Dagblaðið - 09.10.1975, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 09.10.1975, Blaðsíða 6
6 Pagblaðið. Finimtudagur 9, október 1975 Páfi líknar sjúkum Tugir sjúkra i hjólastóium og á sjúkrabörum söfnuðust saman á tröppum St. Péturskirkjunnar iRóm á sunnudaginn til að hiýða á messu Páls páfa VI. Rúmlega 50 þús. manns hlýddu á messuna. Páfi sjálfur smurði rúmlega 50 (af 200) sjúka með heilagri oliu til að likna þeim. Vinstra megin er stytta Péturs postula. Indverska stjórnin lokar fyrir Reuter vegna þessarar fréttar. Indverska stjórnin hefur látiö skera á telex- og símalínur á rit- stjórnarskrifstofum Reuter-fréttastofunnar í Nýju Delhi. Einnig hefur verið skorið á línur heimasima þriggja fréttamanna Reuters. Ástæðan er sú, að sögn yfirmanns indversku rit- skoðunarinnar, að frétt frá Reuterá mánudaginn (birtist i DAGBIj-AÐINU á þriðjudag) um pynting- ar pólitískra fanga í Tihar-fangelsinu, brýtur gróflega í bága við rit- skoðunarlögin. Indversk stjórnvöld hafa ekki borið fréttina til baka. Fréttamaður ástralska útvarpsins er einnig símalaus, að því er virðist vegna sömu frétt- ar, sömuleiðis rit- stjórnarskrifstofa frétta- stofunnar United Press International. Aðrir fjöl- miðlar eiga einnig i stríði við indversku stjórnina. Fréttin sem stöðvaði starfsemi Reuters i Nýju Pelhi, eins og hún birtist i' PAGBLADINU á þriðjudaginn. , Bandaríkin blinduð af kvalalosta' Áskrifendur athugið Hlutafjárútboð Dagblaðsins Mikilvægur þáttur þeirrar ætlunar að gef a út f rjálst, óháð dagblað er sá, að eigendur þess séu starfsmenn blaðsins og lesendur þess. Starfsmönnum buðust hlutabréf þegar í upphafi. Það boð þágu þeir strax og iðrast þess ekki, því að augljóst er, að hver dagur, sem liðinn er frá því að útkoma blaðsins hófst, hefur skilað góðri afkomu. Það er að vísu langt um- fram allar vonir, en staðreynd samt sem áður. Þúsundir íslendinga kaupa Dagblaðið í lausasölu á degi hverjum. Til þeirra lesenda er þvi miður ekki unnt að ná. Nöf n þeirra eru hvergi til á skrá. Hverjir áskrifendur Dagblaðsins eru, vitum við hins vegar. Og við treystum því, að þeir vilji frjálst, óháð dagblað. Því kjósum við þá sem meðeigendur okkar að rekstri blaðsins og bjóðum þeim nú hlutabréf. Stærð hlutabréfanna er mjög í hóf stillt, til þess að sem f lestir áskrifendur geti orðið hluthafar. Fyrir aðeins eitt þúsund krónur getur áskrifandi gerzt hluthaf i í Dagblaðinu. Stærri hlutir bjóðast að sjálfsögu einnig. Skilyrði er, að kaupandi sé áskrifandi að blaðinu. Þetta boð stendur til 1. nóvember n.k. Hringið í síma 27022 (3 línur) og látið skrá yður sem kaupanda að hlutabréf i eða fáið nánari upplýsingar, ef þörf er á. Símaþjönustan verður opin f rá 9 til 22 hvern dag til 1. nóvember. Vinsamlega afsakið það, ef illa gengur að ná sambandi. Skiptiborð Dag- blaðsins er mjög áhlaðið. Auk venjulegs álags berst mikill f jöldi áskriftar- pantana daglega og beiðnir um birtingu smáauglýsinga eru miklu f leiri en við var búizt, svo sem blaðið ber með sér. Svo virðist sem Dagblaðið þjóni þar stærri markaði en vitað var, að væri í landinu. Þar af leiðir, að hlutabréfa- þjónustu verður aðeins. unnt að veita í síma 27022 ÁSKRIFENDUR DAGBLAÐSINS Gjöriðsvo vel. Síminn er 27022 (3 línur J.Opiðtil kl. 22 á kvöldin. Virðingarfyllst Dagblaðiðhf. — segir Gaddafi og staðfestir fréttir um byltingartilraun Moammar Gaddafi, þjóðarleið- togi Libýu, hefur sakað Banda- rikin um að ögra landi sinu, að sögn libýsku fréttastofunnar ARNA. Gadaafi bar fram ásökun sina i ræðu, sem hann flutti i fyrra- kvöld, er haldið var hátiðlegt að FLUG- SLYS Sexmanns.þar á meðal 2ja ára drengur, týndu lifi i flug- slysi nærri Asuncion i noröur- hluta Paraguay i gærkvöldi. Vélin var i eigu þýzkra trú- boða. Voru þeir á leið frá trúboðs- stöðinni i Capitan Bado, 580 km norður af höfuðborginni, þegar eldingu laust i vélina. fimm ár eru liðin siðan itölsk völd, áhrif og eignir færðust i hendur þjóðarinnar. Italir i Libýu voru þá um 18.000. Gaddafi likti Bandarikjunum við ttaliu, sem hann sagði i upp- hafi aldarinnar hafa verið „blind- aða af valdi kvalalosta.” Heldur kalt hefur verið á milli Libýu og Bandarikjanna undan- farin ár og hefur enn kólnað á undanförnum dögum eftir að stjórn Libýu hefur bannað banda- riska oliufyrirtækinu Occidental Oil að selja oliu sina út úr Libýu. Þess i stað hefur stjórn Gaddafis boðizt til að selja viðskiptavinum Occidental hráoliu á sama verði. Oliufélagið hefur brugðizt hart við og hvatt viðskiptavini sina til að þiggja ekki boð libýsku stjórnarinnar. 1 áðurnefndri ræðu staðíesti Gaddafi einnig fréttir egypskra blaða i ágúst um að gerð hefði verið tilraun til að velta honum úr sessi. Voru þar að verki tveir félagar bytlingarráðsins. ARNA gat einnig um aðra byltingartil- raun en greindi ekki nánar frá henni. PERON BOÐIÐ LANGA FRÍIÐ Stigandi alda ofbeldisverka i Argentinu undanfarna daga, sem kostað hefur 89 mannslif á siðustu fjórum dögum, hefur ýtt undir umtal þess efnis, að Maria Estela Peron, forseti landsins, eigi ekki afturkvæmt i forseta- stól. Oruggar heimildir Reuter- fréttastofunnar segja bráða- birgðaforseta landsins, Italo Luder, og innanrikisráðherr- ann, Angel Robledo, hafa farið þess á leit við Peron, að hún framlengdi leyfi sitt út þetta ár, ^vo að sterkari rikisstjórn gæti glimt við vaxandi urhsvif skæruliðahreyfinga. Heimildir herma, að á skyndi- fundi rikisstjórnarinnar á mánudaginn hafi verið sam- róma álit, að sterkari stjórnar en þeirrar, sem Peron gæti veitt forystu, væri þörf i Argentinu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.