Dagblaðið - 09.10.1975, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 09.10.1975, Blaðsíða 10
10 Spurning dagsins Finnst þér rétt að leyfa lögreglu- mönnum að hafa skegg? Kristin Linda óskarsdóttir hús- móðir: Já, þvi ekki, mér finnst það ekki nema sjálfsagt, ég vissi ekki þeim hefði verið bannað það. Kristin Danielsdóttir klinik- dama: Já, mér finnst þeir megi "hafa skegg, ef það klæðir þá vel er það ekki nema sjálfsagt. Sigurjón Hallvarðsson i skóla: Skegg! Ne hei, mér finnst þeir eigi ekki að fá að hafa skegg. Arni Þorkelsson vélstjóri: Já, ég sé ekki neitt þvi til fyrirstöðu að leyfa lögreglumönnum að hafa skegg eins og ég var að lesa um i blöðunum. Hildur Valdimarsdóttir húsmóð- ir: Skiptir það nokkru máli, ég hef aö visu ekki heyrt mikið um þetta mál, ég er nú norðan úr landi. Kristjana Hreinsdóttir af- greiðslustúlka: Já, þvi ekki það, ég las um það i Dagblaðinu, þetta bann. Þvi mættu þeir ekki hafa skegg eins og aðrir? Dagblaðið. Fimmtudagur 9. október 1975 MERKINGAR STRÆTISVAGNA Litaglaður borgari skrifar: „Mig langar litillega til að minnast á merkingar á strætis- vögnum borgarinnar. Vagnarnir eru vel merktir með greinilegum stöfum, svo að allir mættu vel við það una. En það er margt sem mætti betur fara. Mér hefur þvi dottið i hug nýtt merkjakerfi fyrir vagnana sem myndi auðvelda fólki sérstak- lega öldruðum og börnum, að þekkja þá vagna, sem það þarf að nota hverju sinni. Venjulega eru sömu leiðirnar notaðar af sama fólkinu, fólk fer til og frá vinnu með sömu vögn- unum. Gamalt fólk og börn not- færa sér einnig þessa þjónustu. Oft má sjá fólk hlaupa til þess að ná i vagninn sem svo ef til vill er ekki sá rétti. Fólk sér ekki merkingar vagnanna mjög langt að. t okkar skammdegi, þegar snjókoma er, slydda eða rigning, verða vagnarnir fljótt skitugir og einmitt þá sjást merkingar þeirra illa. Til úrbóta væri gott að hafa ljós ofarlega á vögnunum, númerin mættu vera eftir sem áður. Nú vitum við, að leiðir vagnanna eru tólf en með fimm litum mætti merkja fimmtán leiðir, tvö ljós að aftan og önnur tvö að framan. Þessi ljós mætti sjá langt að og mundu auðvelda mörgum i skammdeginu að sjá strax hvaða vagn væri á stöð- inni áður en hlaupið er af stað, t.d. yfir umferðargötu. Hugsa mætti sér þetta á ýmsa vegu, leið 1 hefði t.d. tvö græn ljós að aftan og framan, ieið tvö annað grænt, hitt rautt, leið 3 tvö rauð o.s.frv. Niðurröðun litanna getur auðvitað verið á hinn marg- vislegasta hátt. Vafalaust eru ýmsir vankantar á þessu, svo sem fjárhagslegir og umferðar- lagalegir, en ég held að merk- ingar sem þessar væru til mikilla bóta og fólk yrði fljótt að venjast þeim.” Vesturbœr-Breiðholt= Keflavík-Khöfn Pétur Eggerz Pétursson og Óskar Hauksson skrifa: ,,Um daginn fórum við félagar i Háskólabió, sem i sjálfu sér er ekki i frásögur færandi. Nema hvað, að lokinni sýningu kl. 11.10 fórum við út á stoppistöðina þar sem vagn 4 kemur við. Þar var ekkert skilti, sem sýnir á hvaða tima vagninn á að koma, og þess vegna þorðum viö ekki að fara þangað sem vagn fimm stanzar af ótta við að missa af leið fjög- ur. Hins vegar kom vagn 4 ekki fyrr en klukkan 11.30 og var siö- an kominn upp á Hlemm fimm minútum eftir að Breiðholts- vagninn fór frá Hlemmi. A Hlemmi þurftum við svo að biða i 25 minútur og vorum siðan komnir heim kl. 12.25. Það tók okkur þvi jafnlangan tima að fara frá Háskólabiói upp i Breiðholt og það tekur flugvél að fara langleiðina til Kaup- mannahafnar.” VÍÐA ER POTTUR BROTINN Gagnrýninn skrifar: „Allir þekkja hversu mikil- vægar brunavarnir og slökkvi- starf eru i nútimaþjóðfélagi. Óskar Sigurjónsson hjá Austur- leið, sérleyfishafa fyrir leiöina Reykjavik-Höfn, Ilornafiröi, simaöi: „1 Dagblaðinu 3. október rakst ég á klausu, sem gæti hugsanlega valdið misskilningi. Þar segir frá áætlunarbflstjóra, sem komst i kast við lögin. Ég vildi fá aö leiðrétta þaö til að Það er þvi mikilvægt að slökkvi- lið sé búið góðum tækjum og hæfir menn skipi það. Þvi finnst mér rétt að drepa á foröast allan misskilning aö þarna getur ekki verið um áætlunarbilstjóra að ræða. Ég hef heyrt um þetta mál og mun hér átt við hópferðabilstjóra. Aætlunina hefur Austurleiö og enginn af okkar bilstjórum verður nokkru sinni s'akaður um athæfi sem þetta.” nokkur atriði, sem betur mættu fara hjá slökkviliði okkar hér i borg. Eins og allir vita er slökkvi- stöð uppi i Arbæjarhverfi. Þar eru tveir slökkvibilar og einn sjúkrabill. Nú eru þarna þrir menn á vakt. Tveir eru á sjúkrabilnum, sem er úti mestan timann. Þá er einn eftir á slökkvibilana. Hvernig stjórnar einn maður tveimur bilum? Slökkviliðsstjóri, Rúnar Bjarnason, hefur sett reglur sem segja að sá, er stjórnar bil, megi ekki yfirgefa bilinn. Hann á að stjórna dælingu og þrýstingi á vatninu auk þess sem hann sér um að nóg vatn sé á bilnum. Nú, siðan þarf stútmann, þ.e. mann á slönguna. Hvernig á þessi maður að geta séð um þetta allt án þess að brjóta reglur? Það er ekki nema von að slökkvibillinn úr Arbæ hafi sézt biða eftir liðstyrk frá aðalstöð- inni — styttra úr Arbæ i Breið- holt — i Breiðholtsbrekku vegna þess að maðurinn vill ekki taka á sig ábyrgðina af þvi að mæta einn á stað og valda ekki verk- efni sinu. Slökkviliðsstjóri, til hvers er að setja reglur vitandi vits að þær verði brotnar? Annað er búnaður slökkvibila. Nú er þannig að tveir slökkvi- bilar hafa verið á nagladekkjum i allt sumar. Siðastliðinn vetur voru aðeins f jórir af niu slökkvi- liðsbilum á nagladekkjum. Nú veit ég, að fjárhagur slökkvi- liösins er þröngur og alltaf er matsatriði hvert peningarnir skuli fara. Það er á vald slökkviliðsstjóra að vega og meta hvert krónurnar fara. Eitt er vist, dekk eru það mikil öryggistæki á öllum tegundum bila að þau verða að vera góð og fyllsta öryggis gætt. Þetta skilur slökkviliðsstjóri vel. Borgin leggur honum til bil, sem yfirmanni slökkviliðsins. Nú vildi þannig til að billinn titraöi eitthvað i stýri, og þá var rokið til og keypt fimm ný dekk undir hann. En af hverju er ekki gætt fyllsta öryggis þegar slökkvi- bilarnir eiga i hlut? Spyr sá er ekki veit. Af ástæðum, sem ég rek ekki hér, hef ég kosið að blaöið birti ekki nafn mitt.” Gagnrýninn. ...þjóðvel þekkt Nr. 37 sendi eftirfarandi visu. Dagblaðið er þjóðvel þekkt, það má panta i sima. Upplag þykir ótrúlegt á ekki lengri tima. 25 HAFA EKIÐ ÖLVAÐIR Á HRINGVEGI OG í HÖFN Lögreglan í Höfn i Hornafir&i I hefur þa& sem af er árinu tekiö 25 I ökumenn fyrir meinta ölvun viö lakstur. Sagöi lögreglustjórinn i I Höfn aö á öllu árinu i fyrra heföu I sams konar mál veriö 29. Lög- I reglan i Höfn er hörö í horn aö Itaka i þessum málum. .Nokkuö [stendur þessi málafjöldi i sam- I bandi viö feröamenn á hringveg- linum svo og aökomandi sjómenn, I en of mikiö er þó enn um aö Hafn- larbiíar séu of kærulausir i þess- um efnumaö sögn lögfeglustjóra. Eitt þessara mála var I sam-| bandi viö bilstjóra áætlunarbils á I sl.sumri. Var hann meö franskan I feröamannahóp, sem engan leiö-| sögumann haföi, og gátu þeir illa [ gert sig skiljanlega, nema á eigin I tungu sem fáir skildu. Varö aö I kyrrsetja bilstjórann en lögreglu-1 maöur var fenginn til aö koma | Frökkunum áfram áleiöis kring- [ um land, unz úr rættist meö bil- stjóra. —ASt. | Ekki áœtlunarbílstjóri Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.