Dagblaðið - 09.10.1975, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 09.10.1975, Blaðsíða 24
.V, „Við eigum bara að — segja símamenn, og segjast vera að kafna í óreiðuskuldum innan lands og utan. — Vilja að stofnunin geri hreint fyrir sínum dyrum „Eðlilegast væri að loka "stöfnuninni þar tít viðunandi lausn sé f undin á f járhagserf iðleikum Pósts og síma," segir meðal annars í ályktun landsfundar íslenzkra símamanna, sem haldinn var á Húsavik dagana 2. til 5. október sl. A landsfundinum voru mörg mál til umræöu og margar á- lyktanir samþykktar. Meöal annars var fjallaö um fjárhags aöstööu Pósts og sima og þá miklu örðugleika, sem sú stotn- un hefur átt i m.a. vegna ófull- nægjandi verðhækkana á þjón- ustu, sem stofnunin lætur i té. Fundurinn telur, að póst- og simamálastjóri hafi ekki gert yfirstjórn þessara mála nógu skýra greirf fyrir þörfum stofn unarinnar, og þess vegna riki nú loka" ófremdarástand i stofnuninni. Kunnugt er um, aö stofnunin er að kafna i óreiðuskuldum bæði innanlands og utan. Hún hefur fleytt sér áfram á fé, sem hún innheimtir fyrir riki og einkaaðila, og svo langt hefur hún gengið, að hún hefur ekki getað skilað þessu innheimtufé á réttum gjalddögum. Skorar fundurinn á póst- og simamála- stjóra, að hann geri rikisvaldinu skýra grein fyrir ástandi mála. Verði ekki orðið við þessari á- skorun álitur fundurinn, að eðli- legast væri að loka stofnuninni, þangaö til lausn sé fundin á fjár- hagserfiðleikum hennar. —BS— mœ Þokan grúföi heldur betur yfir höfuðborginni þegar menn vöknuðu í morgun og neru stýrurnar úr augunum. Að visu var henni heldur farið að létta, þegar þessi mynd var tekin, svo að lltil hætta var lengur á að ganga á næsta mann. Lögreglan upplýsti að engir árekstrar hefðu orðið í þok- unni, svo að bifreiðastjórar hafa sennilegast ekið með fullum ljósum og viðhaft allar varúðarráðstafanir við aksturinn. Ljósm. Björgvin. fijálst, nháð dagblað Fimmtudagur 9. október 1975 Geyma bílinn vikum saman ó bílastœðinu — sólarfólk skapar vandcmól ó Kef lavíkurf lugvelli Þó ótrúlegt sé þá er beint samband á milli ferða landans til sólarlanda og fullskipaðra bilastæða á Keflavikurvelli. Þegar sólarlandaferðirnar standa sem hæst, þá eru bila- stæðin þéttsetin nætur og daga vikurnar út. Fer það I vöxt að fólk skilji bila sina þar eftir, meðan fariðeri 2—3vikna sól- bað i Suðurlöndum. Bilastæðið við brottfararhúsið er ekki ætlað til slikrar geymslu bila og er á engan hátt gætt sem sliks. Veldur þetta umferðar- teppu sem oft hefur leitt til skemmda á hinum kyrrstæðu bilum, sem siðan hefur ekki tekizt að upplýsa, loksins þegar kært er eftir 1—2 vikur. • - ASt. Sprúttsala 09 olvun i heimahúsum Tveir bifreiðastjórar á sömu leigubilastöðinni hafa játað ólöglega sölu áfengis. Hjá þeim báðum er um að ræða sölu á 10—20 flöskum og hefur salan farið fram á u.þ.b. mán- aðartima. Böndin bárust að bilstjórun- um, þegar lögreglan var að rannsaka önnur mál. Tengdust þau ölvun i heima- húsum og kom þá fram að áfengis tilsvallsins hafði verið aflað á ólöglegan hátt. ASt- Vopnafjarðarbátar: Geta ekki sinnt tilkynningaskyldu Vopnafjarðarbátar geta ekki fullnægt tilkynningaskyldu vegna þess, að ekki heyrist til þeirra i næstu strandstöðvum. „Þetta er alvörumál,” sagði Haraldur Sigurðsson, verkfræð- ingur hjá Radió-tæknideild Landssimans i viðtali við DAGBLAÐIÐ. „Stofnunin vildi geta bætt úr þessu, en að ó- breyttu ástandi er það ekki hægt, nema rýra þjónustu við talsimanotendur,” sagði Haraldur. „Okkur er ljóst, að á þessu svæöi eru érfiðleikar fyrir minnstu báta vegna iitils styrk- leika stöðvanna og lágra loft- neta”. ■ Utan venjulegs simatima er ein lina notuð til þess að bera sjálfvirkt tilkynningar þessara báta . A simatimanum eru allar linur fastar fvrir talsimaþjón- ustuna. Hér er þvi um tvennt að ræða. Annaðhvort aö hafa talstöðvar- þjónustu i landi á Vopnafirði eða bæta við simaiinu. Hvor leiðin sem farin yrði útheimtir mikið fé, og þvi vaknar spurningin: Hvað má kosta miklu til að auka öry ggisþjónustu na ? — BS. Tölvan bankanna í lamasessi: FÓR HÚN 0F SNEMMA í KVENNAFRÍ? „Fall er fararheill”, sagði Einar Pálsson forstöðumaður Reiknistofu bankanna, er frétta- maður DAGBLAÐSINS spurði hann i morgun, hvernig biluðu tölvunni liði. Einar sagði, að þessi bilun væri algerlega véltæknilegt vandamál. Vonaðist hann til að viðgerð lyki 1' dag. Hann kvað nokkuð hafa seinkað þvi efni, sem Reiknistof- an lætur bönkunum i té. Hins veg- ar hvorki seinkaði það né frestaði afgreiðslu þeirra og tefði ekki daglegan rekstur. „Skýrsluvélar rikisins hlupu strax undir bagga með okkur,” sagði Einar, ,,og það hefur hjálpað okkur vel i þessum byrjunarörðugleikum með tölv- una.” Gárungarnir segja, að tölvuna klæi orðið svo I lófana eftir að hefja daglegt eftirlit með ávis- anaskiptum, að hún hafi farið i mótmælaverkfall. Aðrir segja, að hún sé kvenkyns og hafi farið dagavillt. —BS— grýttir og beyglaðir —ó Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Keflavikurflug- velli stóð i fyrrakvöld frammi fyrir óvenjulegum vanda. Þrir bilar höfðu verið illa leiknir sýnilega eftir aðför að þeim af ásetningi. Sparkað hafði verið i hurðir og bretti og einn bilanna grýttur. Þarna erum mikið tjón að ræða. Bilar þessir voru á dreifðu svæði en þó ekki ýkja stóru, tveir bilanna voru i eigu isl. að- ila en bandariskur varnarliðs- maður er eigandi hins þriðja. Grunur leikur á að afbrýði eða öfund geti átt þátt i árásinni á þann bilinn sem grýttur var. Málið er i' rannsókn. — ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.