- aðar”. „Starfsskilyrði okkar hafa batnað með stærri flugvélum og breyttri þjónustu um borð,” og nU er það Guðrún sem hefur orðið, ,,og sá timi er liðinn að gifting þýddi sama og uppsögn. í dag starfa margar húsmæður sem flugfreyjur. Konan á að geta „unnið úti” við þetta starf eins oe mörg önnur. Hjónaband- ið neyðir hana ekki lengur til að hætta að fljúga og leita sér að annarri atvinnu, byrja upp á nýtt, — ef hUn kýs fremur að starfa „i loftinu”.” En dýrðin á sér takmörk. Þær stallsysturnar höfðu haft augun með öllu sem þeim tilheyrði i farþegarýminu. Litill drengur, einn sins liðs yfir hafið, er eitt- hvaðhnugginn.önnur flugfreyj- an tekur hann i' fang sér. Mikið geta litlir drengir oft átt gott. Hin þarf að sinna öðrum farþegum en áður en samtalinu lýkur varpa ég fram þeirri spumingu hvort þær ætli að hafa flugfreyjustarfið að ævi- starfi, — einhvern veginn varð ég að enda: „Ég hef starfað i fluginu rUman áratug,” segir Guðlaug og kimir, „og hef hugs- að mér að vera það áfram til sjötugs.” emm Stór hópur Þjóðverja ó ferð: Hennrich, ung stúlka, kvaðst vera á Islandi i fyrsta skipti og lita björtum augum til dvalarinn- ar þrátt fyrirregnið sem steyptist niður á þau fyrsta daginn. Vissu- lega væri það óvenjulegt að koma til Islands á þessum tima, en veðrið væri ekki allt, sem skipti máli, þó vissulega væri það stór hluti. Áslaug Aðalsteinsdóttir er kokkur á Sæbergi SU-9. Hún er 16 ára, lauk landsprófi i vor og hyggst vera kokkur á Sæberginu I vetur og fara i verzlunarskóla á næsta hausti. I fyrsta túr var hUn sjóveik, en finnur ekki meir til sjóveiki. Sæbjörg er á sild- veiðum nUna og hefur fiskað sæmilega. Aslaug matreiðir fyrir 10 manns. Ragnhildur Þórölfsdóttir er 19 ára og byrjaði sem kokkur i fyrrasumar. Er hún kokkur á Vetti SU-3, 30 tonna bát. Ragn- heiður er i menntaskóla á vet- urna. —RT— REYNT AÐ LENGJA FERÐA- MANNATÍMANN Þessa dagana er staddur hér á landi hópur þýzkra ferðamanna um 130 manns á vegum dagblaðs- ins „Frankfurter neue Zeitung”. Þetta er fólk sem notfært hefur sér þjónustu blaðsins, en það skipuleggur hópferðir viða um heim jafnt sem innan Þýzka- lands. Skrifstofa Flugleiða benti þeim aðilum hjá blaðinu, sem skipuleggja þessar ferðir, á að ó- venjulegt væri að fara ferð til Is- lands á þessum tima, þ.e. siðari hluta september. Reyndist áhugi vera fyrir hendi á ferð wmmæmmmmmr þessari hjá lesendum blaðsins, svo hingað eru þeir komnir. Verða þeir hér i viku, fljúga til baka til Frankfurt næsta laugar- dag. Munu þeir dvelja allan timann hér i Reykjavik og halda til á Hótel Esju. Siðan verður far- ið I dagsferðir úr borginni á venjulegar túristaslóðir á Suður- og Vesturlandi. 1 gærmorgun hélt hópurinn með Akraborginni til Akraness og þaðan upp i Borgarfjörð. Við tókum tali ungan mann að nafni Wettern og lögðum fyrir hann nokkrar spurningar. Kvað hann það lengi hafa verið ætlun sina að koma til Islands en ekki orðið af þvi fyrr en nú. Hér yrði hann ekki nema um vikutima en hann væri að gera þvi skóna að koma hingað seinna og vera þá i nokkrar vikur. Þá hefði hann jafnframt hug á að fara i hálend- isferðirnar, sem væru mjög rómaðar. Áslaug Aðalsteinsdóttir er 16 ára og kokkar á Sæberginu. ... og hér er Vöttur þar sem hún Ragnhildur Þórólfsdóttir starfar um borð. (Ljósmynd Emil). — BH.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.