Dagblaðið - 09.10.1975, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 09.10.1975, Blaðsíða 3
Pagblaðið. Fimmtudagur 9. október 1975 3 Burt með blokkirnar - bcer skvaaia á sólina — segia ungir íbúar Efstalands- hverfis í Kópavogi Enn einu sinni vill fólk fara i hár saman Ut af húsabygging- um byggingarfélaga. í þetta sinn eru það Byggingarsam- vinnufélag Kópavogs og Bygg- ung i Kópavogi sem verða fyrir barðinu á reiðu fólki i Efsta- landshverfinu innst i Kópavogi. Byggingarfélögin tvö hafa fengið heimild til þess að reisa 7 sex til tiu hæða ibúðarblokkir á svæðinu sunnan og austan við Efstalandshverfið nær Breið- holtinu. Aðalskipulagið fyrir þetta svæði var samþykkt fyrir um 6—7 árum og var þá gert ráð fyrir háhýsum þarna. Bæði félögin eru tilbúin að hefja framkvæmdir, en væntan- legir nágrannar þess fólks, er i blokkunum ætlar að búa, eru ekki á þvi að framkvæmdir hefjist þar i bráð. Nú um helg- ina gengu áskriftarlistar og dreifibréf i flesta stigaganga i hverfinu og var aðalefni bréfs- ins það að ibúar hverfisins mót- mæli harðlega þeirri ákvörðun bæjarstjórnar að leyfa bygg- ingu blokkanna þarna á þeirri forsendu fyrst og fremst að þær komi til með að skyggja á sólina fyrir stórum hluta hverfisins. Telja dreifendur bréfsins að sól- in muni ekki sjást um allt hverf- ið i skammdeginu, þegar hún er lægst á lofti, og sé ekki af of miklu að taka i þeim efnum nú þegar. Auk þess er hvatt til stofnunar hverfasamtaka og menn beðnir að ljá máli þessu lið með þvi að rita nafn sitt á undirskriftar- lista, sem leggja á fyrir fund bæjarstjórnar nú i dag. t samtali við Dagblaðið sagði Ölafur Gunnarsson bæjarverk- Nýju blokkirnar eiga að risa sunnan og austan við Efstalandshverfið, efst á myndinni handan við blokkasamstæðuna þar. Þvkir hinum, er lægra búa, það heldur súrt i broti og óttast sólarleysið. DB-mynd BP. fræðingur að samkvæmt þvi skipulagi, sem samþykkt hefði verið fyrir nokkrum árum, hefði átt að reisa þarna 12—15 hæða ibúðarblokkir allt að 60 metra langar. Þó hefði verið horfið frá þeirri ákvörðun, enda hefði það reynzt allt of dýrt i byggingu. Þessar blokkir, sem nú ætti að byggja, væru sem sagt frá 6—10 hæða og svo væri einnig áform- að að byggja tveggja hæða rað- húsalengjur á svæðinu, sem allt i allt myndi verða um 2 hektarar að flatarmáli. Aður en lengra væri haldið vildi hann hvetja fólk til þess að koma niður á skipulagsskrif- stofu og skoða skipulagið áður en menn æstu sig meira upp. Hefðu allmargir gert það nú þegar og séð að hér væri ekki um jafnhættulega hluti að ræða og margur vildi vera láta. HP LÍTIL BLAÐA- SAGA ÚR MIÐBORG Sæll vertu óli, láttu mig hafa eitt eftirmiðdagsblað, vinur. Oúpps — þar lá ég I þvl. Þau eru orðin einum of þung þessi eftir- miðdagsblöð upp á siðkastið. i baksýn er bæjarstjórinn i Kefla- vík og furðar sig á ástandinu á apótekshorninu. Óli blaðasali hefur hjálpað við- s'kiptavini sinum á fætur eins og vera ber og telur aurana i lófa sinum. Bezt að hafa sig upp og haldá áfram göngunni hugsar hinn óheppni blaðakauþandi. (DB-myndir: Björgvin). Uppsagnir verða 100% ,,Ég geri ráð fyrir að upp- sagnir verði 100%,” sagði Björn Jónsson forseti Al- þýðusambandsins við fréttamann DAGBLAÐSINS i gær. Björn sagði að mið- stjórnarfundur ASI yrði haldinn i morgun. Sá fund- ur tekur ákvörðun um dagsetningu árlegs sam- bandsstjórnarfundar og kjaramálaráðstefnu. ,,Ein- hver aðildarfélög eru þegar farin að ákveða fundi,” sagði Björn. „Samningum þarf að segja upp fyrir 1. desember og ég geri ráð fyrir að uppsagnir verði hjá öllum félögum ASl.” —BS- FOSSARNIR BJARGA RÍKISSKIP þegar Baldur strandaði Þaö varð ekki mikið úr þvi að Flóabáturinn Baldur tæki að sér Vestmannaeyjaferðir fyrir strandferðaskipið Herjólf sem fór I slipp fyrir nokkrum dögum. Baldur strandaði nefnilega á Breiðafirðinum áður en til kast- anna kom. Ekki urðu alvarlegar skemmd- ir á skipinu en samt nógar til að það þarf að fara i slipp til við- gerða. Skipaútgerð rikisins varð þvi að fá aðstoð frá Eimskip. Múlafoss kom við i Vestmanna- eyjum siðasta þriðjudag og siðan mun Múlafoss fara i mjólkur- flutninga til Eyja á miðvikudag- inn kemur. -AT- Þar má spara milljónir: ER FYRINGIN RETT STILLT? 1 þjóðfélaginu er alltaf verið að tala um að spara og aldrei meir en á þessum siðustu og vers tu timum. Þvi var það fyrir tilstuðlan viðskiptaráðherra, Ólafs Jóhannessonar, að nám- skeið var haldið á vegum viðskiptaráðuneytisins og Sambands islenzkra sveitar- félaga fyrir menn er læra vildu stillingará oliukynditækjum. Ef tækin eru rétt stillt og yfirfarin r.eglulega getur það það nefni- lega sparað um 10% hitunar- kostnaðar að jafnaði. Haldin voru fjögur námskeið og sóttu þau alls 64 menn viðs- vegar að af landinu. Skrifaði Samband islenzkra sveitar- félaga sveitarfélögum um allt land og bauð þeim að senda menn til námskeiðsins sem og sum þeirra gerðu. En nú er hætt við að ef mönnum þeim, er námskeiðið sóttu, er ekki haldið við efnið og þeim ekki útvegað- ar nauðsynl. upplýsingar um gerðir og smiði katla auk pöntunarþjónustu fyrir vara- hluti megi búast við að starfs- kraftar þeirra nýtist ekki sem skyldi. Einnig mun nú bráðlega losna mikið af kynditækjum i Hafnar- firði og Kópav. Vafalaust er þörf á öllum þessum tækjum úti á landi þvf viða er oliukostnaður svo hár sem raun ber vitni vegna önógra og lélegra tækja. I þeim tilgangi að stuðla að nýtingu starfskrafta stillinga- mannanna og upplýsingamiðlun þeirra á milli hafa þeir er sóttu námskeiðið stofnað með sér félag, Félag eftirlitsmanna með oliukyndingum. Er hugmynd stofnendanna að félag þeirra sjái félögunum fyrir hinni nauð- synlegu upplýsinga- og varahlutamiðlun. Hafa þeir i Ívi skyni sótt um styrk til oma á fót i Reykjavík aðstöðu fyrir félagið þar sem hægt væri að miðla þessu til hinna dreifðu félaga um allt land. Mætti ef til vill nefna þetta framtak vott um byggðastefnu i framkvæmd þvi kæmist aðstaða fyrir félagið á legg mundi hún veita þeim er búa i dreifbýlinu langmesta þjónustu við miðlun þeirra upplýsinga og varahluta sem hægt er að útvega hér á höfuð- borgarsvæðinu. Námskeiðin sóttu sem fyrr segir 64 menn og voru þeir úr fjölda starfsgreina og á öllum aldri. Ef eftirlit þessara manna kemstá er einnig fólgið i þvl mikið öryggi þvi hve oft heyrum við ekki um bruna og I lok fréttarinnar er bætt við „álitið er að eldurinn hafi kviknað út frá oliukyndingu”. Með reglulegum athugunum eftirlitsmanna hlýtur hættan á viðskiptaráðuneytisins til að ikveikju út frá oliuhitun að minnka stórlega. Æ-f. ,-Jr i' jp"' v :•? Óskar Guðlaugsson formaður Félags eftirlitsmanna meðoliu- kyndingum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.