Dagblaðið - 09.10.1975, Blaðsíða 2
2
Pagbla&iö. Fimmtudagur 9. október 1975
700 milljón
króna Vest-
mannaeyja-
ferja afhent
15. maí
Viðlagasjóður greiðir fyrstu
afborganir af smíðakostnaði
ferjunnar
„Nýja ferjan, sem annast á
siglingar milli Vestmannaeyja
og lands, er nú i smiðum i
Sterkoder skipasmiðastöðinni i
Kristiansand i Noregi. Svo er
um samið að afhending skipsins
fari fram 15. mai að vori. Skipið
mun kosta um það bil 700 millj.
isl. kr. en sú upphæð hefur nokk-
uð rokkað til eftir gengisbreyt-
ingum,”sagði Magnús Magnús-
son, fyrrv. bæjarstjóri i samtali
við Dagblaðið.
Nýja ferjan verður i einu og
öllu hið glæsilegasta skip.
Ferjan getur flutt 22—26 bila og
rými er fyrir álika marga
gáma. Rúm verður fyrir 20 far
þega i sérklefum, en fyrir 60—70
farþega i sal. Er aöstaða far-
þega mjög góð miðað við þá
siglingu, sem skipinu er aðal-
lega ætluð.
Svo er um samið að 20%
smiðakostnaðar skipsins verði
greidd á byggingartima þess, en
80% fást að láni og er meiri hluti
þess láns til 5 ára.
Viðlagasjóður hefur tekið að
sér að greiða fyrstu afborganir
af smiðakostnaðinum fyrir
bæjarins hönd og komi þær
greiðslur upp i bótauppgjör
sjóðsins við Vestmannaeyjabæ.
Aðspurður sagði Magnús
Magnússon að sú bótaupphæð,
sem Vestmannaeyjabær ætti að
fá frá Viðlagasjóði, væri engan
veginn ákveðin. Að visu væru
einstaka liðir bótanna þegar út-
reiknaðir, en heildarupphæðin
væri fremur ágizkanir en mjög
lausar áætlanir, en i nóvember
1973 hefði verið rætt um
upphæðina 1 milljarð i þessu
sambandi. Verðgildi peninga
hefur mjög breytzt siðan þá.
Vestmannaeyjabær og rikis-
sjóður eru stærstu hluthafar i
Herjólfi h.f. sem stofnað var um
smiði skipsins. Leggur hvor
aðili um sig fram 60 millj.
króná. Er það samtals 40% af
hlutafé félagsins. 10—15% er
þegar i eigu ýmissa aðila i Vest-
mannaeyjum og i hópi þeirra
eru bæði fyrirtæki og einstak-
lingar. Hugmyndir eru svo uppi
um að leita til sveitarfélaga á
Suðurlandi um hlutafjárkaup
svo og hjá stórfyrirtækjum eins
og Mjólkurbúi Flóamanna og
Kaupfélagi Arnesinga, þvi þær
samgöngubætur, sem verða
með tilkomu ferjunnar, munu
skapa Sunnlendingum ný tæki-
færi til viðskipta i Eyjum.
Ekki liggur enn fyrir niður-
staða útreikninga á tonnafjölda
hins nýja skips, en það er á
stærð við góðan skuttogara. Bil-
um verður ekið inn i skipið að
aftan, en það verður lokað að
framan. Snúningspallur er hins-
vegar á biladekki, svo snúa má
bilunum inni i þvi og aka þeim
frá borði um sömu dyr og þeir
óku inn um. Lestun gáma fer
fram á sama hátt.
Um áhafnarfjölda er- heldur
ekki hægt að segja ennþá. Engin
lög eða reglugerðir munu til um
áhafnir á ferjum og leitað
verður eftir samningum um, að
ekki þurfi fullskipaða áhöfn sem
i úthafssiglingum væri, þvi sigl-
ingatimi skipsins verður ekki
nema nokkrar klukkustundir i
senn.
—ASt
Langir, — langir skuggar
Þeir eru farnir að lengjast skuggarnir, sólin drattast rétt „hálfa leið” upp á himininn á degi hverjum
og senn fáum við að kynnast þvi fyrirbæri sem viö köllum skammdegi. Það orð er ekki einu sinni til á
nándar nærri öllum lungumálum. En við huggum okkur viö ýmislegt i öllu þessu skammdegi og sýslum
við ýmis áhugamái okkar.hvort heldur þaö er að setjast i öldungadeiid og verða stúdent með risandi
sól, eöa þá bara að stunda iþróttir og ræktun og lagfæringu holdsins. Hvað um þaö, — þessa ágætu Ijós-
mynd tók ljósmyndarinn okkar austur I sveitum um daginn. (BD-mynd Björgvin).
Bakhlið
„hótelsins" að
Skólavörðustíg 9
* Það er heldur sjaldgæft að sjá
mynd af þessu þekkta húsi frá
þessari hlið. Þetta er Hegning-
arhúsið við Skólavörðustig.
Þarna er rúm fyrir 26 fanga, ef
nýting er fullkomin og þar
starfa 10 fangaverðir, 3 vinna
ætið um nætur en 2 á daginn.
Yfirfangavörður er Valdimar
Guðmundsson.
Að sögn Valdimars má heita
að húsið sé nú fullskipað. Það er
óþægilega innréttað að þvi leyti
að þar eru margir 2ja og 3ja
manna klefar og séu fangar I
einangrun, en það eru allir sem
úrskurðaðir eru i gæzluvarð-
hald, verða þeir að vera einir i
klefa og nýting hússins verður
þvi lakari.
Valdimar sagði að fangelsis-
garðurinn væri ætið notaður
eftir þörfum, en þangað fá t.d.
gæzluvarðhaldsfangar ekki að
fara, en ætið er mikið um þá i
Hegningarhúsinu, þó þar séu
einnig langtimafangar. Sumir
dvelja þar um árabil.
Fangar i Hegningarhúsinu
hafa ekki setustofu og hafa
hvorki afnot af sjónvarpi né út-
varpi. Deginum i Hegningar-
húsinu lýkur kl. 21.30 að
kvöldi og þá eru allir fangar
læstir inni i klefum sinum. —
ÁSt/ Db-mynd Bjarnl.